Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 43
bandi, ekki með það í huga að hann skrifi eitthvað í hvert sinn sem við hann ertalað, heldurtil að leyfa honum að fylgjast með þannig aö hann hafi stöðugt, sem besta vitneskju, sem hann síðan getur notað þegar hann telur mál- ið varða lesendur blaðsins. Varist frekju. Margir stjórnendur fyrirtækja hafa komið sér út úr húsi á fjöl- miðlum með tilætlunarsemi, frekju og lítilsvirðandi framkomu við blaðamenn. Stjórnandi, sem svar- ar blaðamanni, sem í hann hringir í fréttaleit, með skætingi, útúrsnún- ingi eða röngum upplýsingum, sem er furðu algengt, getur ekki átt von á því að eiga innhlaup á það þlað síðar. Á sama hátt skal forðast þá tilætlunarsemi að halda að blaðamaður komi á framfæri auglýsingaskrumi eða óvönduð- um upplýsingum. Góður blaða- maður lætur ekki misnota sig nema einu sinni, og lélegir blaða- menn eru ekki misnotaðir nema um skamma hríð því þeir stoppa stutt við í starfi. Blaðamenn skækjast einungis eftir nýtum og málefnalegum upplýsingum og hvort eða hvenær þær koma fyrir sjónir lesenda veltur á mati hans á upplýsinga- og frétta gildi þeirra. Varast ber ómálefnalegt og illt umtal um keppinauta við blaða- menn því slíkt vekur tortryggni og dregur úr trausti og vekur efa- semdir hjá blaðamanninum um viðmælanda sinn. Ekki síður skal hver maður forðast að reiðast yfir umtali, sem keppinautur fær í blaði. Mörgum hættir við að grípa símann og krefjast þess meó reiði og frekju að fá svipaða afgreiðslu á morgun og keppinauturinn fékk í dag og það helst á sama staö í blaðinu. Slíkt er ólíklegt til að bera árangur. [ stað þess að áfellast þlaðið fyrir að birta frétt eða um- mæli um keppinaut ætti stjórnandi að íhuga með sjálfum sér af hverju hann fái ekki sama umtal og keppinauturinn. Er upplýsinga- miðlun ábótavant og hvað gerir keppinauturinn til að rækta betur sambönd sín við fjölmiðla? Fréttatilkynningar — blaðamannafundir. Algengasta aðferðin til að koma að efni og upplýsingum í fjöl- miðla er sending fréttatilkynningu eða að halda blaðamannafund. Þegar stjórnandi ákveður hvora leiðina hann vill fara ætti hann að reyna að gera sér grein fyrir hversu forvitnilegar þær upplýs- ingar eru sem hann vill láta frá sér fara. Aðfá umfjöllun í fjölmiðlum er flestum fyrirtækjum mikilvægt Blaðamannafundir eru yfirleitt áhrifameiri. Blöðin segja yfirleitt fljótt frá því, sem fram fer á blaða- mannafundum á meðan fréttatil- kynningar fara oft í ruslakistuna og bíða birtingar dögum saman, þar til pláss verður í þlaðinu. Þetta þýðir hins vegar ekki að undan- tekningarlaust eigi að halda blaðamannafund fremur en senda fréttatilkynninu. Blöðin eru yfirleitt fáliðuð og vinnutíminn dýrmætur og því er hætt við að fáir mæti á boðaðan blaðamannafund, séu þær upplýsingar, sem blöðin reikna með að fá ekki því mun merkilegri. Einhver hefur kannski veitt því athygli að aðeins er hér talað um blöðin í sambandi við blaða- mannafundi en ekki útvarp eða sjónvarp. Það stafar af því að hvorugur ríkisfjölmiðillinn hefur viljað sinna því sem fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru aö fást við, nema þá stórfyrirtækin, og hafa þá reglu að senda ekki fréttamenn á þlaðamannafundi þeirra. Öðru máli gegnir um fyrir- tæki úti á landi, sem yfirleitt fá góða athygli ríkisfjölmiðlanna og því má ekki gleyma fréttariturum útvarps og sjónvarps ef fyrirtæki þar sér ástæðu til að halda blaða- mannafund. Það er góð regla að draga sam- an á blað þau meginaðriði, sem fram munu koma á blaðamanna- fundinum og afhenda þau blaða- mönnum. Það auðveldar þeim vinnuna og tryggir að aðalatriðin komist til skila og að mistök verði ekki í frásögn. Slík ,,hand-out“ má svo senda þeim fjölmiðlum, sem ekki sáu sér fært að senda mann á fundinn. Þó að fátítt sé orðið, þá eimir enn af þeirri trú að veita beri áfengi á blaðamannafundum og aó það tryggi góða umfjöllun. Þessu er algerlega öfugt fariö. Blaðamönn- um, sem öðrum er illa við að drekka í vinnutímanum, og þeir, sem þiggja sterkari veitingar eru óíklegastir til að koma nokkru frá sér. Hins vegar er vel til fundið að bjóða einum eða fleiri blaða- mönnum í virðingarskyni í hóf eða hanastél ef tilefni er til slíks. Iþróttir og líknarstarf. Fyrirtæki hafa mörg fundið ýmsar aðrar leiðir til að koma sér eða nafni sínu að í fjölmiðlum. Fyrir nokkrum árum birtust reglu- lega fréttir um Ásbjörn Ólafsson h.f. sem hafði þann vana að gefa miklar fjárhæðir til góðgerðar- starfsemi. Fyrirtækið og eigandi þess, Ásbjörn Ólafsson sköpuðu sér þannig velvild, þótt ekki sé hér verið að fullyrða að það hafi verið tilgangur með gjöfunum. Enn er þaó ekki óalgengt að fyrirtæki eigi þátt í fjármögnun ýmiss konar líknarstarfsemi og noti tækifærið til aó koma nafni sínu á framfæri. Önnur leið nýtur vaxandi vin- sælda, en það er stuðningur við ákveðin íþróttamót. Hver kannast ekki við Ljómarallið, Morgun- blaðsskeifuna og Kóka Kóla golf- mótið. Stuðningur við íþróttavið- burði getur þannig gefið fyrirtækj- um ókeypis auglýsingu í öllum fjölmiðlum þá daga, sem keppnin erfréttaefni. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.