Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 30

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 30
„Ég vil aö SAS verði stundvísasta flugfélag í heiminum eftir sex mán- uði.“ Það var skipun til stöðvarstjórans á Kastrup. manna. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins var ekki orðin mjög alvarleg, en hefði orðið það fljótlega ef ekki hefði verið gripið í taumana. FV: Getur þú lýst hvernig andrúmsloftið var hjá fyrirtæk- inu? JC: Þaö verður best gert með því að segja að talsvert og vaxandi vonleysi hafi gætt meðal starfsfólksins. FV: Nú hefur þú á tiltölulega skömmum tíma snúiö tap- rekstri þriggja stórfyrirtækja í hagkvæman rekstur sem skilar arði. Hvernig nálgaðist þú það verkefni að lagfæra rekstur SAS? JC: (fyrstu reyndi ég að gera mér eins Ijósa grein fyrir rekstri fyrirtækisins og innviðum þess eins og frekast var kostur. Þaö gerði ég m.a. með því að ræða við starfsfólkið í hinum ýmsu störfum og stöðum hjá fyrir- tækinu. Þetta tók mig tvo og hálfan mánuð. Þá hafði ég fengið nokkuð góða mynd af fyrirtækinu sjálfu. Eftir það reyndi ég, meó aðstoð margra, að fá eins glögga mynd af markaðsstöðunni og þörfum markaðarins eins og hægt var. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir var að ákveða hvers konar stefnu ætti að taka. Hvaða markmið ætti að setja fyrirtæk- inu og hvers konar skipulag hentaði því til þess að ná há- marks árangri. Nýtt skipulag var tekiö upp og meginmark- mið þess var að ganga mjög langt í því að færa ákvarðana- töku til þeirra sem hæfastir voru til þess að ákveða. Þannig voru völdin í reynd færð frá þeim sem voru efst í stjórnar- píramídanum. Ég ákvað þessa stefnu í samráði við stjórn fyrirtækisins og er óhætt aó segja að við höfum gengið mjög langt í því að gera sem flestar einingar sjálfstæðar. FV: Hver var meginkjarni þeirra markmiða sem sett voru? JC: Ég ákvað að ráðast ekki á kostnaðarhliðina og skera niður til þess að koma fyrir- tækinu út úr tapinu, heldur taldi vænlegra að reyna að auka tekjur fyrirtækisins. Frá árinu 1975 hafði stöðugt verið unnið að því að skera öll út- gjöld niður og halda öllum kostnaði í eins miklum skefjum og mögulegt var. Þetta hafði leitt af sér minnkandi þjónustu og í kjölfar þess minnkandi sölu. Það var unnið að því að gjörbreyta þessu og gera SAS að flugfélagi sem fólk í við- skiptaerindum kaus fremur en önnurflugfélög ef það þurfti að greiða fullt fargjald. Ástæðan fyrir því að við einbeittum okkur að þessu var sú að þarna var markaður, öruggur markaður, sem hafði sérhæfðar kröfur og 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.