Frjáls verslun - 01.03.1985, Qupperneq 100
Þjóðarframleiðsla jókst
meira 1984 en búist var við
Þaö hefur mörgum orðið undr-
unarefni seinustu mánuði, hve
tölur Þjóöhagsstofnunar (ÞHS)
um þjóðarbúskapinn á seinasta
ári hafa breyst mikiö. Á haust-
mánuðum var spáð nokkrum
samdrætti i þjóðarframleiöslu,
upp úr áramótunum taldi ÞHS
Ijóst að lítilsháttar aukning hefði
orðið, en samkvæmt seinasta
áliti ÞHS hefur þjóðarframleiðsl-
an aukist um 2,7% í fyrra, og er
þaö hvorki meira né minna en
tæplega 4 prósentustiga betri
útkoma, en áætlað hafði verið í
október 1984. Þessi mismunur
er í krónum talið upp á um 2.750
milljónir króna.
En allt aö einu, skekkjubil upp
á 4%-stig hlýtur að rýra tiltrú
manna á Þjóöhagsstofnun, sér-
staklega þar sem þjóöartekjur
og þjóðarframleiðsla eru grund-
vallarstæröir i öllum kjarasamn-
ingum.
Nokkuð skiptar skoðanir eru
um þaö, hvaö valdið hafi þessari
nær 3%-aukningu þjóöarfram-
leiðslunnar. Hagfræðingar Þjóð-
hagsstofnunar benda á, að út-
flutningsframleiöslan hafi aukist
mun meira en búist var viö, en nú
er talið að útflutningsframleiðslan
hafi aukist i raun um 12% á sein-
asta ári. Aðrir hagfræðingar hafa
hins vegar lýst þeirri skoöun
sinni, aö ástæöna hagvaxtarins i
fyrra megi fyrst og fremst leita í
mikilli þenslu á flestum sviðum
(hérá höfuðborgarsævðinu), sem
orsakaöist af miklum erlendum
lántökum, en þær renna að veru-
legu leyti til fjárfestinga.
Það hlýtur að styðja þessa
skoðun, aö raunaukning fjár-
munamyndunar varð 6,9% i fyrra,
sem var verulega meiri aukning
heldur en i einkaneyslunni.
Spátölur um áriö i ár hafa litið
breyst frá fyrri spám, en talið er,
að þjóðarframleiðsla og þjóðar-
tekjur muni aukast um tæplega
1% í ár. Enn er of snemmt að
leggja nokkuö mat á hagspár
þessa árs, enda aöeins þriðjung-
urársins liðinn.
Þjóöarframleiðsla og verömætaráöstöfun 1983—1984.
Milljónir króna.
Verðlag hvorsárs Magnbreyt.
1983D 1984D 1983-1984
%
1. Einkaneysla 35.470 47.130 3,0
2. Samneysla 6.890 8.440 0,0
3. Fjármunamyndun 13.000 16.630 6,9
4. Birgðabreytingar -1.093 700
5. Verömætaráöstöfun alls 54.267 72.900 6,2
6. Útflutningur vöru og þjónustu 27.456 34.792 2,3
7. Frádr.: Innflutningur vöru og þjónustu 28.719 38.922 9,4
8. Viðskiptajöfnuöur -1.263 -4.130
9. Verg þjóöarframleiðsla 53.004 68.770 2,7
11. Vergar þjóöartekjur — — 2,8
1) Bráðabirgöatölur
Heimild: ÞHS
96