Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 69
vegna hás gengis dollarans og gengisfellinga m.a. í Suður- Ameríku. Því reynir fyrirtækið að auka tekjur í dollurum með því aó leggja áherslu á fjárfest- ingar í Bandaríkjunum. En sterk tök á erlendum mörkuöum hafa ekki einvörð- ungu verið fyrirtækinu til gleði og ánægju. Mikil sala í Suður- Ameríku og sumum vanþróuð- um ríkjum hefur orðið til þess að vörumerkiö er sett í pólitískt samhengi. Um það sagði Roberto Goizeta nýlega í blaðaviðtali: ,,Þetta er verðið, sem við greiðum fyrir að vera númer eitt í heiminum. Coca-Cola er samheiti Bandaríkjanna og yfir því erum við stolt.“ Og um ,,Coke-heimsvalda- stefnuna" sagði hann enn- fremur: ,,Hvort sem okkur líkar betur eða verr veita stórfyrir- tækin vörur og þjónustu með mestrihagkvæmni.Þaueruekki. öðrum rétthærri en á meðan þau þjóna almennum hags- munum mun þeim vegna vel.“ Verksmiðjur í Kína En stjórnmálatengingin á sér einnig jákvæðar hliðar. Þegar samskipti Kína og Bandaríkj- anna bötnuðu fyrir nokkrum árum vildu stjórnmálamenn í báðum löndum að bandarískt fyrirtæki haslaði sér völl í Kína, sem tákn um bætta samvinnu. Fyrirtækið varð Coca-Cola. Þaó á nú tvær verksmiðjur í Kína, þar sem Kóki er tappað á flöskur. Aó öðru leyti færist fyrirtækið undan rekstri átöpp- unarverksmiðja, heldur selur einkaleyfi til slíks. Verksmiðjur Coca-Cola framleiða einungis þykkni. Coca-Cola er stærsti ein- staki kaupandi á sykri í heimin- um og sendir fyrirtækið ráð- gjafa til margra þróunarlanda. Fyrirtækið lítur engan veginn þannig á að það mergsjúgi fá- tæk lönd, heldur þvert á móti ýti undir iönþróun, enda er hagnaðurinn sem tekinn er heim aðeins brot af virðisauk- anum, sem skapaður er í við- komandi landi. □ Kastrup verður ódýrasta fríhöfn í Evrópu Danir hafa nú ákveðið að gera fríhöfnina á Kastrupflug- velli við Kaupmannhhöfn þá ódýrustu í Evrópu, en fram til þessa hefur hún þótt vera meðal hinna dýrari. Þá á að auka verulega vöruval, meðal annars á sælgæti, snyrtivör- um, Ijósmyndavörum og raf- tækjum. Arne Melchior, samgöngu- ráðherra Dana er langt kominn með undirbúning, og þarf hann aðeins að fá samþykki kollega sinna í Skandinavíu við auknu vöruvali. Ein af aðalástæðunum fyrir hinu háa verðlagi, sem nú er á Kastrup er talin felast í aðferð- inni við útleigu. Rekstur frí- hafnarinnar er boðinn út til hæstbjóðanda, sem borgar sem sagt himinháa leigu fyrir aðstöðuna, sem gengur síðan út í verðlagið. Reksturinn er nú í höndum Sterling Airways, sem fékk hann eftir harða bar- áttu við SAS. Melchior telur nú að eðlileg- ast sé að skipta flugstöðinni í leiguflugssal og sal fyrir far- þega íáætlunarflugi og úthluta Sterling og SAS fríhafnar- reksturinn á hvorum stað. Að minnsta kosti telur ráðherrann að útboð komi ekki aftur til greina. □ Gerist áskrif- endur Símar 82300 íþróttablaðið 82302 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.