Frjáls verslun - 01.03.1985, Side 56
m '
Innanhúss veröur síöan nokkurs konar gata eöa stræti meö verslunum á báöa bóga og Hagkaupsverslunin i noröur
enda hússins. Hér erum viö stödd í efri hæðinni á torginu.
rekstrar fyrirtækisins undir sama
þaki, skrifstofur, lager, kjöt-
vinnslu og fleira sem nú er á
mörgum stööum i bænum. Hag-
kaup er i dag i leiguhúsnæði sem
byggt var fyrir iðnað og þvi er ekki
nema eðlilegt að fyrirtækið stefni
að þvi aö komast i eigiö húsnæði
sem hannað er fyrir starfsemina.
Stjórna „veðrinu"
Hvað verður einkum frábrugðiö
i þessu húsnæði miöað við aðra
stórmarkaði:
— Það sem er nýtt hjá okkur
er að geta boðið fólki upp á að
skoða og versla í fjölmörgum
búðum undir sama þaki, ganga
um yfirbyggt stræti allt árið um
kring þar sem við höfum „veður“
eins og á sumardegi. Einnig höf-
um við þarna mjög mörg bíla-
stæði eða um 900 og öll aökoma
á að verða mjög auöveld, hvort
sem menn aka austan úr Árbæ
og Breiðholtshverfum, sunnan úr
Kópavogi og öðrum nágranna-
byggðum eöa vestan úr bæ.
Við komum til með að stjórna
hitastigi og rakastigi og varðandi
lýsingu alla höfum við verið i
sambandi við innlenda og er-
lenda sérfræðinga á því sviði. Við
gerum ráð fyrir þvi að fólk komi til
meö að staldra mun lengur við i
þessari verslunarmiðstöð en t.d. í
Hagkaupsbúðinni i Skeifunni.
Þar er meöaltiminn frá þvi menn
fara úr bilnum og þar til þeir koma
út með vörur um 37 minútur á
annadegi. Á nýja staðnum gerum
við ráð fyrir aö fólk dvelji i einn til
einn og hálfan tima, liti i búöirnar
og eigi stefnumót, setjist inn á
veitingastaðina og þar fram eftir
götunum.
Hvernig gengur að fá kaup-
menn til að kaupa aðstöðu hér?
— Það hefur gengiö vel. Við
höfum kynnt þetta fyrir ýmsum
mönnum og er nú um það bil ár
siöan við hófum kynninguna.
Þegar höfum við selt tvö þúsund
fermetra og á næstunni geri ég
ráð fyrir að semjist um þrjú þús-
und til viðbótar. Þá eru eftir um
sex þúsund i fyrri áfanganum og
ég er bjartsýnn á að það takist.
Annar miöbær
Eru menn ekki hræddir um að
þessi miðstöð dragi um of versl-
un frá gamla bænum og Lauga-
veginum?
— Ég held i rauninni ekki. Að
undanförnu hafa verslanir verið
að flytjast úr miðbænum, frá
Laugaveginum, þ.e. þeir sem vilja
opna nýjar búðir i nýjum hverfum
hafa sótt i iðnaðarhverfin, t.d.
hafa margar verslanir veriö opn-
aðar i Múlahverfinu. Hér verður
safnaö á einn stað nánast öllum
tegundum verslana og þvi má
kannski fremur segja að hér opn-
ist annar miðbær, annar Lauga-
vergur og men þurfi þvi ekki að
aka um hin ýmsu hverfi til að leita
að hinum ýmsu og óliku verslun-
um. Ég held því að Laugavegur-
inn og miöbærinn eigi eftir að
standa fyrir sinu, en hér komi upp
ný staður þar sem menn geta
gegnið um og borið saman við
miðbæinn.
54