Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 46
Skipafélögin
Næst er aö nefna skipafélögin.
í vetur hefur veriö talsverö um-
ræöa i fjölmiðlum um erfiðleika og
taprekstur i kaupskipaútgerð is-
lendinga. I fáum greinum viö-
skipta hér á landi er samkeppnin
haröari og hún hefur vissulega
skilaö sér i lægri flutningsgjöldum
og þar meö lægra vöruverði til
neytenda. Nú er væntanlega búiö
aö ná eins langt á þeirri braut og
unnt, er þvi ekki geta þessi fyrir-
tæki lifaö til lengdar í taprekstri.
En hvernig er þá hægt að varö-
veita þann árangur af samkeppn-
inni sem náöst hefur og jafnvel
bæta um betur? Viö þvi er aðeins
eitt svar. Meö þvi aö fylgja
skynsemisstefnu. Og skyn-
semisstefnan felst i betri nýtingu
fjármuna. Sennilega er heildar-
nýting islenzka kaupskipaflotans
ekki nema 60% aö meðaltali yfir
áriö! Hin ónýtta umframgeta
kostar þjóöina mikiö. Þarna hefur
samkeppnin gengiö of langt meö
tilliti til þjóöarhagslegrar hag-
kvæmni. Meö einhvers konar
samstarfi milli skipafélaganna
veröur aö bæta þessa nýtingu. í
þvi sambandi er vert aö staldra
viö hugmynd um samsiglingar-
kerfi, sem Einar Hermannsson,
skipaverkfræöingur, reifaöi fyrir
nokkrum vikum í Morgunblaös-
grein. Samsiglingarkerfi eöa
„konferensur" tiökast allt i kring-
um okkur um allan hinn vestræna
heim — beinlinis til aö koma i veg
fyrir svo slæma nýtingu á flota
sem hér blasir viö. Þrátt fyrir þaö
þykir i þessum löndum meö engu
vegið aö frjálsri samkeppni í
kaupskipaútgerðinni. Sama gildir
um vöruhúsarekstur þeirra
þriggja skipafélaga sem stunda
reglubundnar siglingar til og frá
landinu. Hér er hvert félag meö
sinn rekstur, en viöast hvar er-
lendis eru sérstök fyrirtæki sem
sjá um þetta.
Vátryggingar
Vátryggingarstarfsemi á ís-
landi er dæmigerö atvinnugrein,
þar sem kröftunum er allt of mikiö
dreift. Vegna smæöar fyrir-
tækjanna verður aö treysta mun
meira á erlendar endurtryggingar
en ella væri þvi félögin geta ein-
ungis tekiö áhættu í samræmi við
fjárhagslegan styrk sinn. Vá-
tryggingarstarfsemin er í raun
heimsmarkaösstarfsemi þar sem
nákvæm vinnubrögð, þekking,
viðskiptasambönd og styrkleiki
ráöa úrslitum.
Smæöin hlýtur aö vera íslend-
ingum nokkur fjötur um fót aö
þessu leyti. Hagkvæmni stærri
rekstrareininga hlyti aö skila sér
þarnaaö fullu.
Stærsta islenzka vátryggingar-
félagiö er á vegum samvinnu-
hreyfingarinnar og þaö næst
stærsta i eigu rikisins. Spyrja má:
Þvi skyldu ekki einhver af þeim
hlutafélögum í vátryggingar-
starfseminni sem þarna koma á
eftir ekki sjá sér hag í aö ganga til
myndarlegs samstarfs eöa sam-
einingar til bættrar arðsemi og
aukins styrkleika?
Hér aö framan hefur veriö
staldraö viö fjórar greinar viö-
skiptalifsins, sem eru talsvert
áberandi.
En þaö sem hér hefur veriö
sagt á viö á flestum sviðum
atvinnulifsins. Hvað um útgerö og
fiskvinnslu? Hljóta ekki sömu
rökin um hagkvæmni stærri
rekstrareininga einnig aö gilda
þar? Á þvi er enginn vafi. Og þar
eru líka til athyglisverð dæmi eins
og samstarf hraöfrystihúsanna i
Vestmannaeyjum um
togaraútgerö, þegar þau
mynduðu útgeröarfélagiö
Samtog hf. og komu allri togar-
aútgerö sinni á eina hendi.
Það er vettvangur fyrir skyn-
semisstefnu i öllum atvinnugrein-
um Íslendinga.
En þaö verður einhver aö stiga
fyrstu skrefin og brjóta isinn.
Þess vegna veröur fylgst grannt
meö því, hvort rikisstjórnin stend-
ur viö orö sín um aö sameina
bankana. Þá mun ýmislegt fylgja í
kjölfariö.
Canon
Canon
íöll
verkefni
Shrifuélin hf CSBI
Suðurlandsbraut 12. S: 685277 og 685275.
44