Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 61
ferðamál
Markaðssókn erlendis
Ferðamálaráð Islands tók þátt í
norrænum ferðamarkaði í Hels-
ingfors síðastliðið haust, og var
tilgangurinn fyrst og fremst sá að
auka ferðalög á milli Norðurland-
anna. I samvinnu við íslenska út-
flutningsaðila og Flugleiðir, stóð
Ferðamálaráð að myndarlegum
íslandskynningum í Osló og
Stokkhólmi, í sambandi við opin-
bera heimsókn forseta íslands til
Noregs og Svíþjóðar.
I' byrjun demember lá leiðin til
þátttöku í World Travel Market í
London, en þar leigði Ferðamála-
ráð sýningarbás í samvinnu við
Flugleiðir. í febrúar s.l., var aftur
haldin (slandskynning, að þessu
sinni í London í sambandi við
heimsókn forseta íslands til Bret-
lands, og var sú kynning í sam-
vinnu við sömu aðila og Osló og
Stokkhólmi. Næsta verkefni var
þátttaka í stærsta feröamarkaði
heims, ITB í Berlín, um mánaða-
mótin febrúar—mars. Tekinn var á
leigu 55m2 sýningarbás og rekinn
mikill áróður í vikutíma, í sam-
vinnu við íslensk flugfélög og ís-
lenskar ferðaskrifstofur.
Síðan lá leiðin til Luxemborgar,
en þar hófst íslandskynning þann
4. mars s.l., og stóð í 2 vikur. Að
þeim hátíðahöldum stóðu auk
Ferðamálaráðs, Flugleiðir, Ferða-
skrifstofa ríkisins, Samband veit-
inga- og gistihúsa og Útflutnings-
miðstöð iónaðarins. Mánudaginn
15. mars lögðu sömu aðilar, en nú
án þátttöku Útflutningsmiðstöðv-
arinnar, land undirfóttil Svíþjóðar
og Finnlands. Að þessu sinni
beindist athyglin að starfsmönn-
um ferðaskrifstofa og blaðamönn-
um. Haldnar voru fjórar íslands-
(slandsþáttur
f sameigln-
legu riti
Norðurland-
anna sem
ætlað er að
stuðla að
gagnkvæm-
um heim-
sóknum
milli
landanna.
kynningar, í Malmö, Gautaborg,
Stokkhólmi og Helsingfors, á jafn
mörgum dögum, og samtals
mættu 240 einstaklingar á þessar
samkomur. Á öllum stöðunum
voru flutt stutt erindi um ísland,
sýnd var hin nýja landkynningar-
kvikmynd Ferðamálaráðs og boð-
ið upþ á íslenskan mat og drykk.
Að lokum má nefna að um miðj-
an apríl tók Ferðamálaráð þátt í
ferðamarkaði í Osló í samvinnu við
þá aðila íslenskrar ferðaútgerðar,
sem áóur eru nefndir, og þar meö
lauk vorverkunum í þessu tilliti.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
þrem milljónum króna verði varið
til landkynningarstarfs Ferða-
málaráðs, en þar með er talinn
rekstur landkynningarskrifstofu
íslands í New York, sem starfrækt
er í samvinnu við slíkar skrifstofur
hinna Norðurlandanna. Fram-
kvæmdastjóri Ferðamálaráðs ís-
lands er Lúðvig Hjálmtýsson,
ferðamálastjóri.
57