Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Side 46

Frjáls verslun - 01.11.1980, Side 46
segja í hverju villa, eða rangur inn- sláttur er fógin, — leiða þannig not- andann áfram í gegnum verkefnið þar til það er fullunnið. Það getur vel verið að það þurfi dálitla þolinmæði til að byrja með, og því miður eru flest forritin á markaðinum fyrir litlu tölvurnar á ensku og því nauðsynlegt að kunna eitthvað í þvi máli, en engu að síður eru margir unglingar farnir að nota borð- tölvuraf fullum krafti. Verzlunarskólinn á heiður skilið fyrir það að vera fyrstur til þess að kaupa 20 borðtölvur til nota við kennslu og nú munu margir fram- haldskólar fylgja fordæmi hans. En það er furðulegt að ríkisfjölmiðl- arnir skuli ekki sjá ástæðu til þess að fræða fólk um þá möguleika sem tölv- an hefur uppá að bjóða og hve þessi tækni er orðin aðgegnileg hverjum sem er, hvað tölvurnar geta auðveld- að dagleg störf og verið til skemmtunar á heimilum. Á meðan þessa sjálfsögóu kynningu vantar þá er ekki við því að búast að fólk fari að leita að tölvu til þess að vinna verkefni í litlum fyrir- tækjum því þetta fólk stendur einfald- lega í þeirri trú að vandamálið sé að finna verkefni fyrir tölvurnar. Lítum á næstu tilgátu: ,,Öjá — tölvan sparar vinnu segja þeir, en hvernig stendur á því að mér sýnist að þá fyrst sé farið að bæta við fólki þegar tölvan er komin í gang?“ Eithvað á þessa leið eru ummælin sem stundum heyrast og ekki að ósekju. Allir vita, t.d. í viðskiptum sínum við „kerfið“, að tölvuvæðingin hefur oft og einatt haft í för með sér meira bákn en ella, flóknari viðskipti og árekstra. En því má ekki gleyma að tölvan er ekki vitsmunavera, allt sem tölvan gerir hefur orðiö til af manna- völdum og hvernig hún framkvæmir hlutina fer eftir þeirri forskrift sem gerð hefur verið fyrir tölvuna. Sé forskriftin vitlaus eóa illa gerð þá verður allt jafn- vitlaust sem frá tölvunni kemur því það gildir um tölvuna, að eftir höfðinu dansa limirnir Ef tölvukerfi kallar á aukió starfslið þveröfugt við það sem markmiðið með því átti að vera, þá er ekki við tölvuna sjálfa að sakast heldur þá aðila sem gerðu forritið og skipu- lögðu verkganginn í tölvuvinnslunni: Hugbúnaðurinn er lóðið. Sem betur fer hefur átt sér stað um- talsverð framför hér á landi á sviði kerifsifærðinnar og hugbúnaður því orðinn fullkomnari, ódýrari og öruggari en áður. Sá ótti um að tölvan gjörbylti starfsháttum fyrirtækja er því ekki á rökum reistur hinsvegar getur hún vissulega breytt starfsháttum til bóta án þess að setja allt á annan endann. Þeir sem ætla að kaupa tölvu til að vinna ákveöin verkefni í fyrirtæki, hafa þaö algjörlega í hendi sér hvort, og hve mikið, breytist í fyrirtækinu með til- komu hennar. Og þá komum við að stjórnanda fyrirtækis sem er að velta fyrir sér tölvuvæðingu, hugsanagang- ur hans gæti verið á þessa leið: ,,Ég veit ekkert um tölvur. Hvernig á ég að fara að því að dæma um það hvort tölva mundi borga sig, hvaða sérfærð- inga á ég aö tala við, er óhætt að teysta þessum sölumönnum eða á ég að skella mér á námskeið?" Við skulum skoða þessar spurning- ar, hverja fyrir sig. Stjórnun byggist á því að taka ákvarðanir og ákvarðanir kalla á upplýsingar. Ef ákvaróarnir eru iðulega rangar (ótímabær ákvörðun er röng ákvörðun) bendir það til að upp- lýsingarnar séu ekki nægilegar eða að stjórnandinn kunni einfaldlega ekki að reka fyrirtæki (og þá hefur hann ekkert við tölvu að gera). Ef vinnan vió öflun nauðsynlegra upplýsinga er allt of tímafrek gæti tölva verið lausnin sem leitað er að. Þá kemur röðin að sér- fræðingunum. Sá sem rekur fyrirtæki og telst vera fær um það er allra manna hæfastur til þess að dæma um það hvort tölva kæmi að gagni. Hann veit hvernig verkefnin eiga að vinnast, hann veit hvaða upplýsingar kæmu að gagni og hann getur, ef ástæða er til, ákveðið að tölva skuli í engu breyta því verkskipulagi sem hefur þróast í fyrir- tækinu. Við verðum aö hafa það i huga að breytingar eru alls ekki alltaf nauð- synlegar, — það er einfaldlega hægt aðgera þá kröfu til tölvukerfis að það breyti ekki starfsskipulagi fyrirtækis heldur sé aðlagað aðstæðum og þörf- um í fyrirtækinu og um þau atriði er enginn færari um að dæma en sá sem stjórnar fyrirtækinu, jafnvel þótt hann telji sig ekki hafa neitt vit á tölvum. Hann þarf því ekki að treysta sölu- mönnum frekar en hann vill og hann þarf ekki að fara á námskeiö þótt hann hefði áreiðanleg bæði gagn og gaman af því. Hann setur niður fyrir sér hvernig verkefnin eigi að vinna, í hvaða röð og að hvaða marki, hvaða upplýs- ingar hann vill fá, hvenær og í hvaða röð. Síðan leggur hann verkefnið fyrir tölvuseljandann sem verður að finna lausnina. Þá lausn getur stjórnandinn metið með því einu að skoða hana. Tölvuseljandinn verður að koma með sýnishorn af þvi sem tölvan vinnur af verkefnum og sá sem getur lesið dag- blað getur einnig lesið tölvuútskriftina og metið: ,,Er þaö svona sem ég vil fá þetta unnið, eru þetta upplýsingarnar sem ég vil fá og þarf að fá?" Sá sem kaupir tölvukerfi án þess að hafa áður séð sýnishorn af öllum þeim verkefnum sem tölvan á að vinna má gera ráð fyrir því að kaupa köttinn í sekknum. Og síðasta tilgátan um sölumennsk- una: Sölumennska er að mörgu leyti furðulegt fyrirbæri. í flimtingum er sagt Höfum tilbúin forrit fyrir: FJÁRHAGSBÓK- HALD LAUNABÓKHALD LAGERBÓKHALD FÉLAGASKRÁR Tölvuþjónustan Kaupvangsstræti 4 Pósthólf 735 602 Akureyri Sími: %-21505 Tökum að okkur kerfissetningu og forritun. 46 BETRI UPPLYSINGAR BÆTTUR REKSTUR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.