Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 55

Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 55
um hér á landi og samhljómur í stjórnarherberginu þýöur. Hver er stefnan hjá okkur? Eins og á mörgum sviðum á sér þró- un stað í stjórnarnefndinni án þess að menn hafi alltaf gert það upp við sig hvert stefna beri. Gera má ráð fyrir að flestar meiri- háttar stofnanir hafi stjórnir yfir sér þar sem hver einstakur stjórnarmaður hef- ur talsvert ötula hagsmunaaðila sér að baki. Helstu aðilar í þjóðfélaginu sem hafa áhrif á skipan manna í stjórnir eru stjórnmálaflokkar, ráðuneyti, hags- munasamtök vinnumarkaðarins, ýmis önnur samtök og stjórnarstofnanir á skyldum sviðum. Fjölmargir áhugaaðilar hafa einnig áhrifavald. Stefnan í þessa átt gerist ágengari, sennilega í nafni lýðraeðis- ins. Er það æskilegt? Hverjir eru kost- irnir og gallarnir? Hvaða áhrif hefur þaðáþróun stofnunarþeirrarsem íhlut á eða það verk sem hún hefur með höndum? Hvað um þjóðfélagið íheild? Misgengi í markmiðum? Peter Drucker sem áður var vitnað til hefur sagt að í nútímanum hafi átt sér stað hningnun stjórnarinnar sem stjórnunarforms. Að sumu leyti má rekja þetta, ef rétt er, til þess að þeir sem stjórnirnar skipa, eða hafa áhrif, með einum eða öðrum hætti, hafi ekki Ijósa stefnu, jafnvel ekki velferð stofnunarinnar eða neytandans að leiðarljósi. Alkunna er að menn séu settir í stjórnarnefndina til þess að gæta pólitískra eða annarra hagsmuna. Við getum vel látið okkur detta í hug að stjórnarnefnd sé þannig: Fulltrúar kosnir af alþingi, tilnefndir af vinnu- veitendum, launþegum, starfsmönn- um, neytendasamtökum (að vísu gerist það sjaldan og vildu neytendaforkólfar sjálfsagt hafa það oftar) og fulltrúar framleiðenda eða kaupenda, svo nokkuð sé nefnt. Einstakir fulltrúar geta reynst sérfræóingar á því sviði sem stofnunin starfar eða áhugamenn um skylda málaflokka. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Allir gera sitt besta en lokasamsetningin getur reynst hættuleg þar sem hagsmunum lýstur saman. Endumýjun Hér hefur verið dregin upp hræðandi mynd. Raunveruleikinn er að sjálf- sögðu aldrei þessu líkur að öllu leyti, veikleikinn er þó stundum fyrir hendi. Sjaldan er hugaö að markvissri endur- nýjun. Þetta á síður við fyrirtæki og stofnanir i einkaeign þar sem afkoma fyrirtækisins í fjárhagslegu tilliti er að- alatriði. Erfiðleikar verða samt sem áð- ur oft á vegi þeirra sem stjórna fjöl- skyldufyrirtækjum vegna þess að þar eru togkraftar og tilfinningamál stund- um á misvíxl. Hnignunarmerki? Hnignun stjórnarinnar getur leitt til þess stjórnarforms að stjórnarformað- urinn taki við launaðri stöðu í fyrirtæk- inu, kannski í þeim óljósa tilgangi að gæta betur hagsmuna hinna kjörnu forystumanna gagnvart starfsliðinu. Er þá taflstaðan nauðalík þeirri sem þekkist einnig að framkvæmdastjórinn sitji í fyrirtækinu sem formaður stjórn- ar. Að sjálfsögðu má ná ágætum árangri með báðum (jessum síðast- nefndu leiðum, t.d. ef draga á úr tog- streitu. Hins vegar ber skipanin ekki vott þess að menn hafi Ijósa hugmynd um verkaskiptingu og trú á hlutverk stjórnarinnar til að ráða úrslitum um heildarvelferð fyrirtækisins eða stofn- unarinnar. Stykkishólmur miðstöð ferðamanna á Snæ- fellsnesi. Um hlaðið hjá okkur liggur leiðin út í Flatey, perlu vesturlands. Hjá okkur byrjar ferðin kringum jökul (sjálfan Snæfellsjökul). Snæfellsnes er ísland í hnotskurn. í hótelinu eru 25 2ja manna herbergi öll með steypibaði. Hótelið er tilvalið fyrir ferðamenn, einstakl- inga, félög og starfs- hópa. Njótið þægilegrar dval- ar í rólegu og fögru umhverfi. H OTEL STYKKISHOLMUR 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.