Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 33
Bankaútibú í nýrri og
Landsbankinn
—Miklubrautarútibú
Landsbankinn opnaði nýlega útibú á Grensásvegi
22 í Reykjavík hinn 27. maí síðastliðinn. Þetta útibú er
kallað Landsbankinn Miklubrautarútibú, enda stend-
ur það á horni Miklubrautar og Grensárvegar, (gamla
Litavershúsinu. Bankinn hefur aðstöðu á þremur
hæðum fyrir starfsemi sína.
Karl Hallbjörnsson útibústjóri sagði að í Miklu-
brautarútibúinu veitti bankinn alla almenna þjónustu
enda stefndi hann að því að viðskiptamenn útibúanna
væru eins vel settri og í viðskiptum við aðalbankann
hvað jónustuþætti áhrærir og er t.d. gjaldeyrisaf-
greiðsla í útibúinu eins og annars staðar hjá Lands-
banka íslands.
Miklubrautarútibúið er mjög vel staðsett, í alfaraleið
og bílastæði eru næg við húsið. Karl sagði að við-
skiptamennirnir væru aðallega einstaklingar úr nær-
liggjandi hverfum og fyrirtæki. Með stofnun útibúa
landsbankans væri ekki beinlínis stefnt að fjölgun
viðskiptamanna bankans í heild heldu betri þjónustu
og flyttu viðskiptamenn sig gjarnan á milli útibúa,
þegar ný tækju til starfa og lægju betur við en þau
eldri.
( Miklubrautarútibúinu verður aðstaða til að taka
upp svonefnt ,,on-line“ kerfi. Þá verður á augabragði
hægt að komast í samband við tölvumiðstöð Reikni-
stofu bankanna, þar sem allar færslur verða. Munu
t.d. innlegg á ávísanareikninga fara samstundis inn á
viðkomandi reikning í tölvunni, hvar sem lagt er inn,
og þegar framvísað er ávísum á reikninginn verður
um leið hægt að kalla fram upplýsingar um stöðu
hans í útibúinu. eftir 2—4 ár verður allt bankakerfið
væntanlega búið að taka upp þessa nýju tækni.
Starfsmenn í Miklubrautarútibúi Landsbanka (s-
lands eru um 10 talsins. karl Hallbjörnsson, útibús-
stjóri, starfaði áður í ábyrgðar- og innheimtudeild í
aðalbankanum en þaráður í útibúinu á Laugavegi 77.
bættri aðstoðu
Búnaðarbankinn
— Seijahverfi
,,Er ég í bankanum?" er viðkvæði margra, sem
koma inn í hið nýja útibú Búnaðarbanka íslands í
Seljahverfi, en það var opnað fyrir skömmu á jarðhæð
einbýlishúss við Stekkjasel 1. Bankinn er þarna til
bráðabirgða að vísu og er stefnt að því að hann fái
aðstöðu til frambúðar fyrir útibú á þessum slóðum í
óbyggðu miðsvæði Seljahverfisins, þar sem fyrirhug-
uð er margvísleg þjónusta við hverfisbúa.
Sigurður Karlsson, staðgengill Jóns Sigurðssonar,
útibústjóra, tjáði okkur að viðskiptamönnum þætti
mjög heimilislegt að koma inn í útibúið og því vaknaði
hjá mörgum spurning, sem nefnd var hér í upphafi. í
Búnaðarbandanum í Seljahverfi er ekki stórt af-
greiðsluborð eins og menn eiga almennt að venjast i
bönkum heldu er viðskiptamönnum sinnt við aðskilin
skrifborð.
,,Hér er mjög þægilegt andrúmsloft" sagði Sigurð-
ur, ,,og við viljum auka á heimilisbraginn með þvf að
hafa hér kaffi á könnunni allan daginn handa við-
skiptavinum".
Útibúið vaf opnað hinn 11. desember sl. og er hús-
næðið milli 80 og 90 fermetrar að stærð. Viðskiptin
eru fyrst og fremst við fólk í nærliggjandi hverfi og
sagðist Sigurður vera ánægður með árangurinn
hingað til enda væri útibúið fært um að veita mjög
góða þjónustu.
33