Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 65
Veltlngastaourínn Arberg vlo Armula i Reykjavík er
þeirra sem hafa sumarmatseðil handa gestum.
boöstólum fyrir gesti sína í fyrra-
sumar. Samkvæmt honum höfðu
viðkomandi veitingahús boðið
heimilismat á sérstaklega hag-
stæðu verði og þótti reynslan af
þessari tilraun í fyrra gefast svo
vel, að ákveðið var að halda áfram
nú í sumar. Hér er byggt á fyrir-
mynd frá hinum Norðurlöndunum,
eða öllu heldur frá Danmörku og
Svíþjóð, þar sem slíkir sumarmat-
seðlar hafa verið við lýði s.l. tvö ár.
[ Finnlandi er gerð tilraun með
slíkan matseðil í fyrsta sinn í sum-
ar.
Sumarmatseðill á
26 veitingahúsum
Annað sumarið í röð munu því
veitingahús innan Sambands veit-
inga- og gistihúsa bjóða gestum
sínum Sumarmatseðil
S.V.G./feröamannamatseðil.
Á Sumarmatseðlinum verður
sem fyrr kjarngóður hversdags-
matur á hóflegu verði. Verður
hann í boði frá 15. júní til 15. sept-
ember mihnst frá 12.00—14.00 og
19.00—21.00 daglega á eftirtöld-
um 26 veitingahúsum.
Reykjavík:
Árberg, Ármúla 21
Brauðbær, Þórsgötu 1
Hótel Borg, Pósthússtræti 11
Hótel Esja, Suöurlandsbraut 2
Hótel Hekla, Rauðarárstíg 18
Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugv
Hressingarskálinn,
Austurstræti 20
Kráin, v/Hlemmtorg
Landsbyggðin:
Hótel Borgarnes, Borgarnesi
Hótel Hamrabær, Isafirði
Hótel Höfn, Hornafiröi
Hótel Hötn, Siglufirði
Hótel ísafjörður, ísafiröi
Hótel KEA, Akureyri
Hótel Mælifell, Sauðárkróki
Hótel Ólafsfjörður, Ólafsfirði
Hótel Reykjahlíð, v/Mývatn
Hótel Reynihlíð, v/Mývatn
Hótel Selfoss, Selfossi
Hótel Stykkishólmur, Stykkis-
hólmi
Hótel Valaskálf, Egilsstöðum
Hótel Varðborg, Akureyri
Hótel Varmahlíð, Skagafirði
Hvoll, Hvolsvelli
Staðarskáli, Hrútafirði
Hámarksverð er á Sumarmat-
seðlinum og gildir það allt sum-
arið. Þar sem er sjálfsafgreiðsla
eða takmörkuð þjónusta má tví-
réttuð fiskmáltíð kosta allt að kr.
65.-, tvíréttuð kjötmáltíð kr. 80 -
Þar sem fullkomin þjónusta er
við borð er hámarksverð kr. 85 -
fyrir fiskmáltíð en kr. 105,- fyrir
kjötmáltíð. Fyrir börn 6—12 ára
greiðist hálft verð, börn 5 ára og
yngri frá frían mat.
Sumarmatseðillinn gerir ferða-
mönnum kleift að sleppa
skrínukostinum; hringinn í
kringum landið geta þeir nú
gengið að þjónustu á viðráðan-
legum kjörum. Á sama hátt gef.
fjölskyldur drýgt frítima sinn og
fengið meira út úr sumrinu meö
því að láta veitingahúsin létta
séreldhússtörfin.
,,Það er liðin tíð að heimsókn á
veitingastað sé munaður út-
valdra. Hún er eðlilegur þáttur í
nútímavinnuþjóðfélagi. Sumar-
matseðill S.V.G. er liður í þeirri
þróun að gera veitingahúsin
það sem þau eiga að vera —
almenningseign,'1 sagði Hólm-
fríður Árnadóttir.
61