Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 11

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 11
FRETTIR GBB AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN: PÁLL BRAGI RÁÐINN FJÁRMÁLASTJÓRI isfrædi - og söludeildum. Páll Bragi Kristjónsson hefur ádur starfað sem fulltrúi framkvæmda- stjóra Almenna bókafé- lagsins, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, fram- kvæmdastjóri hjá Haf- skip hf. og forstjóri Skrif- stofuvéla hf. Síðast liðið ár hefur hann starfað við sjálfstæð ráðgjafastörf og í samvinnu við Ragnar Tómasson lögmann að fasteigna- og fyrirtækja- sölu. Páll Bragi Kristjóns- son er kvæntur Stefaníu Pétursdóttur og eiga þau 4 börn. Páll Bragi sagði í stuttu samtali við Frjálsa versl- un, að þetta nýja starf legðist vel í sig. „GBB Auglýsingaþjónustan er langstærsta fyrirtækið í sinni grein á Islandi. Fag- leg vinnubrögð eru viður- kennd, starfsfólk og eig- endur eru samhentur, frjór og skemmtilegur hópur, sem lætur ekki staðar numið í velgengni líðandi stundar. Hér halda menn vöku sinni með skýrum markmiðum um framtíðarverkefni svo þjónustan við viðskipta- vinina megi verða enn betri.“ VERÖLD Á KAUPLEIGU Páll Bragi Kristjónsson. Páll Bragi Kristjóns- son, viðskiptafræðingur, hóf nýlega störf sem fjár- málastjóri hjá GBB Aug- lýsingaþjónustunni. Að- spurður sagði Páll Bragi að hér væri um nýtt starf að ræða hjá fyrirtækinu, sem stofnað væri til ann- ars vegar vegna verulega aukinna umsvifa undan- farin ár eftir sameiningu Auglýsingastofu GBB og Auglýsingaþj ónustunnar og hins vegar vegna nýrr- ar stefnumörkunar í framtíðarstarfsemi fyrir- tækisins og fyrirtækja því tengdu. Páll Bragi Kristjóns- son er 45 ára gamall við- skiptafræðingur frá Verslunarskólanum í Ár- ósum. Að námi loknu hlaut Páll Bragi starfs- þjálfun hjá IBM og starf- aði þar í nokkur ár í kerf- BJÓR HANDA ÍSLENDINGUM: HÁLFUR DAGUR DUGAR í umfjöllun um bjórinn hér í blaðinu kemur frarn að verksmiðjan sem framleiðir Budweiser bjór í Bandaríkjunum framleiðir 25 milljón lítra á dag. Áætluð ársneysla okk- ar íslendinga er 12 mill- jón lítrar á ári. Ársneyslu íslendinga gætu þeir því framleitt á hálfum degi! Ferðamiðstöðin hf. bætti nú í febrúar heitinu Veröld aftan við nafn sitt og flutti skrifstofu sína úr Aðalstræti 9 yfir í Austur- stræti. Eftir flutninginn tók fyrirtækið í notkun nýjan tölvubúnað og keypti ým- is áhöld, tæki og hús- gögn, samtals fyrir á bil- inu 5 til 10 milljónir króna. Það sem vekur at- hygli er að öll var fjárfest- ingin fjármögnuð með leigukaupasamninguin frá tveimur fjármögnun- arfyrirtækjum. Bjórinn keniur. 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.