Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 29
Texti: Gissur Sigurösson
innlent
Norðlendingar blanda
sér í stóriðjukapphlaupið
Andstæðingum fækkar en dýrmætum
tíma hefur verið sóað
Þegar atvinnuástand og at-
vinnuhorfur á Norðurlandi eru
skoðuð, kemur ótvírætt í Ijós að
byggðastefna síðasta áratugs er
gengin sér til húðar. Ekki svo að
skilja að hún hafi verið slæm eða
röng, heldur var hún barn síns
tíma, miðaði við uppbyggingu
frumatvinnugreinanna og gerði
það, a.m.k. víðast á Norðurlandi.
En þessi þróun virðist nú komin á
endamörk. Aflatakmarkanir draga
úr aflamagni og skipulagður
samdráttur er í landbúnaði. Auk
þess fleygir tækninni fram á báð-
um þessum sviðum þannig að
stöðugt þarf færri hendur til að
skila sama afrakstri.
Ekki er ólíklegt aö um 100
manns muni hverfa frá þessum at-
vinnugreinum árlega næsta ára-
tuginn, eöa svo langt sem séö
veröurfram á hann. Þettafólk mun
leita í aðrar greinar. Það munu þeir
og gera, sem koma inn á vinnu-
markaóinn vegna eðlilegrar fólks-
fjölgunar á tímabilinu. Það er því
ekki út í hött eða einhver óraun-
veruleg framtíðarspá að segja að
jákvæðu búsetuþróunartímabili sé
lokið, frá sjónarhóli landsbyggð-
arinnar og að þessi áratugur boði
á ný fólksfækkun þar og umfram-
vöxt í búsetu á höfuðborgarsvæð-
inu.
Fólksfjölgun 50%
undir landsmeðaltali
Staðreyndir, sem renna stoðum
undir það eru m.a. að á síðasta ári
varð fólksfjölgun á Norðurlandi 50
prósent undir landsmeðaltali og á
Norðurlandi reyndust atvinnuleys-
isdagar einnig hlutfallslega flestir í
fyrra. Er menn Frjálsrar verzlunar
fór vítt og breitt um Norðurland í
fyrravetur og ræddu þar við at-
hafnamenn og aðra framámenn,
varð niðurstaðan einmitt þessi,
þótt hún færi nokkuð hljótt í héraði
þá.
En á fjórðungsþingi Norðlend-
inga í haust var þessi nýja staða
einmitt mál málanna. Fyrir þinginu
lá m.a. alveg nýspá um mannafla á
Norðurlandi eftir atvinnugreinum
á þessum áratug. I samræmi við
nýjustu þróun á landsbyggðinni í
heild, er þar gert ráð fyrir að
mannfjölgun á Norðurlandi verði
hlutfallslega undir landsmeðaltali
á þessum áratug. Mannfjöldi á
Norðurlandi vaxi úr röskum 36
þúsundum í röskar 39 þúsundir.
Semsagt, að höfuðborgarsvæðið
muni á næstu árum taka til sín enn
stærra hlutfall af íbúum landsins.
Hinsvegar virðist hlutfallslegur
29