Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 53
t.d. meðan vélabúnaður er á leið frá framleiðanda til notanda. í slíku tilfelli væri hreint ekki víst að nokkurn tíma kæmist upp um verknaðinn, þar sem verksum- merki þyrftu alls ekki að koma fram af vinnuforritum eða geymdum gögnum.7) Hvaðertil ráða? í mörgum tilfellum nær fremj- andinn að þurrka út ummerki verksins þegar honum þykir farið að volgna undir sér. Við ,,réttar“ aðstæður er misferli auðvelt ( framkvæmd, uppgötvun hins veg- ar erfið eða ólíkleg, og beint eða óbeint tjón fórnarlambsins rýkur upp úr öllu valdi. Það er því Ijóst að fyrirbyggjandi aðgerðir einar duga, að hindra, að misferli eigi sér stað. Ef reynt er að ráða í ástæður þær eða réttlætingar, sem fjár- dragari hefur uppi gagnvart sjálf- um sér eða öðrum fyrir og eftir uppgötvun, virðist óánægja með starfið vera algeng, og sú tilfinning að vinnuveitandi kúgi starfsmann sinn eða misbeiti aðstöðu sinni gagnvart honum. Á þetta síðan að leiða til hefndar- eða endurgjalds- viðhorfs. Ennfremur er hann gjarnan sagður hafa á tilfinning- unni að allir steli, það sé heimsku- legt að reyna ekki líka að mata krókinn, að litlar líkur séu á upp- Ijóstrun, en þaðan af minni á kæru. Og kann það síðastnefnda vissu- lega að vera rétt. Hvað þessi atriði varðar sér- staklega ætti a.m.k. að nokkru leyti að vera hægt að bregðast við með skynsamlegri ráðningarstefnu og stjórnun, og með því að stjórn- endur og yfirmenn geri sér gren fyrri því siðferðilega fordæmisgildi sem þeirra eigin framkoma og heildarstefna fyrirtækisins hefur. Afsláttur eða undantekningar frá heiðarleikakröfum geta skapað andrúmsloft, sem fyrirtækinu verður mjög skeinuhætt. 8) Það hefur verið talið fjárdrögurum til mikils léttis, hve oft sé fallið frá kæru. Þetta er að sumu leyti skilj- anlegt, því til að koma lagi á bók- haldið eftir ósköpin og fá upplýst hverju tjónið hefur numið, verður oft samstarf fremjandans að koma til. Verður samningsaðstaða hans því ótrúlega sterk þegar endur- greiðslu er krafist og kæru hótað. Auk þess þarf kjark til að leggja sþilin á borðið gagnvart viðskipta- mönnum, og leyfa misferli innan fyrirtækisins að komast í hámæli. Hin hliðin á málinu er sú, að þá fyrst fer viðskiptamaðurinn að hugsa sig um tvisvar, þegar hann uppgötvar, að reynt hefur verið að þagga niður atferlið. Þar fyrir utan stafar samfélaginu í heild hætta af óupplýstum og ókærðum afbrot- um. Ekki verður fjárdráttur framinn nema tvennt sé til staðar samtímis, nefnilega viljinn til verksins og tækifærið til þess. í gegnum ald- irnar hafa myndast vissar skipu- lags- og verklagsreglur innan stofnana sem með verðmæti fara, og meðal annars er ætlað að draga úr áhrifum tækifærisþáttar- ins. Má nefna sem dæmi um al- þekkt atriði á borð við tvíhliða bókhald, verkaskiptingu og deild- arskiptingu. Almenntséð kann það ekki góðri lukku að stýra, að sami maður veiti innborgunum viðtöku og heimili einnig útborganir, eða gæti vörulagers og sjái líka um talningu og birgðabókhald. í heild má segja, að helsta öryggisþýðing verka- og ábyrgðarskiptingar sé að sammæli tveggja eða fleiri þurfi til misferlis. Þannig vinnst tvennt. í fyrsta lagi eru samsæri ólíklegri en eins manns pukur, og í öðru lagi er líklegra að upp um þau komist. 9) Slík verka- og ábyrgðarskipting er því meiri nauðsyn í tölvuvæddu fyrirtæki. Til dæmis ætti verksvið tölvara að takmarkast við venju- lega notkun tölvunnar, og forritar- ar ættu ekki að sjá um daglegar færslur líka. Tæknilegar öryggisráðstafanir, sem byggðar eru inn í tækin og forritin, gegna einnig mikilvægu hlutverki, svo sem lykilorðið, sem rita þarf inn áðuren vinna hefst við tækið. Forrit er hægt að útbúa með ýmis konar takmörkunarráð- stöfunum, til dæmis þannig, að fleiri en ein greiðsla til sama við- takanda sé óframkvæmanleg yfir viss tímabil, og finna má rökreglur, sem hver færslutegund verður að hlíta, eigi tölvan að taka hana gilda. Sjálfvirk ,,logg“ geta tekið við og geymt uþþlýsingar um númer, tíma og tegund færslu, hvaða lykilorð var í notkun, o.s.frv. Líklega fer mikil vinna í það nú orðið að finna upp og framkvæma slíkar öryggisráðstafanir, og allar hljóta þær að hafa einhvern kostnað í för með sér, beinan eða óbeinan. í baráttunni gegn tölvumisferli er engin stöðug víglína, en sú vitneskja má ekki leiða til þess, að ekki sé hirt um allar eólilegar var- úðarráðstafanir. Þegar fjárdráttur er framinn er alltaf hægt eftir á að benda á skipulagsatriði eða ann- að, sem vanrækt hefur verið. Hug- kvæmni mannsandans er svo mik- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.