Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 25
F.V. — Hvað er til bóta?
— Það þarf að ráðast í það af
ákveðni að leysa brýnustu vanda-
málin. Það má ekki taka 20 eða 30
ár, heldur verður að gerast á
skömmum tíma. T.d. þýðir ekkert
að bíða lengur með að leysa bíla-
stæðavandamálið, það veröur að
hefjast handa strax að byggja
bílabeymsluhús.
Vandamál fyrirtækjanna þarf að
leysa bæði með því að draga úr
kostnaði, þá á ég fyrst og fremst
við kostnað vegna fasteigna, og
eins með því að stuðla að því að
viðskipti aukist. Viðskipti aukast
fyrst og fremst með því að fleira
fólk kemur í miðbæinn, því þarf aö
auka þá starfsemi sem laðar að
fólk. Þar á ég við veitingahús,
fjölbreytta verslun og yfirleitt alla
starfsemi sem hefur í för með sér
samskipti milli fólks. í dag er hins
vegar um 67% af öllu gólfr'ymi á
Kvosarsvæðinu notað undir alls
kyns skrifstofur og opinberar
stofnanir. Ég er ekki að segja að
engar stofnanir eða bankar eigi að
vera í miðbænum, þvert á móti
draga þær að mikið af fólki. Af-
greiöslur þeirra eiga hiklaust að
vera hér (í miðbænum), en bak-
vinnan getur verið annars staöar.
F.V. —Hvað um framtið miðbæjar-
ins?
— Þegar búið er að leysa brýn-
ustu vandamálin, þ.e. búið að
skapa rekstrargrundvöll fyrir fyrir-
tækin og byggja bílageymsluhús,
þá má fara að huga alvarlega að
öðrum verkefnum. T.d. líst mér vel
á að loka Laugaveginum og
byggja yfir hann, a.m.k. á köflum.
Fyrst yrði þó aö tryggja það að fólk
gæti lagt bílum nálægt Laugaveg-
inum og gengið þurrum fótum frá
bílunum að Laugaveginum allan
ársins hring. Til þess yrði að
byggja bílageymsluhús einhvers
staðar á milli Laugavegar og
Hverfisgötu, t.d. bak við Lands-
bankann að Laugavegi 77. Það
sama má gera í Kvosinni, þ.e.
byggja yfir Lækjartorg og Austur-
stræti á smekklegan hátt og skapa
þannig góða aðstöðu til verslunar
og yfirleitt mannlegra samskipta
365 daga á ári.
Ebba Hvannberg í versl. Hvannbergsbræðrum:
„Ekki skynsamlegt
að dreyfa versluninni”
F.V. — Telurðu að Laugavegurinn
eigi framtið fyrir sér sem aðalversl-
unargata Reykjavikur?
— Já, alveg tvímælalaust. Ég er
ekki hrifin af áætlunum sem uppi
hafa verið um að koma upp nýjum
miðbæ í Kringlumýrinni. Ég held
það sé ekki skynsamlegt að dreifa
þessum fáu verslunum sem
grundvöllur er fyrir á marga staði.
Með því móti yrði hvergi almenni-
legur miðbær.
F.V. — En heldur þú að Laugaveg-
urinn geti í framtíðinni tekið við auk-
inni umferð, eða ert þú hlynnt því að
loka honum fyrir bílaumferð?
— Nei, ég vil ekki loka Lauga-
veginum fyrir bílaumferð, a.m.k.
ekki í náinni framtíð. Ég tel að
Laugavegurinn anni á fullnægj-
andi hátt þeirri bílaumferð sem um
hann fer í dag. Ef bílaumferð yrði
bönnuð, myndi það t.d. valda
öldruðu fólki og fötluðum miklum
vandræðum og myndi gera þeim
erfiðara um vik að versla hér við
Laugaveginn. Það þyrfti samt að
huga betur að gangandi vegfar-
endum, en gert hefur verið, og er
t.d. nauðsynlegt að gera við
gangstéttarnar, en þær eru orðnar
mjög illa farnar. Einnig mætti
breikka þær sumstaðar.
F.V. — Hvað með skort á bílastæð-
um?
— Það er tvímælalaust skortur
á bílastæöum og því má alls ekki
taka stæðin hér með fram Lauga-
veginum, heldur verður að leysa
þau mál á annan hátt.
Pétur Sveinbjarnarson í Ask:
„Ekki tímabært að loka Laugavegi”
— „Sú mikla eftir-
spurn sem er eftir hús-
næði við Laugaveginn
sýnir og sannar að
Laugavegurinn er enn
eftirsóttasta viðskipta-
gata borgarinnar. Hins
vegar hefur aukið um-
ferðarálag og bílastæða-
skortur leitt til vaxandi
erfiðleika jafnt fyrir þá
sem reka þar fyrirtæki og
viðskiptavini þeirra,“
25