Frjáls verslun - 01.03.1985, Qupperneq 82
Viðast erlendis eru ofan-
greindar fjármálastofnanir, eink-
um bankar, tryggingafélög og lif-
eyrissjóðir einna mikilvægustu
kaupendur hlutabréfa. I Bretlandi
eru t.d. um 80% hlutabréfa m.v.
verðmæti í eigu fjármálastofn-
ana. Til þess að hlutabréfavið-
skipti eflist hér á landi, er Ijóst, að
breyta þarf heimildum fjármála-
stofnana til að festa fé i hluta-
bréfum.
Lög um bann við okri o.fl.
Þótt lög um bann við okri (1. gr.
56/1960) hafi eitt sinn þótt nauð-
synleg, eru þau i núverandi mynd
hindrun heilbrigöra verðbréfavið-
skipta og almenns útboös á
lánsfé. Vegna laganna, getur sá,
er vill taka lán á almennum mark-
aði t.d. með skuldabréfaútboði
ekki boðið sambærileg ávöxtun-
arkjör og ríkissjóður að teknu til-
liti til mismunandi áhættu og
skattakjara. Er nauðsynlegt að
annar aðili en skuldari sé útgef-
andi bréfsins. Rikir jafnvel vafi á
þvi að nægilegt sé, aö virtir
verðbréfasalar annist sölu bréf-
anna. Til þess að útboð lánsfjár á
almennum markaði þróist i sama
farveg og í nágrannalöndum okk-
ar er því nauösynlegt að eyða
réttaróvissu á þessu sviði og af-
nema 2., 3. og 6. gr. laga nr.
58/1960. Yrði svo gert er voh til
þess, aö fjármálastofnanir verði
virkir kaupendur verðbréfa á al-
mennum markaði.
Lög um tekju- og
eignarskatt.
Þrátt fyrir breytingar sl. vor
hafa lög um tekju- og eignarskatt
enn aö töluverðu leyti takmark-
andi áhrif á verðbréfaviðskipti. Að
visu eru vaxtartekjur, afföll og
gengishagnaður ekki skattskyld-
ar tekjur enda tengist þær ekki
atvinnurekstri, þótt þær skerði
möguleika til frádráttar á vaxta-
gjöldum vegna kaupa á ibúðar-
húsnæði.
Hins vegar er eign manna i
skuldabréfum útgefnum af ein-
staklingum eða atvinnufyrir-
tækjum skattskyld til eignar-
skatts. í flestum tilvikum verður
þvi að greiða eignarskatt af slikri
eign. Eignarskatturinn þýðir þvi,
að þessir aðilar þurfa að bjóða
tæplega 1 % hærri vexti en rikis-
sjóður og er þá einungis litið til
skattaóhagræðisins.
Verulegar breytingar urðu hins
vegar á skattlagningu eignar og
tekna af hlutabréfum. Eftir breyt-
inguna getur einstaklingur átt
hlutabréf að verðmæti 250.000
kr. og fengið greiddan 10% arð af
þeirri eign án þess að greiða
tekju- eða eignarskatt. Jafnframt
geta þeir aukið hlutafjáreign sina
um 20.000 krónur (útgáfa jöfn-
unarhlutabréfa ekki meötalin) og
dregið þá fjárhæð frá skattskyld-
um tekjum. Hjón teljast tveir ein-
staklingari þessu sambandi.
Með þessari breytingu má þvi
segja, að nú standi fjárfesting al-
mennings i hlutabréfum betur aö
vigi gagnvart rikisskuldabréfum.
Það verður þó að undirstrikast,
að islenskur atvinnurekstur hefur
ekki almennt sýnt það á undan-
förnum árum, að hann geti greitt
10% arð af endurmetnu hlutafé.
Slík tilvik heyra til undantekn-
inga. Einnig ber þess að geta, að
ekki er hvatt til þess með skatta-
legum aðgerðum, að fjármála-
stofnanir eða fyrirtæki festi fé i
hlutabréfum annarra fyrirtækja.
Þvert á móti eru flestum fjármála-
stofnunum meinaður slíkar
fjárfestingar eins og fyrr var rak-
iö.
Lesfó Átanga
Sími 82300
Frjálst framtak h/f.
78