Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 52

Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 52
Nýju veitingahúsin Versalir í sinni nýju mynd. Fyrra form vcitingahússins reyndisf fyrsf og frcmsf vinsælt um hclgar, en með nýju rekstrarformi er boðið upp á breiðara svið þjónustu og verðlags, sem þjónar sínu umhverfi betur. Það hefur vakið athygli að á skömmum tíma hafa verið opnuð í Reykjavík og nágrenni meira en tíu ný veitingahús. Þetta er ekki síst athyglisvert fyrir það, að eig- endur þeirra, sem fyrir eru, hafa gjarnan kvartað yfir því að illa gangi og samkeppnin sé erfið við mötuneyti hins opinvera. Þá hefur sú breyting orðið á, að nokkur þessara veitingahúsa hafa fengið vínveitingaleyfi. Sum hafa fengið leyfi til allra vinveitinga, en önnur til að veita létt vín. Þetta hefur haft þau áhrif að hægt er að fara út að borða fyrir talsvert minna fé en áður var hægt, þó að menn vilji geta fengið vínglas með matnum. Þá er það einnig athyglisvert að mörg þessara nýju veitingahúsa eru í miðbænum í Reykjavík og hafa haft veruleg áhrif í þá átt, að lífga aftur upp á bæinn, en þar var orðið heldur dauflegt um að litast á kvöldin. En einnig hafa þessir staðir risiö í íbúðarhverfum og iðnaðar- og verslunarhverfum og virðist við fyrstu sýn flestum vegna vel. Framfarir í fiskréttum Það er einnig athyglisvert að flestir þessara nýju staða leggja mikla áherslu á fiskrétti eða á steikur, sem ef til vill gefur vís- bendingu um breyttar matarvenjur okkar íslendinga. Hefðbundin eldamennska á fiski, soðin ýsa með einhverri feiti, virðist vera á undanhaldi og fólk er loksins að átta sig á því ágæta hráefni, sem við eigum kost á, umfram flest annað fólk. En það er ekki aðeins í fiskrétt- um sem framfarir hafa orðið. Svo er að sjá sem meðferð nautakjöts hafi batnaö, til muna, því að nú er hægt að fá æði góðar steikur, sem mátti teljast borin von fyrir fáum árum. Nautgripirnir eru þeir sömu, svo að meðferðin hlýtur að hafa batnað. Þá fást nú orðið þokka- legir hamborgarar, sem eru miklu betri en hægt var aó fá fyrir fáum árum. I Miðbænum við Lækjartorg er að finna þrjú ný veitingahús. Það eru Nessý, í innganginum að Nýja Bíói, sem sérhæfir sig í hamborg- urum og kjúklingum, Borgarinn á 52

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.