Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 15
Þannig fórust Magnúsi Hregg-
viðssyni viðskiptafræðingi orð í
upphafi viðtals við Frjálsa Verslun.
Það vakti mikla athygli þegar
eigendaskipti urðu á Frjálsu
Framtaki hf. í maímánuði sl. Jó-
hann Briem sem var stofnandi fyrir
tækisins og aðaleigandi þess seldi
Magnúsi Hreggvióssyni viðskipta-
fræðingi fyrirtækið og hefur Mag-
nús síðan unnið að endurskipu-
lagningu þess, auk þess sem hann
rekur áfram fyrirtæki sitt, „Tölvu-
bókhald og Ráðgjöf" í Síðumúla
33, en það fyrirtæki stofnaði hann
árið 1969, þá tæplega tvítugur að
aldri og meðan hann var enn við
nám í Verslunarskóla íslands.
Frjálst Framtak hf. er eitt af
stærri útgáfufyrirtækjum landsins
og gefur út átta tímarit, auk við-
skiptabókarinnar „Islensk Fyrir-
tæki" og var það því að vonum að
eigendaskiptin vektu umtal og at-
hygli. Það er ekki algengt á Islandi
að ungir menn ráðist í að kaupa
starfandi fyrirtæki, heldur er hitt
algengara að menn byrji frá grunni
og reyni síðan að fikra sig áfram.
Þá mun óþarfi að geta þess að út-
gáfustarfsemi er óvenjulega fjöl-
þættur og margbrotinn rekstur og
því má segja að Magnús Hregg-
viðsson hafi ekki ráðist á garðinn
þar sem hann var lægstur.
En hver er Magnús Hreggviðs-
son? Islendingar vilja venjulega
vita deili á mönnum, og því var
Magnús beðinn aö segja frá ætt
sinni og uppruna.
— Ég er Reykvíkingur í húð og
hár, svaraði Magnús. — Faðir
minn var Hreggviður Magnússon
sem átti og rak verslunina „Kjötog
grænmeti" á Snorrabraut. Hann
lést þegar ég var fimm ára. Móðir
mín er Sesselja Jóna Magnúsdóttir
frá Borgarnesi og stjúpfaðir minn,
sem gekk mér í föður stað þegar
ég var sjö ára, er Jón Guðmunds-
son frá Nesi í Selvogi. Ég fór í
Verslunarskóla íslands að loknu
skyldunámi og lauk þaðan stúd-
entsprófi. Meðan ég var í skólan-
um stundaði ég sjómennsku á
sumrin — var á hvalbátunum, og
það var mér líka góður skóli og þar
kynntist ég ágætum mönnum sem
ég held enn sambandi við. Meðan
ég var í Verslunarskólanum stofn-
aði ég fyrirtækið „Tölvubókhald
og Ráðgjöf" og vann þannig fyrir
mér meðan ég var í viðskiþta-
fræðináminu í Háskóla íslands.
Fyrstu tvö eða þrjú árin starfaði ég
einn við fyrirtækið, en eftir að ég
gifti mig, hjálpaði konan mín,
Bryndís Valgeirsdóttir mér, og síð-
ar bættist fleira starfsfólk við. Við-
skiptafræðináminu lauk ég 1975
og hef síðan starfað við fyrirtæki
mitt í Síðumúlanum, allt til þess að
ég tók við rekstri Frjáls Framtaks
hf. Ég rek „Tölvubókhald og Ráð-
gjöf" enn og hef því haft í mörg
horn að líta að undanförnu. Það
hefur hjálþað mér mikið að ég hef
gott starfsfólk á báðum stöðum —
fólk sem leggur sig fram og hefur
orðiö mikla reynslu í störfum sín-
um.
En hvað vakir fyrir manni sem á
traust fyrirtæki á allt ööru rekstr-
arsviði að snúa sér að útgafustarf-
semi, þegar sagt er að ekki ári
alltof vel að auki?
Þessari spurningu svaraði Mag-
nús á þá leið, að hann hefði um
nokkurt skeið íhugað að breyta til.
Hann heföi verið búinn að starfa í
13 ár að bókhaldi, endurskoðun
og rekstrarráðgjöf í fyrirtæki sínu
og byggt það vel upp.
