Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 39
Stórverslun Hagkaupa í Reykjavík. niöurstöður könnurnarinnar eru þær, að verslun í stórverslunum er að aukast miðað við eldri kannan- ir. Um 80% þátttakenda komu ak- andi til að versla. Rúm 60% versl- unarferða í stórverslun eru gerðar beint frá heimili og 72% þátttak- enda fóru aðeins á þennan eina verslunarstað íferðinni. Mjög vítt markaðssvið Markaðssvið stórverslananna reyndist mjög vítt, eða allt höfuö- borgarsvæðið auk utanbæjarvið- skipta. Áhrif fjarlægöar og sam- keppni eru þó greinileg sem sjá má af því að viðskiptavinir úr Hafnar- firði eru fáir. Rúm 30% viöskipta- vina Hagkaupa á könnunartíma voru búsettir utan höfuðborgar- svæðisins, en meöaltal allra sex stórverslananna í þessu tilliti var 18%. Aðdráttarafl (þ.e. fjöldi við- skiptavina eftir fjarlægð) stórmark- aðanna, s.s. Hagkaupa er mun meira en stóru hverfismiðstöðv- anna, t.d. Austurvers. Það voru rúmlega 20 þúsund manns, sem gengu inn um aðal- inngang allra sex stórverslan- anna, alla þrjá daga könnunarinn- ar, miðvikudag, föstudag og laug- ardag. Könnunartíminn var sam- tals 9 klukkustundir. Á þeim tíma gengu að meðaltali 380 manns inn í hverja stórverslun á hverjum klukkutíma. Þessar tölur eiga við alla einstaklinga, börn og full- orðna og er því eiginleg tala við- skiptavina lægri. Hlutur Hagkaupa langstærstur Hlutur Hagkaupa er langstærst- ur meö nærri helmingi fleiri við- skiptavini á könnunartíma en Glæsibær, sem er næstur í röð- inni. Austurver, og í minna mæli Glæsibær og J.L. húsið, virðast byggja viðskipti sín að stórum hluta á daglegri verslun hverfis- búa, því að aukning viðskiptavina föstudag og laugardag (stór helg- arinnkaup) er ekki jafn mikil og hjá flestum hinna stórverslananna. Þá kemur í Ijós, að fjöldi viðskiptavina eykst eftir því sem nær dregur lokunartíma. Þannig komu um 160 viðskiptavinir á hverju korteri til Hagkaupa á milli kl. 15 og 16 á föstudeginum en um 300 á milli kl. 18 og 19. í stuttu máli voru helstu niður- stöður af svörum viðskiptavina þessar varðandi verslunarhætti þeirra í stórverslunum: Hvaða vöruflokkar voru keyptir? Rúmlega % hlutar allra þátttak- enda fóru i stórverslanir til að kauþa matvöru, og heldur fleiri á föstudeginum en á miövikudegin- um. Austurver og Stórmarkaður KRON eru aðallega matvörumið- stöðvar en í Hagkaupum, Glæsi- bæ og Vörumarkaðnum versluðu þátttakendur tiltölulega mikið af öðrum vöruflokkum, sérstaklega á miðvikudeginum. I Hagkaupum er fatadeildin öflug og heimilistækja- deildin í Vörumarkaðnum, en Glæsibær býr að fjölbreyfni í vöruúrvali. Hlutur matvöruinnkaupa Tæpur helmingur þátttakenda telur að þeir versli innan við fjórð- ung af matvörum sínum í þeirri stórverslun, sem þeir voru spurðir í, og tæpur þriðjungur taidi sig versla meira en 34 hluta í viðkom- andi verslun. Stórmarkaður KRON hefur hæst hlutfall þeirra, sem telja sig versla meira en helming mat- vöru sinnar á viðkomandi stað. Hve oft er verslað? Rúmur helmingur aðspurðra taldi sig versla í viðkomandi stór- verslun einu sinni í viku eða oftar en þriðjungur aðeins tilfallandi einu sinni í mánuði eða sjaldnar. Hagkaup og stórmarkaður KRON hafa lang hæst hlutfall þeirra, sem versla einu sinni í viku eða hálfs- mánaðarlega (helgarinnkaup) en tiltölulega fáa viðskiptavini, sem versla tvisvar eða oftar í viku. Könnun, sem Ólafur H. Jónsson gerði 1977 við Hagkaup og Glæsi- bæ leiddi í Ijós að mun færri (10%) töldu sig versla tvisvar eða oftar í viku í þeim matvöruverslunum og heldur fleiri (40%) versluðu þar mánaðarlega eða sjaldnar. Þetta bendir til þess að fólk sé nú farið að versla oftar í stórversl- unum en áður. Ferðamáti við innkaupin Um 80% þátttakenda í könnun- inni kom akandi á einkabíl til verslunarinnar báða dagana, á- berandi fleiri á föstudegi en mið- vikudegi. Næst stærsti hópurinn kom gangandi, 14% að meðaltali báöa dagana, mun fleiri á mið- vikudeginum. Hverfatengdu stór- verslanirnar, Austurver, Glæsibær og Vörumarkaðurinn höfðu hátt hlutfall gangandi viðskiptavina, sérstaklega á miðvikudeginum. Aðains 3% notuðu strætisvagn. Hvaðan er verslað? Um 65% þátttakenda verslaði beint frá heimili báða dagana. Hagkaup eru með hæst hlutfall þeirra, sem versla beintfrá heimili, 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.