Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 23

Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 23
HVENÆR KEMUR AÐ BÖNKUNUM? BANKASTOFNANIR Uppstokkunar í bankakerfinu hefur verið beðið í marga áratugi en í þeim málum hefur lítið sem ekkert gerst. Einungis er unnt að nefna að Spari- sjþður Reykjavíkur og nágrennis yfir- tók Sparisjóðinn Pundið og sameinaði rekstur fyrirtækjanna. Þá hefur nokkuð verið um það að útibú bank- anna á landsbyggðinni hafi yfirtekið litla sparisjóði á viðkomandi svæðum. ÖNNUR FYRIRTÆKI I hótel- og veitingarekstri má nefna að Ólafur Laufdal tók yfir rekstur Hótel Borgar í Reykjavík og Sjallans á Akureyri og rekur þau fyrirtæki nú sem hluta af fyrirtækjasamsteypu sinni. Nokkrar auglýsingastofur hafa sameinast. Auglýsingaþjónustan og Auglýsingastofa Gísla B.Bjömssonar sameinuðust í GBB Auglýsingaþjón- ustuna. íslenska auglýsingastofan varð til úr Svona gerum við og Oktavo og Gylmir, Strik og Kynningarþjón- ustan sameinuðust í Sameinuðu aug- lýsingastofuna um síðustu áramót. Nokkuð hefur verið um sameining- ar þjónustufyrirtækja verkfræðinga, arkitekta, tölvumanna, endurskoð- enda og lögfræðinga. Að endingu skal hér nefnd áratuga- gömul sameining þegar Tóbakseinka- sala ríkisins og Afengisverslun ríkis- ins voru sameinaðar í ATVR, Afeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. Svo lengi sem menn muna hafa rík- isstjórnir fslands boðað uppstokkun bankakerfisins með sameiningu banka. En ekkert gerist. A seinni ár- um hefur þessi umræða einkum snúist um að sameina Utvegsbankann einhverjum öðmm banka. En hvaða möguleikar eru nefndir um sameiningu banka á Islandi? — Að Útvegsbankinn verði sam- einaður Búnaðarbankanum. h ///7- 1/ A / , ■ HK l|1 [• ‘ '■ • rtflQRHK'nr J9| ÍHB l-i ani, lii i1 Útvegsbanki íslands. — Að Útvegsbankanum verði skipt á milli Landsbankans og Búnað- arbankans. — Að Útvegsbankinn verði sam- einaður Landsbankanum. — Að sparisjóðirnir í landinu eign- ist Útvegsbankann og sameinist hon- um með einhverjum hætti. — Að Iðnaðarbankinn eða Versl- unarbankinn eða þeir báðir kaupi Út- vegsbankann. — Að Iðnaðarbankinn og Verslun- arbankinn sameinist. — Að Samvinnubankinn og Al- þýðubankinn sameinist. — Að Búnaðarbankinn yfirtaki Samvinnubankann. — Að Landsbankinn yfirtaki Sam- vinnubankann eða Alþýðubankann, annan hvom eða báða. — Að erlendir bankar komi með einhverjum hætti inn í uppstokkun ís- lenska bankakerfisins. Óhætt er að segja að margt er spjallað um sameiningu banka en minna aðhafst. Því miður. MISMUNANDIAÐFERÐIR Hér á eftir verður getið nokkurra leiða við sameiningu á rekstri fyrirtækja. 1. Samruni eða fullkomin sameining. Þá eru fyrirtæki sameinuð þannig að nýtt fyrirtæki yfirtekur öll réttindi og skyldur hinna gömlu, allar eignir, skuldir og eig- infiárstöðu. Hluthafar fá hlutabréf eða eignarhluti í nýju félagi í stað hlutabréfa eða eignarhluta í þeim gömlu. Dæmi: Sameining Loftleiða og Flugfélags ís- lands í Flugleiðir. Sjóvá og Almennar tryggingar. 2. Tvö fyrirtæki eða fleiri stofnaþriðja fyrirtækið, ákveða eignaraðild og fela nýja fyrirtækinu sameinaðan rekstur gömlu fyrirtækjanna. Með því er unnt að sameina reksturinn en halda öðrum þátt- um aðgreindum, svo sem tilteknum eignum og skuldum. Dæmi: Dagblaðið og Vísir sameinuðust í Frjálsri fjölmiðlun hf., en gömlu fyrirtækin, Reykjaprent hf. og Dagblaðið hf. eru þó ennþá til. Brunabótafélag íslands og Samvinnutr- yggingar stofnuðu Vátryggingafélag ís- lands hf. um sameiginlegan rekstur sinn. 3. Eitt fyrirtæki kaupir annað og fellir inn í rekstur sinn án þess að fyrri eigend- ur komi við sögu í hinum sameinaða rekstri. Þetta getur bæði gerst með því að félag sé keypt, þ.e. öll hlutabréf (eignarhlutir), eða að rekstur sé keyptur af félagi, þó félagið sé ekki keypt í heilu lagi. Dæmi: Kaup Frjáls framtaks á Fjölni. Kaup Hagkaups á Nýjabæ. 4. í nr. 3 er átt við frjálsa sölu milli aðila. En einnig gætu komið til yfirtökur á rekstri frá þrotabúum, bönkum eða sjóðum þegar fyrirtæki komast í þrot. Dæmi: Skiptaráðandi seldi strax eftir gjaldþrot veitingahúsið Lækjabrekku og Kostakaup í Hafnarfirði þannig að rekst- ur þeirra truflaðist mjög lítið. í þeim til- vikum var reksturinn yfirtekinn. 5. Öfugt við sameiningar hér að fram- an er unnt að nefna dæmi þess að til hafi orðið tvö fyrirtæki úr einu. Má þar nefna þegar Plastprent klofnaði í Plastos og Plastprent. 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.