Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.11.1980, Qupperneq 51
flugfélaganna. En þau eiga töluveröa sök sjálf. Með samkeppnishömluaf- náminu var auðvitað viðbúið að far- gjöld myndu lækka þó nokkuð, en það bjóst enginn við aö þau lækkuðu svona gífurlega. Sú varð þó nánast raunin. í tilraunum til að drepa af sér önnur félög og ná til sín sem mestu af markaðinum, buðu flugfélögin fargjöld sem þýddu að þau flugu með stórfelldu tapi. Svo bitu menn á jaxlinn og biðu eftir að hinir dræpust. Það má líka búast við að þegar upp verður staðið hafi fækkað um nokkur flugfélög. Svo virðist sem sum flugfé- lögin að minnsta kosti, séu farin að gera sér grein fyrir að það sé ekki víst að þau græði á þessu. Undir lok síðasta mánaðar urðu til dæmis stóru flugfélögin fjögur, í innanlandsfluginu í Bandaríkjunum, sammála um að þetta væri ekki hægt lengur. Þau tilkynntu um 118% hækk- un á fargjöldum milli austur- og vesturstrandarinnar. önnur flugfélög hafa gripið til ýmissa ráða til að stöðva eða minnka tap- reksturinn. SAS er að draga úr fjölda ferða, segja upp fólki og selja fasteignir og flugvélar. Sömu sögu er að segja um British Airways og mörg fleiri flugfélög. Hvað flugvélar snertir er ekki auðvelt að selja þær, eins og Flugleiðir hafa rekið sig á. Gífurlegt offramboð á sætum hefur leitt til þess að rúmlega sjötíu breiöþotur eru á sölulista, hjá hinum ýmsu flugfé- lögum. Og gífurlegar eldsneytishækk- anir hafa leitt til þess að margar flug- vélategundir eru ekki arðbærar lengur, eins og til dæmis Boeing 707 og eldri gerðirnar af Boeing 727, sem seljast því ekki heldur. Vantar 100 milljarða Og þar erum við komin að einni meginorsök þess að flugfélögunum er eins gott að hætta öllum áhætturekstri, og Jeika" sér ekki að því að tapa, með því að reyna að bola burt keppinaut með undirboöum: Á næstu tíu árum verða þau að finna einhversstaðar níutíu til hundrað mill- jarða dollara til að endurnýja flugvéla- kost sinn. Með stöðugt hækkandi eldsneyti og öðrum rekstrarliðum er lífssþursmál fyrir félögin að geta keypt nýju, sparneytnu vélarnar sem nú eru að byrja að rúlla út úr verksmiðjunum. Þaó verður ekki auðvelt fyrir flugfé- lögin að fjármagna þessi kaup, sumir segja raunar að það verði ómögulegt. Forstjórar evrópskra flugfélaga eru flestir lítið hrifnir af „frelsisgjöf' Cart- ers, nema helst Freddie Laker. En for- stjórar evrópskra flugfélaga eru líka lítið hrifnir af Freddie Laker. Carl-Olov Munkberg, forstjóri SAS, sagði nýlega í viðtali að hinar nýju reglur Carters hefóu engum gert gott. Flugfélögin töpuðu á þeim og þjónusta á innanlandsflugi í Bandaríkjunum væri stórum verri en áður. Flugfélögin hafa nefnilega ekki ein- asta rétt til að ákveða sjálf fargjöldin. þau ráða líka til hvaða staða þau fljúga. Og ótal staðir eru nú flugsamgöngu- lausir vegna þess að félögin telja ekki borga sig aö fljúga þangað. Munkberg gat þess að rætt hefði verið um að taka upp þessa stefnu í Evrópu og kvaðst vona innilega að menn hefðu lært það mikið af reynsl- unni að til þess kæmi ekki. Aðspurður um Laker, sagði Munk- berg að hann væri nú að reyna að vinna sér markað til Austurlanda fjær og það væri eðlileg afleiðing óeðlilegr- arfargjaldastefnu. „Laker byrjaði á hræódýrum far- gjöldum yfir Norður-Atlantshafið. Önn- ur flugfélög lækkuðu til samræmis, til að vernda sinn markað. Við það minnkaði sætanýtingin hjá Laker svo mikiðaö það er nú tap á þessu flugi. Og til aö reyna að halda sér á floti þarf hann aðra gullgæs." Auk þess að skera niður ferðir er SAS nú að hyggja að vélum sem eru ódýrari í rekstri en þær sem félagið er nú með í þjónustu sinni. Það er búið að fá tvær þotur af gerðinni Airbus og verið er aö ..leggja" eldri þotum, eins og fyrstu „módelunum" af DC-9. Þá er félagið farið að líta aftur á skrúfuþotur, eins og raunar mörg önn- ur félög, því þær eyða mun minna eldsneyti en þotur. Skrúfuvélarnar yrðu þó aðeins í notkun á stuttum innanlandsflugleiðum. Sú tegund sem SAS hefur einna mestan áhuga á er Fokker Friendship, eins og Flugleiðir nota í innanlands- fluginu hér á landi. En það er með SAS eins og önnur félög, tapreksturinn gerir að verkum aó það verður enginn leikur aö fjármagna kaupin á nýju, sparneytnu vélunum sem félagið VERÐUR að fá sér. Tregt um lán Undanfarinn áratug, og lengur, hef- ur flugfélögunum reynst auðvelt að fá langtíma lán, með hagstæðum kjörum. En undanfarinn áratug hafa þau líka grætt á tá og fingri og farþegaaukn- ingin hefur verið 9,7% á ári. Nú er verulegt rekstrartap hjá flest- öllum félögunum og sérfræðingar spá því að vegna efnahagssamdráttarins verði farþegaaukning næsta áratug ekki nema 5,5%. Bankamenn eru því ekki jafn óðfúsir og áður að hjálpa til við að fjármagna kaup á nýjum flug- vélum. Framtíðarspár eru alltaf erfiðar, ekki síst í flugmálum. Það má þó telja nokk- uð Ijóst að einhver flugfélög muni ekki lifa af þessa kreppu. Því færri sem flugfélögin eru þeim mun sterkari verður aðstaöa þeirra til að selja far- miða á það háu verði að hagnaður (jafnvel mikill) sé tryggður. Og þá er spurningin sú hvort ekki sé búið að fara heilan hring til lítils, því hrun flugfélaga hefur geysilega víðtæk áhrif og í mörgum stéttum og starfs- greinum, eins og hefur verið að koma fram hér á landi. Forstjórar flugfélaga eru líklega allir fylgjandi frjálsri samkeppni, en telja flestir að hún megi ekki vera alveg hömlulaus. Flugið er svo flókið dæmi og þar er svo margra hagsmuna að gæta að um þaö verða að gilda ein- hverjar reglur. Flugleiðir: Hluti launa og eldsneytis af rekstrar- kostnaöi: ae O) Ö CsJ Lf> if> & o> o> r- CM 00 o> h- ð* 00 c6 * T“ co CM CM r>- * T— oá CM Laun Eldsneyti 1975 1976 1977 1978 1979 1980 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.