Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 45

Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 45
Borgar sig að kaupa tölvu? ,,Mitt fyrirtæki er allt of lítið fyrir rán- dýra tölvu og þar að auki er enginn hjá okkur sem kann á slíkt tæki, — alla- vega þurfum við ekki á tölvu að halda fyrr en eftir nokkur ár. “ ( mörgum iðnfyrirtækjum er afstaðan til völvuvæðingarinnar sú sem kemur fram í inngangssetningunni hér á und- an: ,,Þetta er áreiðanlega þrælsnjallt þótt það eigi ekki erindi til mín." En hver skyldi vera raunverulega ástæðan fyrir því að svo margir setja sig í varn- arstöðu þega talið berst að tölvum og tölvutækni? Ef ég mætti geta þrisvar yrði þaö á þessa leið: a) Tölvutæknin hefur ekki verið kynnt almenningi í fjölmiðlum sem skyldi b) Fólk er hrætt við að tölvan breyti of miklu á vinnustaðnum c) Ábyrgðarlaus sölumennska Við skulum skoða nánar fyrstu tilgát- una: Ef frá er talin þátturinn sem Sjón- varpið sýndi í fyrravetur og kallaðist ,,The Mighty Micro'' eða Örtölvubylt- ingin að mig minnir, þá hafa ríkisfjöl- miðlarnir verið jafn hræddir við tölvu- tæknina og hver annar, ef ekki enn hræddari. Fræðsluþættir um hagnýti tölvu hafa gleymst í dagskrá Sjón- varpsins. Hinsvegar sýndi Sjónvarpið bandaríska kvikmynd frá sl. áratug þarsem menntaskólakrakkar bjuggu til mann með nafnskírteini með því að fikta í tölvu. Þar var tölvan sýnd sem ógnverkjandi helvítismaskína, sem hæglega hefði getaö tekið völdin i sín- ar eigin hendur vegna einhverra mis- taka, enda ekki svo skrýtið þegar það er haft í huga hve myndin var gömul. En nú vitum við betur. Við vitum að tölvan er jafn tröllheimsk og kolamoli, hún hugsar ekki, hefur ekki dóm- greind, ályktunarhæfni eða hvolpavit. Tölvan gerir ekkert nema henni sé sagt að gera það, hún er háð stjórnum mannsins í einu og öllu. En engu að síður er tölvan völundarsmíð og sem hjálpartæki og verkfæri við alls konar framkvæmdir á hún engan sinn líka. Sú staðreynd að tölvur eru nú orðið á hvers manns meðfæri hefur ekki verið kynnt í fjölmiðlum þótt tilefnið sé löngu gefið. Fólki hefur ekki verið sýnt í sjón- varpinu hvernig tölvur geta létt og auðveldað störfin, hve auðvelt er að læra meðferð þeirra og hve lítið hver og einn þarf aó hafa lært i skóla til þess að geta notfært sér tölvu. Þær tölvur sem eru á færi hvers og eins aö kaupa, en þær hafa ranglega verið kallaðar heimilistölvur, gætu börn notað til margvíslegra hluta, ekki síst sem hjálpartæki við kennslu og vegna heimavinnu. Tölvur sem ætl- aðar er fyrir þá sem stunda viðskipti eru álíka einfaldar í notkun þótt þær séu dýrari. Flestar tölvur eru núorðið þannig forritaðar að þær leiðbeina notandanum stig af stigi sjálfar, þær 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.