Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 30
„Ég vil aö SAS verði stundvísasta flugfélag í heiminum eftir sex mán- uði.“ Það var skipun til stöðvarstjórans á Kastrup. manna. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins var ekki orðin mjög alvarleg, en hefði orðið það fljótlega ef ekki hefði verið gripið í taumana. FV: Getur þú lýst hvernig andrúmsloftið var hjá fyrirtæk- inu? JC: Þaö verður best gert með því að segja að talsvert og vaxandi vonleysi hafi gætt meðal starfsfólksins. FV: Nú hefur þú á tiltölulega skömmum tíma snúiö tap- rekstri þriggja stórfyrirtækja í hagkvæman rekstur sem skilar arði. Hvernig nálgaðist þú það verkefni að lagfæra rekstur SAS? JC: (fyrstu reyndi ég að gera mér eins Ijósa grein fyrir rekstri fyrirtækisins og innviðum þess eins og frekast var kostur. Þaö gerði ég m.a. með því að ræða við starfsfólkið í hinum ýmsu störfum og stöðum hjá fyrir- tækinu. Þetta tók mig tvo og hálfan mánuð. Þá hafði ég fengið nokkuð góða mynd af fyrirtækinu sjálfu. Eftir það reyndi ég, meó aðstoð margra, að fá eins glögga mynd af markaðsstöðunni og þörfum markaðarins eins og hægt var. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir var að ákveða hvers konar stefnu ætti að taka. Hvaða markmið ætti að setja fyrirtæk- inu og hvers konar skipulag hentaði því til þess að ná há- marks árangri. Nýtt skipulag var tekiö upp og meginmark- mið þess var að ganga mjög langt í því að færa ákvarðana- töku til þeirra sem hæfastir voru til þess að ákveða. Þannig voru völdin í reynd færð frá þeim sem voru efst í stjórnar- píramídanum. Ég ákvað þessa stefnu í samráði við stjórn fyrirtækisins og er óhætt aó segja að við höfum gengið mjög langt í því að gera sem flestar einingar sjálfstæðar. FV: Hver var meginkjarni þeirra markmiða sem sett voru? JC: Ég ákvað að ráðast ekki á kostnaðarhliðina og skera niður til þess að koma fyrir- tækinu út úr tapinu, heldur taldi vænlegra að reyna að auka tekjur fyrirtækisins. Frá árinu 1975 hafði stöðugt verið unnið að því að skera öll út- gjöld niður og halda öllum kostnaði í eins miklum skefjum og mögulegt var. Þetta hafði leitt af sér minnkandi þjónustu og í kjölfar þess minnkandi sölu. Það var unnið að því að gjörbreyta þessu og gera SAS að flugfélagi sem fólk í við- skiptaerindum kaus fremur en önnurflugfélög ef það þurfti að greiða fullt fargjald. Ástæðan fyrir því að við einbeittum okkur að þessu var sú að þarna var markaður, öruggur markaður, sem hafði sérhæfðar kröfur og 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.