Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 17
Lánstraust íslendinga með því minnsta í V-Evrópu Lánstraust íslendinga á alþjóðalánamörkuðum er slæmt og hefur heldur versnað á síðasta vetri. Sam- kvæmt könnun tímaritsins Institutional Investor, sem birt var í mars sl. njóta aðeins tvö lönd í Vestur-Evrópu minna lánstrausts en ísland, það eru Portúgal og Tyrkland. Á lista fyrirtækisins, þar sem eru 107 lönd er ísland í 39. sæti og hefur reyndar hækkað upp um tvö sæti frá síðustu könn- un, en gefnum stigum hefur fækkað á einu ári um 2,8. Þessar upplýsingar tímarits- ins skjóta nokkuð skökku vió ítrekuðum yfirlýsingum yfir- manna Seðlabankans um gott lánstraust okkar á erlendum lánamörkuðum. Reyndar má segja aö í 39. sæti séum við ofan við meðaltal þar sem könnunin nær til 107 landa. En við erum með 52,8 stig miðað við meóaltalió sem er 42,2 stig. Þau lönd, sem eru fyrir neðan okkur eru hins vegar öll með lægri þjóðartekjur á mann en við og teljast öll til vanþróaðra ríkja nema Austur Evrópulönd- in og ísrael. Hefur áhrif á lánskjör En hvaða máli skiptir láns- traustið? Það getur skipt veru- legu máli þar sem mat banka á áhættu láns hefur áhrif á lána- kjör. Við þurfum því líklega aö borga lánadrottnum okkar hærri áhættuþóknun en önnur lönd Vestur-Evrópu. Fyrir skulduga þjóð getur eins prós- ent hærri vaxtaauki á grunn- vexti, eins og tíðkast á mörgum okkar lánum, þýtt umtalsverðar upphæðir í aukaútgjöldum. Það er margt sem getur baft áhrif á lánstraust þjóðar. Und- anfarin ár höfum vió sjálfsagt fátt gert sem aukið hefur traust erlendra bankamanna á end- urgreiðslugetu okkar. Stjórn- arfar hefur verið hér með ein- dæmum ótryggt og markviss efnahagsstefna hefur ekki ver- ið til staðar. Verðbólga hefur geysað, halli verið á viðskipta- jöfnuði, miklar sveiflur í fram- leiðslu og tekjum, einhæfni í atvinnulífi. ör þensla ríkisgeir- ans og minnkandi hagkvæmni í rekstri ásamt mörgu öðru hefur grafið undan íslensku krón- unni, skapað vantrú á íslensku efnahagslífi og stjórnarfari og óvissu um framtíðarhorfur. Það lánar enginn peninga þangað sem svo er ástatt nema gegn góðri greiðslu. Institutional Investor gerir þessa könnun á lánstrausti þjóða tvisvar á ári. Allt að 100 leiðandi bankar á alþjóða- markaði taka þátt í könnun þlaðsins. Gefa þeir löndunum stig frá núlli upp í 100, þar sem hæsta talan er gefin því landi, sem bankinn telur aó minnstar líkur séu á aö standi við greiðsluskuldbindingar sínar. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.