Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 11

Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 11
Útvarpsstjóri eða sendiherra? Stööugur orðrómur hefur veriö á kreiki um aö Andrés Björnsson, útvarpsstjóri láti senn af embætti. Þótt út- varpsstjóri hafi ekki staðfest þetta sjálfur hafa menn freistast til að finna honum eftirmann hversu smekk- legt, sem það nú kann að vera. í því sambandi hafa einkum verið nefnd nöfn Tryggva Gíslasonar, bróður menntamálaráðherra og Benedikts Gröndal. Þó að skipun nýs manns í þetta embætti verði í tíð núver- andi stjórnar er samt sem áður talið að Benedikt sé líklegasti kandidatinn, þó svo að nú sé þetta fram- sóknarembætti, samkvæmt gildandi lögmálum. Menn minnast þess að það var í utanríkisráðherratíð Bene- dikts, sem Einar Ágústsson var skipaður sendiherra, þannig að nú á Framsókn Benedikt greiða að gjalda. Er líklegast að það verði gert með útvarpsstjóraembætti, enda var Benedikt lengi far- sæll formaður útvarpsráðs, þó svo að sendiherraem- bætti komi einnig til greina. Félagsbrú? Þótt fjárfesting skili ekki arði er ekki þar með sagt að hana þurfi að gefa frá sér, því fyrir henni má alltaf finna félagsleg rök. Svo virðist að minnsta kosti ætla að verða um brúna yfir ölfussárósa. Þeir arðsemisútreikningar, sem gerðir hafa veriö á þessu mannvirki hafa allir leitt til sömu niðurstöðu, að brúin sé ekki hagkvæm. Áætlað er að kostnaður við brúarsmíöina sé um 4,5 milljarðar króna, en ávinn- ingurinn er einn og aðeins einn, sá að Eyrbekkingar og Stokkseyringar eru fljótari að komast til Þorlákshafnar. Reiknað er með að fisk- flutningur milli [sessara staða kosti á ári um 100 milljónir króna en lágmarks- vaxtabyrði yrði 1,5 mill- jarður. En baráttumenn fyrir brúarsmíðinni eru ekki af baki dottnir þótt svona hátti aðstæðum. Benda þeir á að félagslegar ástæður fyrir brúargerðinni geti vegið þyngra en fjárhagslegar og má vissulega finna því sjón- armiði stoð í opinberum fjárráðstöfunum á undan- förnum árum. Því hefur verið skipuð nefnd fulltrúa Framkvæmdastofnunar rík- isins og sveitarfélaga á Suðurlandi til að kanna fé- lagslega nauðsyn brúar- gerðar yfir Ölfussárósa. Er stefnt að hraðafgreiðslu málsins svo að verkefniö komist inn á næstu vega- áætlun. Þess má geta að fyrir 4,5 milljarða má mal- bika langleiðina frá Reykja- vík til Akureyrar. Nordal í Lands- virkjun . . . og enn um starfsskipti. Fullyrt er nú að Jóhannes Nordal hafi hug á því að láta af starfi sínu hjá Seðlabank- ! anum. Hugur hans mun hins vegar ekki standa til starfs erlendis eins og gisk- að var á í þessum dálkum fyrr á árinu, heldur til Landsvirkjunar, þar sem hann reyndar er stjórnarfor- maður. Jóhannes ver nú miklum tíma í stjórnunar- störf hjá Landsvirkjun og hefur þar skrifstofuaðstöðu en álitið er að hann hafi hug á aö verða þar enn virkari stjórnandi. 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.