Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.1983, Blaðsíða 36
Síðan þá hefur gætt aukins skilnings á nauðsyn hagnaöar hjá fyrirtækjum. Hér í Svíþjóð er þetta kallaó ,,nýkapitalismi“. Þetta er kapitalismi sem er já- kvæður í garð hagnaðar fyrir- tækja, jákvæður fyrir breyting- um, nýjum framkvæmdum, nýjum hugmyndum og nýjum stjórnunaraðferðum þar sem ákvöröunarvaldið er miklu meira hjá starfsfólkinu sem vinnur beint við framkvæmd- irnar þótt stjórnendurnir leggi línurnar. Til dæmis hafa síö- ustu vikurnar birst fjölmargar greinar í dagblöðunum í Sví- þjóð um ,,nýkapitalismann“. Ég get nefnt sem dæmi um hugarfarsbreytinguna að fyrir nokkru hélt ég fyrirlestur í há- skólanum í Lundi. Á fundinum voru 800 manns og stemningin var góð. Ef ég hefói komið þarna og haldið fyrirlestur kringum 1970 þá hefði í mesta lagi mætt 50 manns á fundinn og þeir hefðu allir verið með fyrirfram mótaöar og neikvæð- ar skoðanir á efni því sem ég var aó flytja. Mér fundust við- brögöin þarna stórkostleg. Eftir fundinn ræddi ég við marga prófessora um þessi breyttu vióhorf. Þeir voru allir á einu máli aó álit fólks á einka- rekstri og hagnaði fyrirtækja væru nú önnur en áður. Fólk er farið að sjá að ríkisrekstur skil- ar alls ekki sama árangri og einkarekstur, aó árangur einkarekstrarins er miklu meiri en ríkisrekstrar við sömu aö- stæður. FV: En nú er SAS ríkisfyrir- tæki? JC: Nei. SAS hefur ekki þeg- ið ríkisstyrk og ekki farið fram á hann. Þaö lýtur nákvæmlega sömu lögmálum og einka- rekstur gerir yfirleitt, enda er þaó hlutafélag og þar af leió- andi verður fyrirtækið að teljast einkafyrirtæki. FV: Hversu margir eru í stjórn SAS og hvernig er hún samsett? JC: í stjórninni eru 9 menn. Þrír frá hverju landi. Einn frá hinu opinbera, einn frá einka- aðilum sem eiga hlutafé og einn frá verkalýössambandi hvers lands. FV: Flugleiðir hf. er stærsta flugfélagið á íslandi. Með Flugleióum hf. og SAS er ákveðið samstarf. Gætir þú hugsað þér aó auka þaó? JC: Þaó samstarf sem verið hefur milli SAS og Flugleiða hf. hefur verið báðum fyrirtækj- unum til hagsbóta, en ég sé ekki í fljótu bragöi hvernig unnt væri að auka samstarfið aö neinu marki. En sé einhver leið til sem bæði fyrirtækin geta haft hag af þá er ekkert því til fyrirstöðu að auka samvinn- una. FV: Svíþjóó er þekkt land fyrir mikil ríkisafskipti og háa skatta. Hversu mikla skatta greiðir fyrirtækið af hagnaði? JC: Því er hvorki að leyna né neita aó ríkisafskipti í Svíþjóð eru mikil og hafa farið vaxandi á síðustu áratugum. En ég held að sú skoðun eigi vaxandi fylgi aö fagna hér að draga beri úr samneyslunni og jafnvel stööva hana aö ákveðnu marki. Þótt skattar séu geysiháir í Svíþjóð hefur atvinnurekstur- inn jafnan notið talsverðs skilnings hjá stjórnvöldum. Því eru aðstæðurnar ekki eins slæmar hvað atvinnurekstur- inn varðar og margir halda. Af hagnaði greiða fyrirtæki um 55% í tekjuskatt. FV: Nú langar okkur til þess aö venda okkar kvæði dálítið í kross og spyrja hvaða ráð þú getur gefið ungum mönnum sem eru t.d. í námi og ætla sér að fara út í stjórnunarstörf? JC: Eitt er grundvallaratriði, — menn verða að leggja sig fram við að gera ekki einföld mál flókin. Annaö er það aö menn veröa að skilja að tekj- urnar verða að vera meiri en útgjöldin. Til þess að ná árangri þarf því annaðhvort að auka tekjur eða skera niður út- gjöld. Þeir sem eru í skóla og ætla sér í stjórnunarstörf þurfa að leggja sig fram viö aö læra aö umgangast fólk, kynnast því og starfa með því. Og sá lær- dómur verður ekki numinn af bókum. FV: Að lokum: Á íslandi er nú meira en 100% veróbólga. Fyrirtækin eru yfirleitt rekin með halla og framboö á lánsfé er um helmingur þess sem eðlilegt gæti talist. Stórkost- legur halli er í ríkisfjármálum og verulegur samdráttur í útflutn- Varla auðvelt að stjórna rekstri á íslandi. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.