Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 43
næst hæst hlutfall af viðskiptavin-
um úr grannsveitfarfélögunum á
eftir Hagkaupum (24%), en um
helmingur þeirra kemur frá Sel-
tjarnarnesi. J.L. húsið er með vítt
markaðssvið miðað viö hinar stór-
verslanirnar. Tiltölulega fleiri við-
skiptavinir koma frá fjarlægari
hverfum á föstudeginum en mið-
vikudeginum, sem sýnir að J.L.
húsið er ekki síður stórmarkaður
en hverfismiðstöð. J.L. húsið hafði
hæst hlutfall af öllum stórverslun-
unum, af þeim sem voru að versla
frá vinnustað (45%).
Vinnustaðirnir eru flestir norð-
austan við J.L. húsið, í gamla
Vesturbænum, (hafnarsvæðið), í
miðbænum, við Háskólann og í
Rauðarárholtinu.
um, þótt ekki séu jafn margir frá
grannsveitarfélögunum (12%) og
hjá Hagkaupum og J.L. húsinu.
Það er greinilegt, að fleiri við-
skiptavinir koma úr fjarlægari
hverfum, utan 2 km fjarlægðar, á
föstudeginum en á miðvikudegin-
um, t.d. úr Fossvogshverfi og
Breiðholti. Þeir sem versla frá
vinnustöðum koma flestir frá nær-
liggjandi vinnustöðum í Ármúlan-
um, en mjög fáir frá vinnustöðum í
miðbænum, enda umferðartengsl
þar á milli oft erfið á álagstímum í
umferðinni (könnunin fór fram milli
kl. 15 og 18).
Vörumarkaðurinn
Vörumarkaðurinn er líkt og
Hagkaup með tiltölulega jafna
dreifingu viðskiptavina og marga
viðskiptavini úr fjarlægum hverf-
J.L. húsið
J.L. húsiðerekkijafn miðsvæðis
í borginni og hinar stórverslanirn-
ar, ef Stórmarkaður KRON er
undanskilinn. Stærsti hluti við-
skiptavinanna koma því úr Vestur-
bænum og Gamla bænum, en
mjög fáir úr hverfum miðsvæðis í
borginni, þar sem margar stór-
verslanir eru staðsettar.
Aftur á móti versla ótrúlega
margir, sem búa í Árbæjar- og
Breiðholtshverfum i J.L. húsinu og
munu flestir þeirra vinna vestar-
lega í borginni eöa eiga oft þangað
önnur erindi. J.L. húsið er með
í nýlegri grein í tímaritinu The
Planner (1981) rekur Russell
Schiller nokkrar helstu niður-
stöður rannsókna í Bretlandi um
áhrif nýrra stórmarkaða á verslun
umhverfis þá. Þeir sem versluðu
mest í stórmörkuðum reyndust
vera; yngra fjölskyldufólk, bíleig-
endur og þeir sem vildu gera sem
mest viðskipti á sama stað.
Búðir innan göngufjarlægðar
frá nýjum stórmarkaði misstu 30 til
50% af sölu til stórmarkaðarins.
Verslanir innan 5 mínútna akst-
urstíma frá stórmarkaði misstu
25% til 31% af veltu sinni og enn
fjarlægari verslanir yfirleitt minna
en 10%. Stórar verslanir misstu yf-
irleitt hlutfallslega meira af veltu
sinni en minni búðir, og veltan í
litlum búðum nálægt nýjum stór-
mörkuðum jókst yfirleitt.
Leiða til lækkaðs
vöruverðs
Tilkoma nýrra stórmarkaða hef-
ur yfirleitt ekki leitt til stórfelldrar
fækkunar á verslunum í nágrenn-
inu, þetta er þó erfitt að meta, því
litlum matvöruverslunum hefur
fækkaö mjög í breskum borgum á
undanförnum árum, jafnt þar sem
áhrifa stórmarkaða gætir ekki. Til-
koma stórmarkaða hefur oft leitt til
lækkaðs vöruverðs í nærliggjandi
verslunum.
Áhrif stórmarkaðs á það versl-
unarmynstur sem fyrir er, ræðst
mjög af staðsetningu hans. Nýr
stórmarkaður í miðbæ, við eldri
verslunarmiðstöð og á útjaðri
byggðar í stórum borgum dregur
yfirleitt ekki mjög úr veltu þeirra
verslana sem fyrir eru. Nýr stór-
markaður utan við smábæ eða í
úthverfi getur haft slæm áhrif á þá
verslun sem fyrir er.
Tilfærsla á
veltumagni
Dæmi er nefnt um að með til-
komu stórmarkaðar í miðbæ í lítilli
borg í Bretlandi hafi velta dag-
vöruverslana í miðbænum minnk-
að um fjórðung en vaxtarkippur í
ýmiskonar þjónustustarfsemi
meira en bætti það tap upp. Annað
dæmi er nefnt um að með tilkomu
nýs stórmarkaðar í eldri verslunar-
miðstöð hafi fjöldi viðskiptavina
aukist um helming. Lítil aukning
varð þó í veltu hjá þeim verslunum
sem fyrir voru og varð töluverð til-
færsla á veltumagni milli verslana.
Kjörbúð sem fyrir var í verslunar-
miðstöðinni missti mikil viðskipti,
en lítil sérhæfð matvöruverslun
hélt vel sínum viðskiptavinum, svo
dæmi séu nefnd.
Áhrif stórmarkaða í Bretlandi í
undanfarna áratugi hafa verið
minni en margir huguðu, því
mannfjölgun og kaupmáttaraukn-
ing hefur eytt þessum áhrifum.
Stöðnun mannfjölgunar og kaup-
máttaraukningar síðustu árin í
Bretlandi breytir myndinni að
sjálfsögðu. í fyrstu var talið að nýir
stórmarkaðir myndu drepa alla
verslun í næsta nágrenni, en í raun
draga þeir að sér akandi við-
skiptavini frá stóru svæði. í dreif-
býli hafa stórmarkaöir skapað erf-
iöleika fyrir þá sem ekki hafa bíl til
umráða, því þeir hafa iðulega leitt
til lokunar þorpsverslana.
43