Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 28
Texti: Magnús Hreggviðsson.
samtíðarmaður
Það er kunnara en frá
þurfi að segja að á und-
anförnum árum hefur ríkt
kreppa hjá flugféiögum
víða um heim. Hún hefur
þó ekki orsakast nema að
litlu leyti af því að sam-
dráttur hafi orðið í far-
þegaflutningum, heldur
hefur það fremur verið
gífurleg samkeppni,
samfara utanaðkomandi
þáttum, svo sem olíu-
verðhækkunum í kjölfar
valdhafaskipta í íran, sem
er aðalundirrót þess að
flest flugfélög heimsins
berjast harðri baráttu fyrir
tilveru sinni — eru flest
rekin með miklum halla
og sums staðar hafa rík-
isstjórnir orðið að grípa
inn í og veita fjárstuðning
til þess að reksturinn
stöðvaðist ekki. Ætti ís-
lendingum að vera vel
kunnugt um slíkt.
En þótt þaö sé nánast regla
að rekstur stórra flugfélaga
gangi illa um þessar mundir
SAS fær nýtt andlit. Jan Carlzon kynnir nýja liti á flugvélum fyrirtækisins.
Jan Carlzon, forstjóri SAS í viðtali við Frjálsa verslun
í þriðja sinn lék hann það að s
eru þó til undantekningar. Sú
athyglisverðasta er rekstur
SAS-flugfélagsins, sem gengið
hefur meö ágætum að undan-
förnu. Þeir sem gleggst þekkja,
þakka þann árangur sem náöst
hefur hjá SAS fyrst og fremst
einum manni, — nýjum for-
stjóra fyrirtækisins, Jan Carl-
zon. Ferill hans í viðskipta-
heiminum hefur ekki aðeins
vakió athygli meöal þeirra sem
fylgjast með flugmálum og
rekstri flugfélaga, heldur hefur
hann oróió umtalaður um allan
heim og margir líta á Jan Carl-
zon sem hálfgerðan krafta-
verkamann.
Frjáls verslun átti þess kost
fyrir skömmu að hitta Jan Carl-
zon aö máli og leggja fyrir hann
28