Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 10
Hugleiðing um orðanotkun Mjög er orðið brýnt að samræma merkingu ýmissa orða sem notuö eru í hag- fræði og öðrum þjóófélags- fræðum. Þeir sem um hag- fræði rita í dag, hvort sem það er tímaritsgrein eða bók, verða yfirleitt að byrja á því að skilgreina þau orð sem þeir ætla að nota, og er augljóst að slíkt getur verið óþjált í stuttum tímarits- greinum. Meðal orða sem hér um ræðir eru sósíalismi, kommúnismi, kapítalismi, frjálshyggja, félagshyggja, o.s.frv. Ymsir menn hafa gert heiðarlega tilraun til að samræma merkingu þess- ara orða, og má þar m.a. nefna Hannes Hólmstein Gissurarson, en skilgrein- ingar hans og annara hafa enn ekki náð að festast í málinu, og er því sama ó- fremdarástandið eftir sem áður. Vandkvæði þessi stafa aö nokkru leyti af því hversu óskýr mörk eru á milli hinna einstöku greina þjóðfélags- fræðinnar s.s. hagfræði, fé- lagsfræði og stjórnmála- fræði. Þannig er því t.d. farið með orðið "frjálshyggja". Það er mjög almennt orð og vísar til frelsis einstaklings- ins til orðs og æðis á öllum sviðum. Að undanförnu hafa þeir hagfræðingarnir Geir Haarde og Hjalti Kristgeirs- son verið leiddir saman í Dagblaðinu og Vísi og eru þeir þar sagðir fulltrúar frjálshyggju annars vegar og félagshyggju hins vegar, og látið að því liggja að þarna sé um andstæður að ræða. Það er hins vegar Ijóst að “frelgi" og "félag" geta alls ekki talist andstæð hugtök. Samkvæmt orðsins hljóðan væri eðlilegra að telja félagshyggju og ein- staklingshyggju andstæð orð. Andstæða frjálshyggju er vandfundnari, en innan hagfræðinnar mun orðið "skipulagshyggja" komast einna næst. Mjög er vafasamt að æskilegt sé að þýða ýmis alþjóðleg orð yfir á íslensku s.s. kommúnismi, kapital- ismi og sósíalismi. Þó er nauðsynlegt að allir hér- lendir menn leggji sama skilning í þessi orð. T.d. er nauðsynlegt að skilja það að orðin "kommúnismi" og "kapitalismi" vísa fyrst og íslendingar í samkeppni við mafíuna ... Það hefur vakið athygli margra íslendinga sem dvalið hafa einhvern tíma í New Vork eða nágrenni að varla er hægt að fá þar á nokkrum veitingastað, hvað þá í verslun, íslenskan fisk. Þetta er þeim mun furðu- legra þar sem dótturfyrir- tæki íslensku fiskútflutn- ingsfyrirtækjanna er stað- sett stutt frá þessu stærsta markaðssvæði í Bandaríkj- unum. Skýringin mun vera sú að mafían, glæpahring- fremst til eignarhalds á at- vinnutækjum, og að "sós- íalismi" sé víðtækara orð. Ein þýðing á þessum orðum sem sýnir merkingarmun þeirra gæti verið “sameign- arhyggja" fyrir kommún- isma, "séreignarhyggja" fyrir kapitalisma og “sam- neysluhyggja" fyrir orðið sósíalismi. Eflaust finnast þó betri þýðingar á þessum orðum, enda ekki tilgangur þessarar klausu að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Þýðingarmikil viðskiptalönd At- hyglisvert er að hugleiða hversu skjótt getur skipast veður í lofti í efnahagsmál- um okkar íslendinga. Eitt árið er metár í flestu tilliti en hið næsta blasir við eymd og volæði. Þetta endurspeglast sérstaklega vel í þróun ut- anríkisviðskipta okkar á síð- ustu árum. Þar hafa tvö lönd nokkra sérstöðu, en það eru Portúgal og Nígería. Arið 1980 keyptu þessi lönd 7,5% af heildarútflutningi okkar. A síðasta ári keyptu þau hins vegar 23,9% af öllum okkar útflutningi. Aðeins tvö lönd, Bandaríkin og Bret- land, keyptu meira af okkur íslendingum en hvort þess- ara landa. En þetta segir þó ekki alla söguna, því Nígería og Portúgal voru besta, og þriðja besta, viðskiptaland okkar með tilliti til vöru- skiptajafnaðar. Það kemur auðvitað til af því að á með- an þessi lönd keyptu feyki- mikið af okkur, keyptum við sáralítið af þeim, og urðu þau því að greiða okkur vörurnar í gjaldeyri. Þetta á sérstaklega við um Nígeríu sem var okkar þriðja mesta útflutningsland en við keyptum hins vegar ekkert af þeim. Með tilliti til alls þessa er það mikið áfall fyrir þjóðarbúið þegar lokast al- gjörlega fyrir alla sölu til Ní- geríu eins og gerst hefur á þessu ári. Nígeríumenn hafa ekki haft nægan gjaldeyri til að greiða fyrir innflutning sinn, og stafar það af verð- falli og minnkandi sölu á olíu vegna aukins framboðs á heimsmarkaði. Nýlega hefur olía þó farið hækkandi að nýju og mun hagur Nígeríu- manna þá batna og kaup- geta þeirra aukast. Er það kaldhæðnislegt að okkur ís- lendingum skuli þannig vera hagur að hækkandi olfu- verði. Hvort sem við slepp- um nú með skrekkinn eða ekki hljótum við að huga að því hvernig við getum best tryggt öryggi þessa þýðing- armikla markaðar í framtíð- inni. I því sambandi kemur upp í hugann hugmynd sem viðruð var opinberlega fyrir nokkrum árum þess efnis, að færa olíuviðskipti okkar til Nígeríumanna, þ.e. kaupa af þeim olíu sem síðan yrði hreinsuð í verkefnalitlum ol- íuhreinsunarstöðvum Portúgala og þaðan flutt 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.