— Satt að segja langaði mig til
þess að starfa hinum megin viö
borðið, ef svo má að orði komast,
sagði Magnús. — Sjálfsagt hefur
líka blundað í mér þörf til þess að
takast á við eitthvað nýtt, og enn-
fremur má nefna sem ástæðu þess
að ég fór út í þetta, að ég hef óbil-
andi trú á möguleikum þess að
gefa út góð tímarit á íslandi, eins
og ég sagði áðan.
I viðtalinu við Magnús á skrif-
stofu hans hjá Frjálsu Framtaki hf.,
beindist talið að umskiþtum í kjöl-
far breytinganna á eignarhaldi í
fyrirtækinu og afleiðingum þeirra.
Magnús var sþurður að því hvort
markverðra nýjunga mætti vænta í
útgáfustarfseminni, útliti blaðanna
og öðru því sem að lesendunum
snýr.
— Útgáfan á blöðunum var
orðin dálítið á eftir áætlun, sagöi
Magnús,— og fyrst í stað munum
við einbeita okkur að því að vinna
upp tímatapið og koma útgáfunni í
fastar skorður á ný. Það tekur
væntanlega nokkurn tíma og vel
ég nota tækifærið til þess að biðja
kaupendur blaöanna að sýna okk-
ur biðlund, og jafnframt að afsaka
þann drátt sem orðið hefur á út-
komu sumra blaðanna. En þegar
þessu marki er náð og jafnvel fyrr
mun farið að vinna að breytingum
á blöðunum. Hverjar þær verða er
erfitt að segja á þessu stigi máls-
ins, en ég get nefnt sem dæmi að
ég hef mikinn áhuga á að Frjáls
Verslun sem sérrit færist nær
mönnum í viðskiptalífinu hvað
efnisval og efnismeðferð viðkemur
— verði betur í stakk búin til að
sinna þörfum þeirra fyrir ferskar
upþlýsingar og hagnýta fræðslu.
Ég geri mér vitanlega grein fyrir því
að þetta verður erfitt nema með því
að útgáfa blaðsins verði aukin,
tölublöðunum fjölgað.
Þá er einnig fyrirhuguð breyting
á Tískublaðinu Líf. Áform eru um
að gera tískuþætti blaðsins betri
skil en verið hefur til þessa en
jafnframt auka fjölbreytni efnis í
blaðinu og gera það að vönduðu
heimilisblaði. Þá eru áformaðar
breytingar á Iþróttablaðinu með
haustinu — ætlunin er að auka
enn fjölbreytni efnis í blaðinu, og
ennfremur mun lögð áhersla á að
efla tengsl blaðsins við íþrótta-
hreyfinguna í landinu og gera
samstarfið við íþróttasamband (s-
lands virkara. Iðnaðarblaðið,
Sjávarfréttir og barnablaðið ABC
munu veröa með óbreyttu sniði
fyrst um sinn.
Frjálst Framtak hf. hefur haft
samvinnu við félög og fyrirtæki um
útgáfumál á liðnum árum. Þannig
hefur Iþróttablaðið verið gefið út í
samvinnu við íþróttasamband ís-
lands, Bílablaðið Öku-Þór unnið í
samstarfi við Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda og barnablaðið ABC
unnið í samstarfi við skátahreyf-
inguna. Öll þessi blöð þjóna að
vissu leyti sem félagsblöð. Þá er
blaðið ,,Við Sem Fljúgum" tímarit
sem dreift er ókeypis til farþega
Flugleiða í innanlandsflugi og sér
Frjálst Framtak hf. um útgáfu þess.
Magnús var spurður um framhald
þessa samstarfs eftir að hann tók
við rekstri Frjáls Framtaks hf.
— Eitt af fyrstu verkefnum mín-
um hjá fyrirtækinu var að taka uþp
samninga við alla þessa aðila, og
ég hef mikinn áhuga á að af á-
framhaldandi samstarfi geti orðið,
svaraði Magnús. — Samingar um
það samstarf hafa ýmist verið
gerðir nú þegar, eða eru á loka-
stigi.
Hjá Frjálsu Framtaki hf. hafa að
undanförnu starfað um 20 manns
15