Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 41
njóta jafnréttis í skattlagningu viö annað sparifé. Þetta mál er nú orð- ið brýnna en nokkru sinni fyrr vegna hárra vaxta, skorts á lánsfé, sérstakrar skattlagningar á notk- un lánsfjár, auk þeirrár sérstöðu sem önnur sparnaðarform njóta, sérstaklega verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs '. Kvaðst Árni búast við, að þingmenn sýndu skilning á þessu máli nú, þegar samdráttur er í atvinnulífinu og nýrrar uppbyggingar þörf hjá at- vinnuvegunum. Frjálsari verðmyndun Þá vilja Verzlunarráðsmenn vinna að því, að verðmyndun verði frjáls- ari en nú er. Á síðasta þingi var flutt frumvarp til breytinga á lögum, um verðlag, samkeppnishömlur og ó- réttmæta viðskiptahætti, að frum- kvæði Verzlunarráðsins. Var meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar málinu fylgjandi og á- stæða er til að ætla að meirihluti alþingis sé því einnig fylgjandi að færa lögin í upprunalegt horf og innleiða frjálsa verðmyndun, enda sýnir reynslan frá nágrannalönd- um okkar tvímælalaust yfirburði frjálsrar verðmyndunar yfir þau verðmyndunarhöft, sem hér hafa viðgengist s. I. rúm 40 ár, sagði Árni. Loks má nefna baráttu Verzlun- arráðsins fyrir því, að sala græn- metis í landinu verði frjáls og ein- okun Grænmetisverslunar land- búnaðarins þar með aflétt. Þannig yrði stuðlað að fjölbreyttara fram- boði grænmetis á markaði hér, betri þjónustu og hagstæðara verði. Vissulega eru það fjölmörg önnur atriði, sem Verzlunarráðið telur æskilgt að breyta í löggjöf, sem snertir atvinnulífið og skilyrði til atvinnurekstrar. Allt verður þó ekki gert í einni svipan því ennþá eru árgjaldatekjur Verzlunarráðs- ins einungis lítið brot af því fé sem t. d. verkalýðsfélögin ráðayfir. Öflug nefndarstörf Á vegum Verzlunarráðsins verða starfandi fjórar verkefnanefndir fram til áramóta. Á síðasta starfs- ári var gerð úttekt á þjónustu og gjaldskrá Pósts og síma. Frá því að nefndin skilaði áliti sínu hefur hún átt gott samstarf við Póst og síma um breytingar á þjónustu stofnun- arinnar til hagsbóta fyrir notendur. Áhugi er á því að sérstakt 30% álag á gjald fyrir símaþjónustu við at- vinnufyrirtæki verði fellt niður. Rýmkað hefur verið til með sölu á aukabúnaði. Tillögur um, að sölu- skattur verði felldur niður á um- framsímtölum hafa fengið góðar undirtektir og á vegum Verzlunar- ráðsins og Póstsins hefur verið unnið að nýju afsláttarkerfi fyrir póstsendingar. Þessu starfi verður fylgt eftir ásamt öðrum tillögum nefndarinnar og eru breytingar á fjarskiptalöggjöfinni t. d. nú í skoðun í samgönguráðuneytínu. Ein nendanna á vegum Verzlun- arráðsins fjallar um Miðbæjar- verkefni, en víða um lönd annast verslunarráð verkefni sem þetta. Tilgangurinn er að viðhalda mið- bænum sem vettvangi viðskipta og mannlegra samskipta. Þetta starf er rétt hafið og er ætlunin að setja fram tillögur, sem gætu orðið tilefni umræðna og breytinga. Þá starfar ein nefnd að verkefninu Þjónusta lánastofnana. Þar er ým- islegt, sem breyta má til batnaðar bæði fyrir lánastofnanir og við- skiptalífið. Sem dæmi má nefna greiðslur fyrir ábyrgðir í sambandi við innflutning. Þá þarf að einfalda reglur um greiðsludaga víxla, en margir hafa orðið fyrir þvl, að víxl- ar hafa fallið á þá, stundum vegna misskilnings bankamanna, t. d. þegar um hátíðisdaga er að ræða. Þá er áhugi á að ræða um aukna notkun kreditkorta erlendis og hafa fjölmargir íslendingar fengið heimild til að notfæra sér þau er- lendis. Þá er nú heimild í reglu- gerð, að íslensk fyrirtæki fái að nota íslenska ávísanareikninga, þar sem hægt er að vísa á erlenda innistæðu í bönkum hér. Er áhugi að koma þeirr nýskipan í fram- kvæmd. Þá er loks, ef til vill stærsta málið, en það eru yfirdrátt- arheimildir fyrirtækja, en stórlega hefur dregið úr slíkum heimildum að undanförnu. Lánafyrirkomulag þetta var afar heppilegt fyrir fyrir- tæki til að jafna sveiflur í inn- og útborgunum. Fyrirtækin eru reiðu- búin að greiða fyrir þetta eðlilega þóknun og vill Verzlunarráðið ræða þetta stórmál við bankana. Síðast en ekki síst skal nefna fjórðu nefndina, sem vinnur að könnun á tilhögun opinberra inn- kaupa og útboðum verkefna. 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.