Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 50
stjórnun
STJORNARNEFNDIN
OG HLUTVERK HENNAR
Grein eftir Eggert Ásgeirsson
Fyrri hluti
Ekki fer framhjá neinum að þáttur stjórnarnefnda, þ.e. stjórna,
nefnda og ráða, er mikill í stjórnkerfi okkar. Hér er um mikilvæga
stjórnunareiningu sem víða hefur verið rædd frá stjórnunar-
sjónarmiði, en sem lítil skil hafa verið gerð hér á landi.
Hér verður starfsemi stjórnarnefndarinnar tekin til umræðu og
leitast við að komast að því hvort í þessu stjórnarformi leynist
gallar og hvort eitthvað megi gera til að bæta hana sem stjórn-
tæki.
Árlega er gefinn út listi yfir nefndir og
ráð ríkisins. í kjölfar útkomu hans
spinnast umræður þar sem seta
manna í nefndum er gerð tortryggileg
þar sem einstaka menn sitja víða og
hafa af því hærri tekjur en einhverjir
áttu von á. Eins og frekar verður gerð
grein fyrir síðar krefst stjórnarnefndin,
ef starf hennar á að vera gifturíkt,
manna með sérstaka hæfileika, glögg-
skyggni og yfirsýn við að leysa mörg
mál á stuttum tíma. Þess vegna er
eðlilegt að trúnaðarstörf hlaðist á þá
menn sem vænta má að komi aðgagni.
Svona hefur þaó verið og mun verða
um langa framtíð.
Fyrir kemur að nefndir og ráð eru
sett á fót til lausnar verkefnum þar sem
ástæðulaust er að hafa slíkt form á. Þá
gerist það einnig að menn sitja lengi í
þeim sætum sem þeir voru skipaðir í og
án þess að mögulegt sé, eða ástæða
talin til. að skipta um menn. Þá reynist
einnig örðugleikum bundið að leggja
stjórnarnefndina niður.
Listinn yfir nefndirnar og ráðin, sem
áður var getið, sýnir okkur að með
ólíkindum er hve vinsælt þetta stjórn-
unarform er og að nefndirnar eru æði
margar í ekki stærra þjóðfélagi. Þess
vegna má spyrja hvort nefndarformið
sé ekki óheppileg vinnueining, hvort
við hreinlega höfum á að skipa nægi-
lega mörgu og þjálfuðu fólki til að taka
þátt í öllu nefndastarfinu og hvort við
höfum ráð á þeim kostnaði sem af
starfinu leiðir beint og óbeint.
Þótt nefndir og ráð ríkisins séu mörg
má geta þess að mikill fjöldi slíkra ein-
inga starfar á vegum sveitarfélaga og
hálfopinberra aðila. Allt gengur þetta á
okkar sameiginlega starfsafl.
( sambandi við þetta vakna margar
spurningar. Málið er yfirgripsmikið og
verður því ekki gerð tilraun til að svara
nema hluta þeirra. Jafnvel þar sem það
verður reynt er heldur ekki til neitt ein-
hlítt svar.
Mesta þýðingu hefur að leitast verði
við að koma á festu í starfsháttum
stjórnarnefndarinnar, kenna þeim sem
nálægt skipan hennar koma til hvers sé
eðlilegt að ætlast af henni og kenna
þeim sem í nefndunum vinna hvernig
skipuleggja megi starfið til að árangur
náist. Það er að sjálfsögðu erfitt þar
sem margir koma við sögu, bæði þeir
sem skipa nefndir, eiga hlut að tilnefn-
ingu í þær eins og ekki síst þeir sem í
nefndunum sitja. Þá eru að sjálfsögðu
samstarfsmennirnir margir. Allir eru
þeir hluti af sömu heildinni.
Sennilega hófst ferill nefndarinnar á
því að betur sjá augu en auga. Síðar
fara menn að leitast við að fá ýmislegt
Höfunaur greinarinnar Eggert Ásgeirsson var um árabil starfsmaður
heibrigiseftirlfts og borgarlæknlsembættisins f Reykjavík. Sfðar tók
hann við framkvæmdastjóm Rauða Kross íslands.
Á vegum Alþjóðarauðakrossins vann hann að könnunarþjónustu f 7
löndum sunnanverðrar Afríku. Undanfartð ár hefur hann rekið ráð-
gjafarþjónustu í Reykjavík, elnkum á sviði heilbrigðis- og féiagsmála.
Nú síðast vann hann fyrir landlæknisembættið að úttekt á sjúkra-
flutningum í landinu og hefur hún verið gefln út sem fylgirit 1, 1982
með heilbrigðisskýrslum og fæst í skrifstofu landlæknis.
46