Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 13
Texti: Anders Hansen
innlent
Islendingar leita utan
til fjölþjóðlegra viðskipta
Hin síðari ár og misseri hefur þess gætt í vaxandi
mæli hér á landi, að íslendingar hugi að ýmsum
möguleikum er standi þeim opnir erlendis. Hér er ekki
átt við útflutning á vörum frá íslandi í venjulegum
skilningi, heldur það að landsmenn eru að verða
þátttakendur í fjölþjóðlegum eða alþjóðlegum við-
skiptum þar sem litlu eða engu máli skiptir hvaðan
viðkomandi menn eru og heimaland þeirra kemur að
litlu eða engu ieyti við sögu í þessum viðskiptum.
íslendingar framleiða
sjónvörp
Viðtal við Óla Anton Bielvedt
forstjóra Nesco í Morgunblað-
inu fyrir nokkru vakti mikla at-
hygli, en þar er einmitt fjallað
um þetta ,,strandhögg“ (slend-
ingaáerlendamarkaði. Eftirað
hafa rekið Nesco í nokkur ár
hér heima, færði Óli Anton út
kvíarnar, og tók að sér umboð
fyrir belgískt stórfyrirtæki í
Noregi og síðar Svíþjóð. Hafði
Nesco um tíma mikil umsvif í
löndunum báðum, en starfsemi
þessari lauk hins vegar með
deilum milli Nesco og belgíska
fyrirtækisins, sem nú er verið
aö útkljá fyrir dómstólum.
Reynsla sú, sem Nescomenn
öfluðu sér meó fyrrgreindri
starfsemi varð á hinn bóginn til
þess að áfram var leitað hóf-
anna með starfsemi erlendis.
Eftir nokkrar athuganir hóf
Nesco síöan að framleiöa
13