Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 69

Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 69
vegna hás gengis dollarans og gengisfellinga m.a. í Suður- Ameríku. Því reynir fyrirtækið að auka tekjur í dollurum með því aó leggja áherslu á fjárfest- ingar í Bandaríkjunum. En sterk tök á erlendum mörkuöum hafa ekki einvörð- ungu verið fyrirtækinu til gleði og ánægju. Mikil sala í Suður- Ameríku og sumum vanþróuð- um ríkjum hefur orðið til þess að vörumerkiö er sett í pólitískt samhengi. Um það sagði Roberto Goizeta nýlega í blaðaviðtali: ,,Þetta er verðið, sem við greiðum fyrir að vera númer eitt í heiminum. Coca-Cola er samheiti Bandaríkjanna og yfir því erum við stolt.“ Og um ,,Coke-heimsvalda- stefnuna" sagði hann enn- fremur: ,,Hvort sem okkur líkar betur eða verr veita stórfyrir- tækin vörur og þjónustu með mestrihagkvæmni.Þaueruekki. öðrum rétthærri en á meðan þau þjóna almennum hags- munum mun þeim vegna vel.“ Verksmiðjur í Kína En stjórnmálatengingin á sér einnig jákvæðar hliðar. Þegar samskipti Kína og Bandaríkj- anna bötnuðu fyrir nokkrum árum vildu stjórnmálamenn í báðum löndum að bandarískt fyrirtæki haslaði sér völl í Kína, sem tákn um bætta samvinnu. Fyrirtækið varð Coca-Cola. Þaó á nú tvær verksmiðjur í Kína, þar sem Kóki er tappað á flöskur. Aó öðru leyti færist fyrirtækið undan rekstri átöpp- unarverksmiðja, heldur selur einkaleyfi til slíks. Verksmiðjur Coca-Cola framleiða einungis þykkni. Coca-Cola er stærsti ein- staki kaupandi á sykri í heimin- um og sendir fyrirtækið ráð- gjafa til margra þróunarlanda. Fyrirtækið lítur engan veginn þannig á að það mergsjúgi fá- tæk lönd, heldur þvert á móti ýti undir iönþróun, enda er hagnaðurinn sem tekinn er heim aðeins brot af virðisauk- anum, sem skapaður er í við- komandi landi. □ Kastrup verður ódýrasta fríhöfn í Evrópu Danir hafa nú ákveðið að gera fríhöfnina á Kastrupflug- velli við Kaupmannhhöfn þá ódýrustu í Evrópu, en fram til þessa hefur hún þótt vera meðal hinna dýrari. Þá á að auka verulega vöruval, meðal annars á sælgæti, snyrtivör- um, Ijósmyndavörum og raf- tækjum. Arne Melchior, samgöngu- ráðherra Dana er langt kominn með undirbúning, og þarf hann aðeins að fá samþykki kollega sinna í Skandinavíu við auknu vöruvali. Ein af aðalástæðunum fyrir hinu háa verðlagi, sem nú er á Kastrup er talin felast í aðferð- inni við útleigu. Rekstur frí- hafnarinnar er boðinn út til hæstbjóðanda, sem borgar sem sagt himinháa leigu fyrir aðstöðuna, sem gengur síðan út í verðlagið. Reksturinn er nú í höndum Sterling Airways, sem fékk hann eftir harða bar- áttu við SAS. Melchior telur nú að eðlileg- ast sé að skipta flugstöðinni í leiguflugssal og sal fyrir far- þega íáætlunarflugi og úthluta Sterling og SAS fríhafnar- reksturinn á hvorum stað. Að minnsta kosti telur ráðherrann að útboð komi ekki aftur til greina. □ Gerist áskrif- endur Símar 82300 íþróttablaðið 82302 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.