Frjáls verslun - 01.03.1982, Qupperneq 7
tekjur umfram samsvarandi
gjöld voru 2,1 millj. kr. og var
því heildarhagnaður
Reykjavíkurhafnar 1981 um
3 millj. króna. Gjaldskrá
hafnarsjóðs hækkaði þrisv-
ar á árinu, en þó skorti
42,7% á að hafnargjöld
hefðu fylgt byggingarvísi-
tölu á tímabilinu
1977—1982. Þrátt fyrir að
heildarskipakomum hafi
fækkað nokkuð á árinu, þá
jukust almennir flutningar
um 13% frá fyrra ári, og
námu flutningar nú 1,7 millj-
onum tonna. Stafar aukn-
ingin einkum af því að
skipakomum frá útlöndum
fjölgaði nokkuð.
Bættur hagur Ríkisútvarpsins
í ársreikningum Ríkisút-
varpsins, kemur fram að
hagur stofnunarinnar hefur
batnað mjög á síðasta ári.
Rekstrarhalli Sjónvarpsins
1981 var "aðeins" 923.642
kr. samanborið við
11.379.904 árið áður. Tekjur
af auglýsingum jukust mest,
eða um 117,7% en aukning
afnotagjalda var nokkurn
veginn ( samræmi við verð-
bólguþróun á árinu. Alls
jukust tekjur sjónvarps um
74% en gjöldin jukust að-
eins um 36.3%. Hjá Hljóð-
varpinu var svipuð þróun.
Þar breyttist niðurstaðan úr
2.030.538 kr. halla árið 1980
í 4.069.813 kr. rekstrar-
hagnað árið 1981. Hjá
Hljóðvarpinu jukust tekiur
um 68,75% en gjöld um
43,31%. f stuttu spjalli við
Frjálsa Verslun sagði Hörð-
ur Vilhjálmsson fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins að
þessi bætta afkoma væri
merki um það að stofnunin
væri að aðlaga sig hinum
gífurlega missi tekna sem
hús hefði mátt þola síðan
árið 1979, er Ríkisútvarpið
fékk aðeins um þriðjung af
þeim aðflutningsgjöldum
sem henni er ætlað af sjón-
varpstækjum. Arin 1980 og
81 fékk stofnunin hins vegar
ekki krónu af þessum tekju-
stofni, en 1981 voru að-
flutningsgjöldin um 23,4
millj. kr. Einnig sagði Hörður
að mikil hagræðing hefði átt
sér stað innan stofnunar-
innar og hefði áætlanagerð
aukist.
Ný álma Hótels Sögu
Nýlega voru hafnar fram-
kvæmdir við mikla stækkun
á Hótel Sögu. Hin nýja álma
mun koma þvert á norður-
enda núverandi Hótelbygg-
ingar, og mun hún verða 6
hæðir og kjallari. A fyrstu
þremur hæðunum verða
verslanir og skrifstofur, en í
kjallara verður ýmis þjón-
usta við hótelgesti. A fjórðu,
fimmtu og sjöttu hæð verða
um 100 ný gistiherbergi og
er það um tvöföldun á gisti-
rými Hótels Sögu. í stuttu
spjalli við FV sagði Konráð
Guömundsson hótelstjóri á
Sögu að ætlunin væri að
steypa upp hið nýja hús á
tveimur árum, en síðan taka
það í notkun eftir þörfum.
Upphaflega var ætlunin að
stækka Súlnasalinn mjög,
þannig að hann yrði um
1200 m2, en með tilkomu
Broadway og annara staða
á síðustu árum hefur verið
horfið frá því, og verður
stækkun hans því mun
minni. Rekstur Hótels Sögu
hefur gengið vel að undan-
förn, og var mjög góð nýting
á gistirými þess á síðasta
ári. Einnig voru fyrstu fjórir
mánuðir þessa árs hag-
stæðir enda jókst þá koma
erlendra ferðamanna hing-
að til lands. Hins vegar
sagði Konráð Guðmunds-
son að nýtingin hefði dottið
niður í maí og hugsanlega
myndi það hafa einhver á-
hrif á byggingu nýju álm-
unnar.
7