Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 24

Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 24
arri umferð reyndist Larsen sigur- vegari. Að því er segir í Politiken var það Saud al Faisal prins, sem sjálfur valdi teikningu hans, en hann hefur mikinn áhuga á bygg- ingarlist. Utanríkisráðuneytið verður reist úr steini úr nágrenninu, sem er hefðbundið byggingarefni á svæðinu. Húsinu erætlað að verða einskonar undirstaða undir svip- mót margra annarra ríkisbygg- inga, sem reisa á í Riyadh á næst- unni. Húsið verður reist á eins- konar fótstalli og aðkoma að því um miklar tröppur. Það verður fjögurra hæða hátt, og innan veggja þess verða margir lokaðir garðar, sem hægt verður að skýla með sólhlífum úr dúk. Mikilvæg- ustu skrifstofurnar verða fremst í húsinu, en almennum skrifstofum dreift í þrjá kjarna, sem allir hafa eigin garða, og tengjast með þrí- hyrndu gangakerfi, sem verður upplýst með loftgluggum. Frá þessu gangakerfi liggja gangar með hvelfingum til deilda ráðu- neytisins. Vinstra megin við aðalinngang verður mikill veislusalur og til hægri verður bogadreginn ráð- stefnusalur. Þjónustueiningar, svo sem matstofur og veitingahús, verða umhverfis stórt þríhyrnt anddyri í miðju hússins, en fundar- salir á neðstu hæð. Útveggir allirverðatvöfaldir. Ytri veggir verða þykkir til að tryggja jafnan hita í húsinu. Á þakinu verða tæki til að vinna orku úr sólu, sem á að sjá fyrir heitu vatni í hús- inu og einhverju af hita á kaldasta tíma ársins. Anddyri í miðju verður lýst með þakgluggum og lækir renna um útigarðana. Henning Larsen fær miklu að ráða um þetta hús og hef- ur tekið að sér innanhússkreyt- ingu og val á húsgögnum, meira að segja í görðunum utan við hús- ið. Danir gera sér vonir um að þessi bygging geti orðið mikil lyftistöng fyrir innréttinga- og húsgagna- iðnað í Danmörku á næstu tveimur árumg □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Allt fyrir safnarann Landsins mesta úrval spila og leikspila Frímerki Vöru- og brauðpeningar Peningaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort Vöruávísanir HjáMagna Laugavegi 15 Sími 23011 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 24 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.