Frjáls verslun - 01.03.1985, Qupperneq 5
frjáls
verzlun
FRJÁLS VERZLUN
Sérrit um viöskipta-,
efnahags- og atvinnumál
RITSTJÓRI:
Sighvatur Blöndahl
RITNEFND:
Kjartan Stefánssori
Pétur A. Maack
LJÓSMYNDARAR:
Jens Alexandersson
Loftur Ásgeirsson
AUGLÝSINGASTJÓRI
Sjöfn Sigurgeirsdóttir
ÚTGEFANDI:
Frjálst framtak hf.
Timaritið er gefið út i samvinnu
við Verzlunarmannafélag
Reykjavikur og Verzlunarráð
Islands
SKRIFSTOFA OG
AFGREIÐSLA:
Ármúli 18, simi 82300
Auglýsingasimi 31661
STJÓRNARFORMAÐUR:
Magnús Hreggviðsson
AÐALRITSTJÓRI:
Steinar J. Lúðviksson
SKRIFSTOFUSTJÓRI:
Halldóra Viktorsdóttir
MARKAÐSSTJÓRI:
Sigríður Hanna
Sigurbjörnsdóttir
SETNING, PRENTUN OG
BÓKBAND:
Prentstofa G. Benediktssonar
LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf.
Öll réttindi áskilin varðandi efni
og myndir
Ritstjóraspjall
Heldur rofaö til
í efnahagsmálum
HELDUR rofaði til í efnahagsmálum okkar íslendinga á siö-
asta ári. Þetta kemur fram í samantekt Frjálsrar verzlunar á út-
komu efnahagsmála helstu iðnríkja á síöasta ári. íslendingar
skipa 13. sæti listans af 16. Hins vegar höfum við halað inn
nokkur stig frá fyrra ári og þannig fjarlægst „langlegusjúkl-
ingana" á botninum ítali og Frakka. Skýrustu merkin um bætta
stöðu okkar er mikil minnkun verðbólgu, þó svo að við séum
enn konungar konunganna á því sviði, og aukning þjóðarfram-
leiðslu og fjármunamyndunar. Því er hins vegar ekki að leyna,
að efnahagur okkar ber enn mikil sjúkdómseinkenni. Þau
helstu eru mun meiri verðbólga en i viöskiptalöndum okkar og
vaxandi og mikill halli á viðskiptum okkar við útlönd. Líklega
er viðskiptahallinn alvarlegasta vandamál okkar og á hann
ugglaust eftir að setja mikinn svip á íslenskt þjóðlíf á komandi
árum. Mikilla stökkbreytinga í efnahagslífi íslendinga er ekki
að vænta á þessu ári. Þjóöarframleiðsla mun að vísu aukast
lítisháttar, fjármunamyndun veröur að líkindum hægfara, ekki
er að vænta aukningar á atvinnuleysi. Verðbólgan verður fyrir-
sjáanlega meiri en i viðskiptalöndunum, viöskiptahallinn er
uggvænlegur, en launaþróunin er síðan mjög óráöið dæmi, en
þaö má allt eins gera ráð fyrir átökum á seinni hluta ársins.
Þessu má gera því skóna, aö við verum áfram í svipuðum fé-
lagsskap og því fyrir neöan 10. sætið á afrekalistanum. Eins
og áður sagði má allt eins gera ráð fyrir átökum á vinnumark-
aðnum þegar nær dregur hausti, en þá eru kjarasamningar
fjölmargra lausir. Frjáls verzlun vill eindregið hvetja aðila til að
setjast niður með góðum fyrirvara og ná skynsamlegu sam-
komulagi, þannig að hörmungarsagan frá síöastliðnu hausti
endurtaki sig ekki, samið upp á óraunhæfar prósentur, sem
síðan fóru beint út í verðlagið og verðbólgan þaut upp. Allir
töpuðu á þeim samningum. Slíkt má hreinlega ekki endurtaka
sig, ef takast á að ná eðlilegu jafnvægi í íslensku efnahagslífi
á næstu árum, sem hlýtur að vera takmarkið.
Sighvatur Blöndal
5