Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 57
„Forráðamenn samtaka sveit-
arfélaga í ýmsum landshlutum
hafa að undanförnu komið á
laggirnar skipulegu undirbún-
ingsstarfi fyrir svæðisbundna
ferðamálaþjónustu enda eru augu
manna óðum að opnast fyrir því
hvað ferðamálin geta orðið arð-
vænleg atvinnugrein, ef vel er á
málum haldið.“
Þetta sagði Birgir Þorgilsson,
markaðsmálastjóri Ferðamálaráðs
íslands í viðtali við Frjálsa verslun.
Hann vitnaði til þess, að þá degin-
um áður hefði hann verið við-
staddur fund á Selfossi, þar sem
ýmsir hagsmunaaðilar af Suður-
landi voru saman komnir til að
ræða stofnun Ferðamálasam-
bands Suðurlands og var ákveðið
á fundinum að skipa 5 manna
ferðamálanefnd, sem annast skal
undirbúning að stofnun sam-
bandsins. Hjörtur Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Samtaka sveit-
arfélaga á Suðurlandi, er for-
svarsmaður þessa starfs.
Birgir Þorgilsson markaðsmála-
stjóri Ferðamálaráðs íslands
Heimamenn
standa sjálfir
undir framkvæmdum
Ferðamálasamband Suður-
lands verður opið öllum hags-
munaaðilum og áhugafólki, og er
fyrirhugað að framlög til sam-
bandsins verði 1000, 2000 eða
5000 kr. frá hverjum aðila. Gert er
ráð fyrir að nú þegar verði ráðinn
ferðamálafulltrúi til starfa í 1 '/2
mánuð en honum er ætlað það
hlutverk að feröast um landshlut-
ann í sumar og safna gögnum um
ástand ferðamálanna, hvað skorti
og hvað fari úrskeiðis. Þessar
upplýsingar munu síðan lagðar til
grundvallar fyrir starfi ferðamála-
nefndarinnar og fyrir stofnfund
ferðamálasambandsins síðar á ár-
inu.
,,í þessu sambandi er mjög at-
hyglisvert," sagði Birgir Þorgils-
son, ,,að menn gera sér grein fyrir
að það þýðir ekkert aó mæna á
ríkiskassann í von um fjárframlög.
Aðilar heima í héraði eru sér með-
vitaðir um að þeir verða sjálfir að
standa undir nauðsynlegum fram-
kvæmdum."
Á Suðurlandi eru sem kunnugt
er ýmsar þjónustustöðvar fyrir
ferðafólk á fjölförnum stöðum. Öfl-
ug ferðamálafyrirtæki stunda um-
fangsmikla starfsemi í fjórðungn-
um og má þar til að mynda nefna
Austurleið og Sérleyfisbifreiðar
Selfoss, Hótel Eddu og Valhöll á
Þingvöllum.
Ferðamálafulltrúi
á Vesturlandi
Uppbygging þessa ferðamála-
starfs á Suðurlandi er mjög svipuð
því sem ákveðið hefur verið hjá
samtökum sveitarfélaga á Vestur-
landi. Þau hafa nýlega auglýst eftir
ferðamálafulltrúa til starfa í nokkra
mánuði og var Benedikt Jónsson,
yfirkennari á Laugum í Dalasýslu,
ráðinn til starfsins. Þá munu ráða-
gerðir uppi hjá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga um ámóta
ráðstafanir og sagði Birgir Þor-
gilsson að þeirra væri von víöar á
landinu á næstu misserum.
„Þegar forystumennirnir í
landshlutasamtökunum sjá tölur
um atvinnutækifæri á ferðamála-
sviöi opnast augu þeirra fyrir
nauðsyn aðgerða," sagði Birgir.
,,Það er að eflast skilningur á þörf
fyrir ferðamálafulltrúa í landshlut-
unum ekki síður en fyrir nauðsyn
iðnþróunarfulltrúa."
Miklar beinar
og óbeinar tekjur
Nú er talið að um 5% af vinnuafli
í landinu sé í störfum að ferðamál-
um. Óbeinu áhrifin af greininni
eru auðvitað langtum meiri eins og
t.d. við matvælaframleiðslu og
aðra þjónustu, sem nýtur góðs af
viðskiptum við ferðafólk. Á Suður-
landi er talið að beinar tekjur af
ferðamönnum hafi numið 39
milljónum króna í fyrra og gisti-
nætur verið um 65 þúsund á
svæðinu. Því er spáð að árið 1990
verði gistinæturnar 97.500 og að
ferðafólk muni verja 59 millj. króna
á svæðinu.
En hvert verður hlutverk ferða-
málafulltrúans og hvar eiga menn
fyrst að taka til höndum? Á að
byrja á því að gefa út fallegan
bækling eða líta gagnrýnum aug-
um á ástandið eins og það er og
stuðla að breytingum áður en lagt
er út í meiriháttar sölustarfsemi?
Við beindum spurningunni til
Birgis Þorgilssonar.
Gagnrýnin úttekt
og útgáfustarfsemi
Birgir: Það þarf í fyrsta lagi að
gera athugun á ríkjandi aðstæðum
og tillögur um úrbætur. Ferða-
málafulltrúinn verður að vera á
ferðinni og gefa góð ráð heima í
héraði jafnframt því að stunda á-
kveðna sölumennsku gagnvart
ferðamálafyrirtækjum í höfuö-
borginni. Hann þarf að segja til um
ákveðnar úrbætur og mér dettur
þá í hug saga, sem ég heyrði ný-
lega af sölu veiðileyfa í silungsvötn
í einum landshlutanum. Með því
að leggja veg að vatnasvæðinu
jókst sala leyfa úr 10% af heimil-
uðum fjölda í 80—90%. Það eru
um 1000 silungsveiðivötn í landinu
og má með markvissum aðgerðum
hafa af þeim mun meiri tekjur en
orðið er. Þetta er aðeins lítið
dæmi.
Útgáfa kynningarrita er að sjálf-
sögðu nauðsynleg. Þaö þarf hins
vegar að hugsa dæmið til enda.
Tilgangslítið er að útbúa bækling
53