Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.03.1982, Qupperneq 43
næst hæst hlutfall af viðskiptavin- um úr grannsveitfarfélögunum á eftir Hagkaupum (24%), en um helmingur þeirra kemur frá Sel- tjarnarnesi. J.L. húsið er með vítt markaðssvið miðað viö hinar stór- verslanirnar. Tiltölulega fleiri við- skiptavinir koma frá fjarlægari hverfum á föstudeginum en mið- vikudeginum, sem sýnir að J.L. húsið er ekki síður stórmarkaður en hverfismiðstöð. J.L. húsið hafði hæst hlutfall af öllum stórverslun- unum, af þeim sem voru að versla frá vinnustað (45%). Vinnustaðirnir eru flestir norð- austan við J.L. húsið, í gamla Vesturbænum, (hafnarsvæðið), í miðbænum, við Háskólann og í Rauðarárholtinu. um, þótt ekki séu jafn margir frá grannsveitarfélögunum (12%) og hjá Hagkaupum og J.L. húsinu. Það er greinilegt, að fleiri við- skiptavinir koma úr fjarlægari hverfum, utan 2 km fjarlægðar, á föstudeginum en á miðvikudegin- um, t.d. úr Fossvogshverfi og Breiðholti. Þeir sem versla frá vinnustöðum koma flestir frá nær- liggjandi vinnustöðum í Ármúlan- um, en mjög fáir frá vinnustöðum í miðbænum, enda umferðartengsl þar á milli oft erfið á álagstímum í umferðinni (könnunin fór fram milli kl. 15 og 18). Vörumarkaðurinn Vörumarkaðurinn er líkt og Hagkaup með tiltölulega jafna dreifingu viðskiptavina og marga viðskiptavini úr fjarlægum hverf- J.L. húsið J.L. húsiðerekkijafn miðsvæðis í borginni og hinar stórverslanirn- ar, ef Stórmarkaður KRON er undanskilinn. Stærsti hluti við- skiptavinanna koma því úr Vestur- bænum og Gamla bænum, en mjög fáir úr hverfum miðsvæðis í borginni, þar sem margar stór- verslanir eru staðsettar. Aftur á móti versla ótrúlega margir, sem búa í Árbæjar- og Breiðholtshverfum i J.L. húsinu og munu flestir þeirra vinna vestar- lega í borginni eöa eiga oft þangað önnur erindi. J.L. húsið er með í nýlegri grein í tímaritinu The Planner (1981) rekur Russell Schiller nokkrar helstu niður- stöður rannsókna í Bretlandi um áhrif nýrra stórmarkaða á verslun umhverfis þá. Þeir sem versluðu mest í stórmörkuðum reyndust vera; yngra fjölskyldufólk, bíleig- endur og þeir sem vildu gera sem mest viðskipti á sama stað. Búðir innan göngufjarlægðar frá nýjum stórmarkaði misstu 30 til 50% af sölu til stórmarkaðarins. Verslanir innan 5 mínútna akst- urstíma frá stórmarkaði misstu 25% til 31% af veltu sinni og enn fjarlægari verslanir yfirleitt minna en 10%. Stórar verslanir misstu yf- irleitt hlutfallslega meira af veltu sinni en minni búðir, og veltan í litlum búðum nálægt nýjum stór- mörkuðum jókst yfirleitt. Leiða til lækkaðs vöruverðs Tilkoma nýrra stórmarkaða hef- ur yfirleitt ekki leitt til stórfelldrar fækkunar á verslunum í nágrenn- inu, þetta er þó erfitt að meta, því litlum matvöruverslunum hefur fækkaö mjög í breskum borgum á undanförnum árum, jafnt þar sem áhrifa stórmarkaða gætir ekki. Til- koma stórmarkaða hefur oft leitt til lækkaðs vöruverðs í nærliggjandi verslunum. Áhrif stórmarkaðs á það versl- unarmynstur sem fyrir er, ræðst mjög af staðsetningu hans. Nýr stórmarkaður í miðbæ, við eldri verslunarmiðstöð og á útjaðri byggðar í stórum borgum dregur yfirleitt ekki mjög úr veltu þeirra verslana sem fyrir eru. Nýr stór- markaður utan við smábæ eða í úthverfi getur haft slæm áhrif á þá verslun sem fyrir er. Tilfærsla á veltumagni Dæmi er nefnt um að með til- komu stórmarkaðar í miðbæ í lítilli borg í Bretlandi hafi velta dag- vöruverslana í miðbænum minnk- að um fjórðung en vaxtarkippur í ýmiskonar þjónustustarfsemi meira en bætti það tap upp. Annað dæmi er nefnt um að með tilkomu nýs stórmarkaðar í eldri verslunar- miðstöð hafi fjöldi viðskiptavina aukist um helming. Lítil aukning varð þó í veltu hjá þeim verslunum sem fyrir voru og varð töluverð til- færsla á veltumagni milli verslana. Kjörbúð sem fyrir var í verslunar- miðstöðinni missti mikil viðskipti, en lítil sérhæfð matvöruverslun hélt vel sínum viðskiptavinum, svo dæmi séu nefnd. Áhrif stórmarkaða í Bretlandi í undanfarna áratugi hafa verið minni en margir huguðu, því mannfjölgun og kaupmáttaraukn- ing hefur eytt þessum áhrifum. Stöðnun mannfjölgunar og kaup- máttaraukningar síðustu árin í Bretlandi breytir myndinni að sjálfsögðu. í fyrstu var talið að nýir stórmarkaðir myndu drepa alla verslun í næsta nágrenni, en í raun draga þeir að sér akandi við- skiptavini frá stóru svæði. í dreif- býli hafa stórmarkaöir skapað erf- iöleika fyrir þá sem ekki hafa bíl til umráða, því þeir hafa iðulega leitt til lokunar þorpsverslana. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.