Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 83
bækur Leiðrétt mynd af Thatcher Augu manna hafa í vaxandi mæli beinst að Bret- landi. Flest bendir til þess að efnahagur landsins sé nú að komast upp úr mestu lægðinni, sem hann hefur lent í síðan í kreppunni um 1930. Nýlega kom út í Svíþjóð bók þar sem skýrð eru grundvallaratriði efnahagsstefnu Margaret Thatchers. Bókin nefnist „Ett annat England“ og er höfundur hennar Janerik Larson, ritstjóri blaðs sænska vinnuveitendasam- bandsins, SAF. Það sem greinilega hefur hvatt Larsson til að skrifa þessa bók er sú skakka mynd, sem sænsk dagblöð hafa dregið upp af efnahagsástandi Bret- lands. Stefna stjórnar íhalds- flokksins, eftir aö hann komst til valda í maí 1979, hefur iðu- lega verió skrumskæld í sænskum blöðum, ekki síöur en í íslenskum fjölmiðlum. Allt- of mikið hefur veriö gert úr peningastefnu, eóa monetar- iskum þætti efnahagsstefn- unnar, og önnur umfjöllun pressunnar hefur verið í trölla- sögustíl, að mati Larssons. I bók sinni reynir hann að skýra þá hugsun, sem liggur ,,thatcherismanum“ að baki. Þaó fer ekki framhjá lesand- anum að höfundur bindur vonir um batnandi framtíð við leið- toga breska íhaldsflokksins. Leiöin er markviss stefna, grundvölluð á nákvæmri skil- greiningu á brestum velferðar- ríkisins, sem að svo miklu leyti er til af félagslegum tilfærslum verðmæta. Einkenni ,,bresku veikinnar" á síðasta áratug þekkja allir. Hvergi var um að ræöa fram- leiðniaukningu í atvinnulífi, stöðugur halli var á ríkisrekstr- inum, ríkisgeirinn þandist stöðugt út, tilhneiging til fjár- festinga minnkaði, atvinnu- tækin úreldust stöóugt o.s.frv. Ástæðan var að dómi Larssons víðtæk samstaða um ranga stefnu. Bæði Verkamanna- flokkurinn og íhaldsflokkurinn ráku stefnu, sem fól í sér, skref fyrir skref, frávik frá markaðs- hyggju meö örlagaríkum af- leiðingum. Á 18. öld ríkti andi frjálslynd- isstefnunnar í Bretlandi, þar sem miðstýringar gætti lítt en gróska var í atvinnuuppbygg- ingu og tækniframförum. íhaldsflokkurinn lagði grund- völlinn að velferóarríkinu áriö 1832 þegar Reform Act var samþykktur og í kjölfarið gætti vaxandi miðstýringar og skrif- finnsku. Stefnunni, sem þá var mörkuö, hefur síðan verið fylgt allt fram til 1979, með mismun- Thatcher: Rauf samstöðuna um velferðarríkið. andi áherslum af nánast öllum ríkisstjórnum, óháð flokkslit. Rifjar Larsson upp ummæli frjálslynds þingmanns frá 1890, ,,We are all socialists now“. Eftir að stjórn Edwards Heath haföi mistekist og James Callaghan lent íógöngum með sína ríkisstjórn í lok síðasta áratugs varð tækifæri til rót- tækra umskipta í bresku stjórnmálalífi. Eftir að hafa fyrst náð völdum í flokknum náöu Margaret Tatcher og fylgis- 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.