Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 68
Hvar á að gista úti á landi?
Margir sem ferðast um landið kjósa að gista á hinum ýmsu hótelum landsbyggðarinnar um lengri eða
skemmri tíma sér til hvíldar, skemmtunar og hressingar. í nágrenni flestra hótelanna eru þekktir
ferðamannastaðir, sem fróðlegt er að skoða. Blaðið birtir hér hótellista, sem fjallar um aðstæður á
gististöðum utan Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum forráðamanna þeirra. Ekki bárust þó upplýs-
ingar frá öllum hótelunum, sem blaðið hafði samband við.
Hótel Akranes
Bárugötu, sími 93-2020
Gisting: Á Hótel Akranes eru 12, eins,
tveggja og þriggja manna herbergi.
Allar máltíðir eru á boðstólum.
Hótelstjóri: Jakob Benediktsson.
Hótel Borgarnes
Borgamesi, símar 93-7119 og 7219
Gisting: Hótel Borgarnes hefur yfir
að ráða 36 herbergjum á hótelinu og
bað á hverju herbergi. Cafeteria er á
hótelinu og þar eru á boðstólum
grillréttir, ýmsir smáréttir, smurt
brauð, kökur, kókó, öl og gosdrykkir
og fl. Hótelið býður upp á góða að-
stöðu til ráðstefnu- og fundarhalda
fyrir allt að 500 manns. Rétt við
hótelið er golfvöllur og mikil veiði í
ám og vötnum í nágrenninu. Hótel-
stjóri er Jóhannes Sigurðsson.
Hótel Edda
Reykholti, Borgarfirði
Sími um Reykholt.
Hótelstjóri: Rúnar Vilhjálmsson.
Gisting: 64 eins- og tveggja manna
herbergi. Svefnpokapláss. Veitinga-
salur opinn 08:00-23:00. Morgun-
verður. Verð á veitingum skv. mat-
seðli. Innisundlaug og gufubað. Opið
frá miðjum júní til ágústloka.
Sumarheimilið Bifröst
Bifröst, Borgarfirði.
Gisting, orlofsdvöl: 18 tveggja manna
herbergi með handlaug og 8 þriggja
manna herbergi með sér snyrtingu og
sturtu. Sumartíminn, júní, júlí og
ágúst er skipulagður fyrir viku or-
lofsdvalir, ráðstefnur og fundi.
Hótelstjóri: Guðvarður Gíslason.
Sjóbúðir hf
Ólafsvík, sími 93-6300.
Gisting: Á hótelinu eru 38 tveggja
manna herbergi. Heimilislegur mat-
ur, kaffi, kaffibrauð og grillréttir eru
á boðstólum allan daginn í vistlegum
matsal. Á þessu sumarhóteli er einnig
setustofa með sjónvarpi. Hótelstjóri:
Pétur Jóhannsson.
Hótel Stykkishólmur
Stykkishólmi, sími 93-8330.
Gisting: Hótel Stykkishólmur hefur
yfir að ráða 26 tveggja manna her-
bergjum, sem öll eru með baði. Á
hótelinu er starfrækt cafeteria, sem
tekur 100 manns. Þar eru veitingar
seldar á vægu verði. í hótelinu er einn
glæsilegasti danssalur landsins, sem
tekur 300-400 manns í sæti. Salurinn
er tilvalinn til árshátíða- og ráð-
stefnuhalda. Einnig hefur Hótel
Stykkishólmur upp á að bjóða minni
fundarsali. Hótelið tekur að sér stór-
ar og smáar ráðstefnur og útvegar
svefnpokapláss. Hótel Stykkishólm-
ur útvegar báta til skoðunarferða um
Breiðafjarðareyjar. Sundlaug er í
næsta nágrenni við hótelið. Hótel-
stjóri er Sigurður Skúli Bárðarson.
Hótel B jarg
herbergi. Veitingasalur opinn 08:00-
23:00. Morgunverður. Verð á veiting-
um skv. matseðli. Opið frá byrjun
júní til septemberloka.
Hótel Edda
Flókalundi, Vatnsfirði.
Sími 94-1100
Hótelstjóri: Sigurveig Gunnars-
dóttir.
Gisting: 14 eins- og tveggja manna
herbergi. Veitingasalur opinn 08:00-
23:00. Morgunverður. Verð á veiting-
um skv. matseðli. Opið frá byrjun
júní til septemberloka.
Mánagötu 1, ísafirði, sími 94-3777
Gisting: Á Hótel Hamrabæ eru tvö
eins manns herbergi, fjögur tveggja
manna og tvö hjónaherbergi. Hægt
er að koma við svefnpokaplássi sé
þess óskað. Verð á máltíðum er
samkvæmt matseðli Sambands veit-
inga- og gistihúsa. í veitingasalnum
eru einnig fáanlegir grillréttir. Þar er
opið frá kl. 9.00—21.00. Hótelstjóri:
Úlvar Ágústsson.
Hótel ísafjörður
Búðardal, sími 93-4161.
Gisting: Tveggja manna herbergi og
f jölskylduherbergi. Morgunmatur og
allur annar matur. Opið allt árið.
Hótelstjórn Borghildur Hjartar-
dóttir.
Hótel Edda
Bjarkarlundi, Reykhólasveit.
Sími um Króksf jarðarnes.
Hótelstjóri: Hafdís Ólafsdóttir.
Gisting: 14 eins- og tveggja manna
Silfurtorgi 2, 400 ísafirði, sími
944111 Telex-2061
Hótel ísafjörður býður ykkur upp á
30 eins og tveggja manna herbergi,
öll með sturtu, síma og útvarpi. í
kaffiteríu er hægt að fá morgunverð,
hádegisverð og kvöldverð, á sann-
gjömu verði. Matseðill dagsinsliggur
frammi á matartímum. Fundarher-
bergi fyrir fundi og veislur er hægt að
panta fyrir allt að 100 manns. Verið
velkomin til Hótel ísafjarðar Silfur-
torgi 2, 400 fsafirði.
64