Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 17
að staðaldri við útgáfustarfsem-
ina, sölu auglýsinga og venjuleg
skrifstofustörf, auk þess sem fjöldi
fólks starfar lausráðið eða að á-
kveðnum verkefnum á vegum fyr-
irtækisins. Frjálst Framtak hf. festi
kaup á efri hæð hússins að Ármúla
18 árið 1977 fyrir starfsemi sína of
hefur síöan verið þar með rekstur
sinn, nema þá sem lúta að prentun
og lokaundirbúningi fyrirfram. Það
starf fer fram í prentsmiðjum sem
fyrirtækið hefur samið við.
Magnús Hreggviðsson var
spurður að því hvort einhverjar
breytingar yrðu á vinnslu blað-
anna á næstunni. Hann kvað ekki
verulegra breytinga að vænta frá
því sem nú væri orðið. Starfsfólki
yrði ekki fækkað fyrst í stað, enda
þyrfti fyrirtækið að auka talsvers
við m^gn útgáfunnar fram að ára-
mótuín í samanburði við þau af-
köst sem verið hafa að undan-
förnu.
— Útgáfan var orðin á eftir á-
ætlun, sagði Magnús, og það
er töluvert átak aö koma henni á
réttan kjöl og tryggja að framvegis
komi blöðin út á réttum tíma, sem
ég tel vera afar mikið atriði. Það
sem eftir lifir af árinu eru þannig
væntanleg alls 25 tölublöð, nýjar
útgáfur af tímaritum Frjáls Fram-
taks hf. Þá er einnig hafinn undir-
búningur af útgáfu uppsláttarbók-
arinnar „íslensk Fyrirtæki", en
það er mikið verk. Bókin hefur
tekið miklum stakkaskiptum að
undanförnu og enn verður lögð á-
hersla á að auka efni hennar og
gera allar upplýsingar sem hún
hefur að geyma sem áreiðanleg-
astar. Þá er einnig stefnt að því að
bókin komi fyrr út á næsta ári, en
verið hefur til þessa.
Magnús sagði ennfremur að
fyrirtækið myndi halda áfram við-
skiptum við þær prentsmiðjur sem
unnið hefðu mest fyrir það nú að
undanförnu. Á því sviði er Prent-
stofa G. Benediktssonar mikilvirk-
ust.en Prentsmiðjan Hólarprentar
blaö Flugleiða ,,Við Sem Fljúg-
um". Að einu leyti hefur orðið
veigamikil breyting í framleiðsl-
unni. Tískublaöið Líf sem hefur
verið prentað í Bandaríkjunum frá
upphafi mun nú verða prentað hjá
Prentsmiðjunni Odda hf.
Það kom fram í fréttatilkynningu
um eigendaskiptin hjá Frjálsu
Framtak hf. í maíbyrjun að fyrir-
tækið hefði átt við vissa örðugleika
að etja. Af þessu tilefni var Magnús
spurður hversu alvarleg vandamál
hefðu verið á ferðinni og hvort séð
færi fyrir endann á þeim.
— Það eru miklir erfiðleikar í
rekstri flestra fyrirtækja á íslandi
um þessar mundir, sagði Magnús.
— Því er hvorki að neita né leyna
að þeirra hafði einnig orðið vart
hjá þessu fyrirtæki. Rekstraröró-
ugleikar og rekstrarfjárskortur eru
nánast sem álög á atvinnurekstri á
íslandi og stjórnendur flestra fyr-
irtækja þurfa að eyða mikilli orku í
að greiða fram úr þeim málum.
Þegar ég tók við fyrirtækinu gerði
ég áætlun um endurskipulagningu
og uppbyggingu þess og hún hef-
ur staðist að öllu leyti til þessa. Ég
hef lokið samningum við flestalla
viðskiptaaðila fyrirtækisins og
lánardrottna, sem segja má að hafi
upp til hópa mætt mér af mikilli
velvild, skilningi og raunsæi.
