Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 60

Frjáls verslun - 01.11.1980, Síða 60
VIP biðsalir á erlendum flugvöllum Við íslendingar njótum ekki þeirra þæginda að geta flogið á fyrsta farrými og fæstir íslendingar hafa aðgang að svonefndum VIP biðsölum á erlendum flugvöllum. Þjóðar- leiðtogar, frægtfólk og ríkir kaupsýslumenn eru venjulega fluttir beint í slíka sali, án þess að óska eftir því, en aðrir geta notið þeirra þæginda fyrir greiðslu, á hvaða farrými sem þeir ferðast. Sem dæmi má nefna að þegar nýja flugstöðin í Atlanta var opnuð í september síðast- liðnum opnaði Eastern Airlines tvo slíka sali. Annar er skreyttur mjög nýtískulega, en hinn á hefðbundinn suðrænan hátt. Menn sem eru aðilar að klúbbum, sem flugfélögin hafa stofnað, koma oft á flugvelli fyrr en ella og slappa þar af í rólegu umhverfi og jafnvel vinna fyrir brottför. Sumir klúbbarnir bjóða margvíslega þjónustu, en eins og reyndur ferðamaður komst að orði er það mest virði að komast frá barnafjölskyldunum, bak- pokaliðinu og fólkinu sem er á brúðkaupsferðum. Auk rólegs umhverfis er yfirleitt að finna dagblöð og tímarit, ókeypis innanbæjarsímtöl, litasjónvarp, ókeypis kaffi eða gosdrykki og áfenga drykki á kostnaöarverði. Oft er hægt að bóka sig inn í flug og losna þannig viö biðraðir. Hér á eftir fara nokkrir slíkir klúbbar og kostnaður viö að ganga í þá. AER LINGUS tekur 25 dollara fyrir aðila að Tara Circle, sem hefur biöstofur á nokkrum flugvöllum.en býðurauk þess tryggðarbókanir í26 hótelum íBandaríkjunum og Evrópu. AIR FRANCE býður Service Plus kort til ferðamanna sem feröast oft og býður auk þess völdum mönnum aðild að Club des 2000, sem veitir margvíslega þjónustu. Þeir bjóða ekki aðild fyrir gjald. AMERICAN AIRLINES, P.O.Box 61616, Dallas—Fort Worth Airport, Texas 75261. Það kostar45 dollara á ári eða 450 dollara til æviloka að gerast meðlimur í Admirals Club í 15 stórborgum. Ókeypis kort fyrir maka. BRANIFFINTERNATIONAL, P.O.Box 61747, Dallas-Fort Worth Airport, Texas, 75261. Council Club er í 11 borgum í Bandaríkjunum og 6 í öðrum löndum og kostar 35 doolara á ári, 90 dollara fyrir þrjá og 300 dollara til æviloka. Ókeypis kort fyrir maka og ókeypis drykkir utan Bandaríkjanna. BRITISH AIRWAYS gefa út VIP kort, ef það er samþykkt af söludeild félagsins, sem veitir aðgang að einkabiðstofum. Félagið býður einnig Peerage Plan, sem veitir aðild að 35 einkaklúbbum í London og nágrenni fyrir 100 dollara á ári. CONTINENTAL AIR LINES INC. c/o Karen Lemons, 7300 World Way West, Los Angeles, Cal. 90009. Fyrsta árið í Presidents Club kostar 65 dollara og síðan 35 dollara á ári. 300 dollara um aldur og ævi. Klúbburinn er á sex stöðum i Bandaríkjunum. EASTERN AIR LINES INC. Miami International Airport, Miami Fla. 33148. Árgjald í lonosphere Club er 40 dollarar á ári, 160 í fimm ár og 400 til æviloka. Ókeypis fyrir maka. Klúbbar á 24 flugvöllum. PAN AMERICAN WORLD AIRWAYS. Pan Am Building, New York, N.Y. 10017. Clipper Club er sá stærsti sem nokkurt flugfélag hefur og er alls á 31 stað um allan heim. Árgjald er 50 dollarar, 135 dollararfyrir 3 ár og 500 til æviloka. Makar ókeypis. Þeir sem eru í Sun King klúbb National Airlines nota einnig Clipper Club, þar sem félögin hafa sameinast. TRANS WORLD AIRLINES INC. 605 Third Ave. New York, N.Y. 10016. Árgjald Ambassador Club er 35 dollarar og 500 til æviloka. Árgjald maka er 10 dollarar. Hann er á 17 stöðum í Bandaríkjunum og 4 í Evrópu. UNITED AIR LINES INC. P.O. Box 2247, Boston Mass. 02107. Gjöld í Red Carpet Club eru 35 á ári, 525 dollarar til æviloka. Kort maka 10 dollarar. WESTERN AIRLINES INC. Box 92005, Los Angeles, Calif. 90009. Horizon Club er á 13 stöðum og kostar 40 dollara á ári og 10 dollara fyrir maka. Flest eða öll flugfélög í Vestur-Evrópu bjóða upp á hliðstæða þjónustu, að minnsta kosti á flugvöllum í heimaborgum sínum. Óhætt er aö fullyrða að fyrir þá sem ferðast mikið, er það þess virði að vera í slíkum klúbbum, þarsem varla fer hjá þvíað menn þurfi að bíða á flugvöllum af og til. Það þarf varla að skýra það fyrir vönum ferðamönnum hversu miklu betra það er aö bíða annarsstaðar en til dæmis í aðal biðsalnum á Heathrow Airport í London, þar sem þrengsli geta verið með ólíkindum. 60

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.