Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 10

Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 10
í FRÉTTUfUUIVl Júlfus ólafsson Nýtt Rank-Xerox umboð Rank-Xerox þekkja allir af Ijósritunarvélum enda var markaðsdrottnun fyrirtaek- isins um skeið slík aö í sum- um löndum var Xerox sam- heiti Ijósritunarvéla. Xerox vélarnar eru enn álitnar drottningar Ijósritunnar enda leggur fyrirtækið upp úr því að keppa á grundvelli gæða fremur en verðs. Það er aðeins um eitt ár síöan farið var að bjóða vörur þessar hér á landi og var það á í höndum Skrif- stofutækni hf. Þaö fyrirtæki hefur nú verið leyst upp og við umboðinu er tekið nýtt fyrirtæki, Rank-Xerox um- boðið í Síðumúla 6. Aðal- eigendur þess fyrirtækis eru þeir Ólafur Kr. Sigurðsson, forstjóri Suzuki-umboðsins og örn Johnsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar Skorra og Tutor-rafgeyma. Fram- kvæmdastjóri er Júlíus Ól- afsson, en hann hefur séð um sölu Rank-xerox vél- anna hér á landi frá upphafi. Nú það erfleira sem boðið er upp á í hinu nýja fyrirtæki en Ijósritunarvélar. Ma þar netna Xerox rafeindavélar, textavinnslu og tölvur frá fleiri fyrirtækjum, til dæmis Compustar. Þrír sérþjálfaðir menn eru í fullu starfi við upþsetningu og viðhald vél- anna, en nú þegar eru margir aðilar komnir með Xerox-búnað í notkun. Má nefna að á Keflavíkurflug- velli eru um 50 Ijósritunar- vélar í notkun. Tekist hefur samstarf við forritunarþjónustufyrirtækið Proco um að CPM-forrit þeirra verði eingöngu seld Compustar og Xerox-tölvur. Er þar um mjög traust og haldgóð forrit að ræða. Þegar brúa átti kynslóðabilið Á ári aldraðra er talað um kynslóðabil. Hvað um það. Nemendur við skóla á Sel- tjarnarnesi ákváðu að sýna í verki að slíkt væri ekki þeirra vilji. Undirþjuggu þau mikla hátíð þann 30. nóvember með skemmtiatriðum og veitingum. Til veislunnar var boðið öllu fólki á Seltjarnar- nesi, 67 ára og eldri. Um kvöldið var beöið með óþreyju eftir gestunum, tröppurnar höfðu verið afís- aðar svo og næsta ná- grenni. En hvað skeði svo? Ekki einn einasti hinna eldri íbúa bæjarins mætti til þessarar gleði skólanem- anna, sem átti að brúa bil kynslóðanna. Nú teljum við að eldra fólkið eigi næsta leik. Bílnúmer í háu verði Bílnúmer í Reykjavík ganga enn kaupum og söl- um. Núna síðast fréttum við af leigubílstjóra sem ók á R-Númeri á bilinu 100-200, sem seldi númerið sitt fyrir 37 þúsund krónur. Bílstjór- inn mun oft hafa fengið til- boð, en aldrei fyrr svo glæsilegt sem þetta. Sjálfur hafði hann enga ofurást á tölum, svo hann sló til. . . Loughery hættur hjá Capitol Margir íslendingar kann- ast við John Loughery, sem var forstöðumaður Flug- leiöa í vesturheimi. Tók hann við því starfi af Sigurði Helgasyni og gegndi því þar til honum var sagt upp 1980. Þá réðst hann til Capitol Air og varð sölustjóri þess fé- lags í New York. Nú mun hann vera hættur þar en, honum var sagt upp vegna ágreinings við stjórn fyrir- tækisins. DISCOVERTHE BEAUTY OF SCOTLAND /ITH BARGAIN FARES ON ICELANDAIR JET TO GLASGOW AIRPORT-MINUTES FROM THE CITY- GATEWAY TO SCOTLAND S BREATHTAKING HIGHLANDS ANDISLANDS GLASGOW -----GLASGOW •nfftTrevH Pm 'R2 l(i« livr rnd tm djv»' Ulvrl iteougMhe MiRMandv ■n/uUrv*... Irft. h«4H. bírjKUil und■ cudeduchlarrmglouratRryKjJvi*.«jpitalotlcrUnd P.klu Ittm 130 m Sprmg. 133 m Summer. -HIS WIIM ICfUMDlll S NSI VfllUt FfllfS. rdemrd inrrutmi Frrr mnr withdmer. ravrnc alttt m fhght ■ Mirvry Mvngckr í«* hrr l.rlind unpnverB Dury free Ihnppmc ■( KefUvih Airpnrl ■ Three flichtr werkh BFHTAlNga I ICELANDAIR* Flugleiðir auglýsa Skotland í Bandaríkjunum Þeir sem lesa bandarísk blöö hafa veitt því athygli aö Flugleiðir hafa auglýst mikió Skotland ásamt skoska feröamálaráðinu. Hér er um að ræða sameiginlegt átak en Flugleiðir er nú eina flugfélagið, sem býður flug frá Skotandi til Bandaríkj- anna allan ársins hring. Sér félagið þannig möguleika á að auka mikið flutninga síns yfir Atlandshafið til Glasgow. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.