— Talinu var aftur vikið að fyr-
irtæki Magnúsar, ,,Tölvubókhald
og Ráðgjöf". Það fyrirtæki hefur
annast bókhaldsþjónustu og gerð
rekstraráætlana fyrir nokkuð á
fjórða hundrað aðila. Umsvif hvers
og eins hafa vitanlega verið mis-
jöfn, en Magnús hefur þó takist á
viö veigamikil og krefjandi verk-
efni. Hann nefndi eitt þeirra:
— Árin 1978 og 1979 vann ég
að endurskoðun á rekstri Sanitas
hf. fyrir þáverandi eigendur sem
voru meðal viðskiptamanna fyrir-
tækis míns. Ég átti þátt í upphafi á
uppstokkun og endurskipulagn-
ingu Sanitas sem leiddi til þátttöku
Páls G. Jónssonar í Polaris með
eignaraðild hans að fyrirtækinu.
Þetta var mjög áhugavert verkefni
en vegna þess að ég hafði þjónað
fyrri eigendum taldi ég rétt aó
draga mig í hlé og gefa hinum nýja
eiganda kost á því að fá aðra í
minn stað.
Þegar eigendaskiptin urðu að
Frjálsu Framtaki hf. komust brátt
margskonar sögur á kreik um að
hinir og þessir nafnþekktir menn
stæðu á bak við Magnús. Hann var
spurður um sannleiksgildi þessara
sögusagna.
— Það hefur komið mér á óvart
hversu koma mín aö fyrirtækinu
hefur vakið mikla athygli, sagði
Magnús, — að ég tali nú ekki um
allar sögusagnirnar sem maður
hefur heyrt utan að sér. Ég hef
vissulega heyrt það sjálfur aö
nafntogaðir fjármálamenn stæðu
að baki mér í þessu. Ég tel það
vafasaman heiður að vera nefndur
í sömu andránni og ýmsir sem til-
nefndir hafa verið. Ég vil nota
þetta tækifæri til þess að undir-
strika það að ég vinn að þessu
einn. Stuðningurinn sem ég hef
fengið er frá eiginkonu minni og
systkinum og allt nýtt hlutafé sem
kemurinn ífyrirtækiðerfrásjálfum
mér komið og engum öðrum.
Þótt starfsdagur Magnúsar sé
jafnan langur, eða frá klukkan sjö
á morgnana og fram eftir kvöldi og
tómstundir þvífáar og stopular var
hann spurður að því hver aðalá-
hugamál hans væru fyrir utan
starfið.
— Ég verð að játa það, svaraði
Magnús þessari spurningu,— að
ég er með bíladellu á háu stigi, en
auk þess hef ég mikinn áhuga á
bátum og á það sjálfsagt rætur að
rekja til sjómennskunnar á náms-
árum mínum. Ég hef einnig áhuga
á veiðiskap og reyni að fara í
nokkra veiðitúra yfir sumartímann.
Þá hef ég einnig mikinn áhuga á
bókum — les mikið og reyni að
fylgjast með eins mikið og mögu-
legt er. Ég tel það einnig nauð-
synlegt að reyna að fylgjast eins
vel með á mínu sviði og mögulegt
er og því fer jafnan töluverður tími
hjá mér í lestur fagrita og annars
slíks fræðiefnis.
Lokaorð Magnúsar Hreggviðs-
sonar íviðtalinu snerust um Frjálst
Framtak hf.
— Með árunum hef ég öðlast
góða innsýn í margháttaðan
rekstur og vandmál hans og hef
verið þátttakandi í að leysa rekstr-
arvandamál fyrirtækja. Ég kynnti
mér einnig stjórnun fyrirtækja í
Bandaríkjunum þar sem ég var um
skeið í háskóla. Allt þetta kemur
mér nú að góðum notum. Ég gerði
í upphafi rekstraráætlun fyrir þetta
fyrirtæki og segja má að nú sjái
brátt fyrir endann á fyrsta áfanga
þeirrar áætlunar. Hann hefur
gengið ágætlega upp og það hefur
aukið mér enn bjartsýni á að upp-
stokkun á rekstri fyrirtækisins
muni takast. Ég hef sett mér það
markmið að Frjálst Framtak hf.
verði í framtíðinni þekkt fyrir
vönduð tímarit og áreiðanleika í
viðskiptum.
17