Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 39

Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 39
Stórverslun Hagkaupa í Reykjavík. niöurstöður könnurnarinnar eru þær, að verslun í stórverslunum er að aukast miðað við eldri kannan- ir. Um 80% þátttakenda komu ak- andi til að versla. Rúm 60% versl- unarferða í stórverslun eru gerðar beint frá heimili og 72% þátttak- enda fóru aðeins á þennan eina verslunarstað íferðinni. Mjög vítt markaðssvið Markaðssvið stórverslananna reyndist mjög vítt, eða allt höfuö- borgarsvæðið auk utanbæjarvið- skipta. Áhrif fjarlægöar og sam- keppni eru þó greinileg sem sjá má af því að viðskiptavinir úr Hafnar- firði eru fáir. Rúm 30% viöskipta- vina Hagkaupa á könnunartíma voru búsettir utan höfuðborgar- svæðisins, en meöaltal allra sex stórverslananna í þessu tilliti var 18%. Aðdráttarafl (þ.e. fjöldi við- skiptavina eftir fjarlægð) stórmark- aðanna, s.s. Hagkaupa er mun meira en stóru hverfismiðstöðv- anna, t.d. Austurvers. Það voru rúmlega 20 þúsund manns, sem gengu inn um aðal- inngang allra sex stórverslan- anna, alla þrjá daga könnunarinn- ar, miðvikudag, föstudag og laug- ardag. Könnunartíminn var sam- tals 9 klukkustundir. Á þeim tíma gengu að meðaltali 380 manns inn í hverja stórverslun á hverjum klukkutíma. Þessar tölur eiga við alla einstaklinga, börn og full- orðna og er því eiginleg tala við- skiptavina lægri. Hlutur Hagkaupa langstærstur Hlutur Hagkaupa er langstærst- ur meö nærri helmingi fleiri við- skiptavini á könnunartíma en Glæsibær, sem er næstur í röð- inni. Austurver, og í minna mæli Glæsibær og J.L. húsið, virðast byggja viðskipti sín að stórum hluta á daglegri verslun hverfis- búa, því að aukning viðskiptavina föstudag og laugardag (stór helg- arinnkaup) er ekki jafn mikil og hjá flestum hinna stórverslananna. Þá kemur í Ijós, að fjöldi viðskiptavina eykst eftir því sem nær dregur lokunartíma. Þannig komu um 160 viðskiptavinir á hverju korteri til Hagkaupa á milli kl. 15 og 16 á föstudeginum en um 300 á milli kl. 18 og 19. í stuttu máli voru helstu niður- stöður af svörum viðskiptavina þessar varðandi verslunarhætti þeirra í stórverslunum: Hvaða vöruflokkar voru keyptir? Rúmlega % hlutar allra þátttak- enda fóru i stórverslanir til að kauþa matvöru, og heldur fleiri á föstudeginum en á miövikudegin- um. Austurver og Stórmarkaður KRON eru aðallega matvörumið- stöðvar en í Hagkaupum, Glæsi- bæ og Vörumarkaðnum versluðu þátttakendur tiltölulega mikið af öðrum vöruflokkum, sérstaklega á miðvikudeginum. I Hagkaupum er fatadeildin öflug og heimilistækja- deildin í Vörumarkaðnum, en Glæsibær býr að fjölbreyfni í vöruúrvali. Hlutur matvöruinnkaupa Tæpur helmingur þátttakenda telur að þeir versli innan við fjórð- ung af matvörum sínum í þeirri stórverslun, sem þeir voru spurðir í, og tæpur þriðjungur taidi sig versla meira en 34 hluta í viðkom- andi verslun. Stórmarkaður KRON hefur hæst hlutfall þeirra, sem telja sig versla meira en helming mat- vöru sinnar á viðkomandi stað. Hve oft er verslað? Rúmur helmingur aðspurðra taldi sig versla í viðkomandi stór- verslun einu sinni í viku eða oftar en þriðjungur aðeins tilfallandi einu sinni í mánuði eða sjaldnar. Hagkaup og stórmarkaður KRON hafa lang hæst hlutfall þeirra, sem versla einu sinni í viku eða hálfs- mánaðarlega (helgarinnkaup) en tiltölulega fáa viðskiptavini, sem versla tvisvar eða oftar í viku. Könnun, sem Ólafur H. Jónsson gerði 1977 við Hagkaup og Glæsi- bæ leiddi í Ijós að mun færri (10%) töldu sig versla tvisvar eða oftar í viku í þeim matvöruverslunum og heldur fleiri (40%) versluðu þar mánaðarlega eða sjaldnar. Þetta bendir til þess að fólk sé nú farið að versla oftar í stórversl- unum en áður. Ferðamáti við innkaupin Um 80% þátttakenda í könnun- inni kom akandi á einkabíl til verslunarinnar báða dagana, á- berandi fleiri á föstudegi en mið- vikudegi. Næst stærsti hópurinn kom gangandi, 14% að meðaltali báöa dagana, mun fleiri á mið- vikudeginum. Hverfatengdu stór- verslanirnar, Austurver, Glæsibær og Vörumarkaðurinn höfðu hátt hlutfall gangandi viðskiptavina, sérstaklega á miðvikudeginum. Aðains 3% notuðu strætisvagn. Hvaðan er verslað? Um 65% þátttakenda verslaði beint frá heimili báða dagana. Hagkaup eru með hæst hlutfall þeirra, sem versla beintfrá heimili, 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.