Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 20

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 20
markaðnum á sjötta áratugnum og fram á miðjan sjöunda. Þá blómstruðu kaffistaðir á við veit- ingahúsið að Laugavegi 28, Múla- kaffi, Hressingaskálinn, Sælakaffi, Matstofa Austurbæjar o.fl. Þetta voru nokkurs konar kaffihús, sem seldu svonefndan heimilismat á matmálstímum. Fínu staðirnir voru svo Grillið á Hótel Sögu, Naustiö og síðan Hótel Holt og Hótel Loft- leiðir. Á þessu tímabili má segja að stöðnun hafi ríkt á markaðnum, a.m.k. miðað við þróunina í ná- grannlöndum. Að vísu komu fram brauðstofur svo sem Brauðborg og síðan Brauðbær. Svo var það uppúr miójum sjö- unda áratugnum að veruleg breyting átti sér þótt henni verði vart líkt við byltinguna nú. Þá opn- aði Magnús Björnsson Ask að Suðurlandsbraut 14. í kjölfarið opnuðu svo bræðurnir Jón og Haukur Hjaltasynir Sælkerann í Hafnarstræti og Bjarni Árnason breytti síðar Brauðbæ í grillstað að hætti hinna staðanna. Terían á Loftleiðum varð einnig vinsæll grill- og kaffistaður. § Gífurlegar sviftingar hafa átt sér « stað í veitingarekstrinum í = Reykjavík og nánasta nágrenní 05 síðustu tvö árin. Um tíma mátti d það heita mánaðarlegur viðburð- <2 ur að nýr matsölustaður af ein- ^ hverju tagi opnaði eða að eldri g stað væri gjörbreytt. Hver staður l_ reyndi að bjóða uppá eitthvað sérstakt og fjölbreytni óx. Sömu- leiðis hafa gæðin yfirleitt farið vaxandi. Staðirnir keppast við að auglýsa sig og greinilega hefur vaxandi eftirspurn fylgt í kjölfar vaxandi framboðs. Þó hefur eftir- spurnin ekki verið nægileg í öllum tilvikum og sumir staðanna hafa gengið kaupum og sölum á skömmum tíma, öðrum hefur ver- ið breytt, sumir eru við það að loka og dæmi eru til að staðir hafi ekki náð að opna áður en fjárhags- grundvöllurinn brast. Heimilismatstaðir og fínu staðirnir allsráðandi Þetta eru mikil tíðindi ef litið er til baka og þróunin í veitingarekstri í borginni skoðuð nokkuð aftur í tímann. Kyrrð og friður ríkti á Líf og dauði í veitingarekstri Hverjir lifðu, — hverjir hurfu? Frjáls verslun kortleggur einn mesta „búmbransann” — veitingareksturinn ►

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.