Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 18

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 18
FORSIÐUGREIN HVER ER SPARNAÐURINN? Erfítt er að segja til um þann spam- að sem næst með sameiningu fyrir- tækja. Hann fer vitanlega eftir því hvernig til tekst og þeim forsendum sem liggja til grundvallar og ekki síst eftir því hvernig nýting á framleiðslu- þáttunum breytist til batnaðar við sameininguna. Ekkert er sjálfgefið um árangur af sameiningu fyrirtækja. Ef forsendur fyrir sameiningu eru ekki réttar verð- ur árangurinn enginn. En við réttar aðstæður getur orðið um gífurlegan kostnaðarsparnað að ræða. Á það einkum við þegar tekst að afla sömu rekstrartekna og áður í sameinuðu fyrirtæki, en með mun minni mann- afla og með minni kostnaði. Lítum á nokkur íslensk dæmi: 1. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. hefur upplýst Frjálsa verslun um að þriggja ára reynsla fyrirtækisins sýni að kostnaður sé um 150 milljónum króna lægri þar á ári að meðaltali en verið hefði ef BÚR og ísbjörninn hefðu verið rekin áfram sem sjálfstæð fyrirtæki. 2. Fram hefur komið að stjórnend- JÓN SIGURÐARSON, FORSTJÓRIÁLAFOSS: BÆÐI FYRIRTÆKIN HEFÐU STÖÐVAST — EF EKKI HEFÐI KOMIÐ TIL SAMEININGAR Frjáls verlsun beindi fáeinum spurningum til Jóns Sigurðarsonar, forstjóra Álafoss, nú þegar ár er lið- ið frá sameiningu Álafoss og Ulla- riðnaðardeildar SÍS sem gerð var í árslok 1987. — Hver er aðalávinningurinn af sameiningunni? „Aðalávinningur af sameiningu Álafoss og Ullariðnaðardeildar Sam- bandsins er lægri kostnaður. Það á bæði við um fastan kostnað og breytilegan. Fyrirtækin tvö voru nánast eins að uppbyggingu og því „auðvelt" að lækka kostnaðinn. Þetta er skammtíma árangurinn, en til lengri tíma vænti ég þess að Ála- foss hinn nýi hafi mun betri mögu- leika til þess að ná tökum á markað- smálum sínum en gömlu fyrirtækin gerðu. Þau eyddu miklum krafti f það að keppa hvort við annað með nákvæmlega sömu vöruna. Það er ekki skortur á keppinautum úti í hin- um stóra heimi.“ — Hvemig lítur árið 1988 út, af- komulega séð? Þ.e. hver er munur á afkomu hjá hinum sameinuðu fyrir- tækjum og þeirri afkomu sem ætla má að orðið hefði hjá þeim, hvoru í sínu lagi? „Það munar jafnvel töluvert á annað hundrað milljónum á aflvom- unni. Reyndar er það ekkert leynd- armál að hefði sameiningin ekki orð- ið þá má fullvíst telja að gömlu fyrir- tækin hefðu bæði stöðvast á árinu 1988.“ — Eru rökstuddar ástæður til að ætla að bætt afkoma haldi áfram miðað við núverandi fyrirkomulag? „Það er öll ástæða til að ætla að hið nýja fyrirtæki hafi áframhaldandi betri afkomu heldur en gömlu fyrir- tækin hefðu haft. Þá aðallega með tilvísun til þess að hlutfallslegur kostnaður er lægri. Hitt er annað mál að þessi spuming gefur tilefni til að velta því fyrir sér hvort skortur á keppinaut geti hamlað mjög stóru fyrirtæki sem verður til við samein- ingu gamalla keppinauta. Þessu er oft til að dreifa og getur reynst hættulegt. Þó þetta sé ekki svo í ullariðnaðinum. Keppinautar okkar eru nægilega margir og sterkir er- lendis til þess að halda okkur við efnið." — Hefur sameiningin tekist í að- alatriðum samkvæmt þeim vonum sem menn gerðu sér í upphafi? „Hvað varðar rekstrarliði hefur sameiningin í aðalatriðum farið eftir þeim nótum sem í upphafi voru skrifaðar. Það skal aftur viðurkennt að endurskipulagning efnahags fyrirtækisins og lagfæringar á hon- um hafa ekki gengið með þeim hætti sem æskilegt er þó að við teljum okkur nú sjá fram á betri tíð í þeim málum.“ — Nú þegar sameiningar fyrir- tækja eru mjög á dagskrá í þjóðfé- laginu er vert að spyrja: Hvað þurfa menn helst að varast þegar ráðist er í sameiningu fyrirtækja? „Nr. 1. Þegar fyrirtæki eru sam- einuð er æskilegast að skera kostn- að meira niður heldur en menn halda að sé gerlegt! Það er slæmt að þurfa að hræra margoft í fyrirtækjunum þegar hagræðingin fer að koma í ljós. Nr. 2. Ganga fljótt frá öllum efna- hagsstærðum og samningum við lánardrottna í þeim tilfellum sem það er nauðsynlegt. Nr. 3. Koma upplýsingakerfum fljótt í gagnið í nýju fyrirtæki."

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.