Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 21

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 21
hefur nú tekið við af öllum þessum, þ.e.a.s. Smjörlíki hf. Sanitas og Sana á Akureyri hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki. Vélsmiðjan Hamar sameinaðist Stálsmiðjunni og einnig liluta af Slipp- félaginu í Reykjavík. Nokkuð hefur verið um sameiningar fyrirtækja í prentiðnaði. Sveinabókbandið sam- einaðist á sínum tíma Prentsmiðjunni Odda og nýjasta dæmið er sameining Prentstofu G. Benediktssonar og Amarfells. Harpa yfirtók fyrir mörg- um árum tvær málningarverksmið- jur, Liti & lökk og Atlantic. Lýsi og Hydrol sameinuðust á síðasta ári og á árinu 1988 keypti Sveinn bakari kepp- inaut sinn, Nýja Kökuhúsið og sam- einaði fyrirtækin. Smjörlfldsgerðin Akra og Snakkiðjan sameinuðust Víf- ilfelli rétt fyrir síðustu áramót. VÁTRYGGINGAR Sameining vátryggingafélaga hefur verið mjög til umræðu undanfarið í tengslum við hin tvö stóru sameining- armál, Sjóvá-Almennar tryggingar og Samvinnutryggingar-Brunabótafélag íslands en þau tvö síðarnefndu hafa stofnað Vátryggingafélag íslands hf. um sameiginlegan rekstur sinn. Þessu til viðbótar má nefna að Hag- trygging sameinaðist Sjóvá en þeirri sameiningu lauk í árslok 1988. ÚTGÁFA Það vakti þjóðarathygli á sínum tíma þegar keppinautarnir á síðdegis- blaðamarkaðnum, Dagblaðið og Vís- ir, sameinuðust í DV í lok eins prent- araverkfallsins. Bókaútgáfan Vaka keypti Helgafell á sínum tíma og sameinaði fyrirtækin í Vöku-Helgafell. Nýlega sameinuðust tveir stórir bókaklúbbar, Veröld og Bókaklúbbur Amar & Örlygs í ís- lenska bókaklúbbinn. Árið 1987 keypti Sam-útgáfan Vikuna og sam- einaði hana útgáfustarfsemi sinni. Frjálst framtak hefur keypt nokkur tímaritafyrirtæki og sameinað þau út- gáfustarfsemi sinni. Þar er um að ræða Fiskifréttir, Áfanga, Gestgjaf- ann og Fjölni sem hafði með höndum útgáfu fjögurra tímarita. SAMGÖNGUR Sameining Loftleiða og Flugfélags íslands í Flugleiðir er væntanlega sameining aldarinnar á íslandi enda tók hún mörg ár og vakti gífurlega athygli og umræður þar sem skoðanir manna voru býsna skiptar. Amarflug keypti Iscargo og sam- einaði flugfélögin undir nafni Amar- flugs. Eimskip hefur keypt nokkra af keppinautum sínum í gegnum tíðina og sameinað félaginu. Má þar nefna Eimskipafélag Reykjavíkur, Skipafé- lagið Bifröst og íslensk kaupskip sem sameinuðust Eimskip. Auk þess keypti Eimskip allar eigur Hafskips eftir gjaldþrot þess síðamefnda. Loks hefur Eimskip keypt eitt af skipum skipafélagsins Vílcur sem nýlega komst í þrot. FERÐASKRIFSTOFURNAR Helsta sameining á þeim vettvangi er sameining ASÍ og Samvinnuhreyf- ingarinnar á ferðaskrifstofum sínum í HVERJIR ERU NÆSTIR? Um þessar mundir er víða verið að vimia að sameiningu fyrirtækja í viðskiptalífinu á íslandi. í sumum til- vikum er opinberlega viðurkennt að sameining sé í athugun. Dæmi um það eru: Meitillinn og Glettningur í Þorlákshöfn. Sj ávarútvegsfyrirtækin við Skagafjörð. Kaupfélögin á Suðurlandi. Kaupfélögin í Norður- landskjördæmi eystra. Fyrirtæki í fiskeldi. Auk þessa er flestum kunn lang- varandi umræða um vanda Amar- flugs sem gæti endað með samein- ingu Flugleiða og Arnarflugs. Nefndur hefur verið sá möguleiki að KRON og Mikligarður sameinist alveg. Viðurkennt er að viðræður hafa farið fram um sameiningu út- varpsstöðvanna Bylgjunnar og Stjörnunnar. Fyrir liggur að Trygg- ingamiðstöðin á 51% í Reykvískri endurtryggingu. Menn velta því auðvitað fyrir sér hvort TM stígi ekki skrefið til fulls með samein- ingu. í opinberum rekstri skoða menn möguleika á sameiningu eins og fram hefur komið með alvarlegum athugunum á sameiningu Landakots og Borgarspítala. Margt bendir til þess að sameining spítalamia verði að veruleika. Loks er á kreiki þrálátur orðróm- ur um að Olíufélagið og Skeljungur séu að kaupa OLÍS í þeim tilgangi að skipta félaginu á milli sín og sameina hvorn helming um sig rekstri við- komandi fyrirtækis. Þegar þetta tbl. Frjálsrar versl- unar kemur út í lok febrúar er auð- vitað mögulegt að einhver af fyrr- nefndum fyrirtækjum hafi þá þegar sameinast. ‘ - 'kilra 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.