Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 32
LÖGFRÆÐI VÖRUMERKJAVERND: EIGA ERLEND VÖRUMERKI AÐ RÁÐA Á ÍSLANDI? Ólafur Garðarsson, lögfræðingur, hefur tekið að sér að rita greinar fyrir Frjálsa verslun um lögfræðileg málefni, sem einkum snerta viðskipti, atvinnurekstur og stjórnendur fyrirtækja. Hér birtist fyrsta greinin en þær verða í öðru hvoru tölublaði. Reynt verður að fjalla um viðfangsefnin eins almennt og kostur er. Öðru hverju koma til kasta dóm- stólanna tilvik þar sem aðili tel- ur nafn annars fyrirtækis eða vöruflokks vera of líkt sínu nafni og þar með sé ruglings- hætta fyrir hendi. Þá er hætta á að fólk villist á fyrirtækjunum eða vörum þeirra. LAGAREGLUR Þær innlendar lagareglur sem einkum er ætlað að vernda einkarétt manna og fyrirtækja til firmanafna er helst að finna í lögum nr. 42/1903 um verslunarskrár, firmu og prókúruum- boð, lögum nr. 47/1968 um vöru- merki, og lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. I þessum laga- reglum kemur það helst fram að firmu skuli greina glöggt hvert frá öðru og skuli þau bera nöfn er samrýmast ís- lensku málkerfi. Einnig er lögð rík áhersla á opinbera skráningu og skil- yrði hennar. Parísarsamþykktin svonefnda var lögfest hér á landi með lögum nr. 102/ 1961 og öðlaðist hún þar með lagagildi á Islandi. Samþykktin er um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar og er upphaflega frá árinu 1883 en hefur verið endurskoðuð nokkrum sinnum síðan. Megininntak samþykktarinnar kemur fram í 8.gr., nefnilega það að firmanafn sé verndað í öllum löndum er lögfest hafa samþykktina án þess að þörf sé á að sækja um það eða skrásetja það. Þetta þýðir m.ö.o. að eldra firmanafn í einu aðildarlanda nýtur verndar gagnvart samskonar eða líku nafni í öðru aðildarlandi jafn- vel þó aðilar hafi ekki vitað hvor af öðrum. DÓMAFRAMKVÆMD Álitaefni tengd firmarétti koma öðru hverju fyrir dómstóla. Geta þau oft verið hin skemmtilegustu og vekja því gjarnan nokkra athygli. Er skemmst að minnast lögbanns- máls veitingamanns í Reykjavík þegar hann krafðist þess að notkun annars veitingamanns á nafninu IJlfar og Ljón yrði bönnuð. Þar fór svo að lögbann var lagt við notkun nafnsins. Lög- bannsþoli leysti málið, eins og flest- um er kunnugt, með því að skrifa „var“ fyrir framan nafnið „Varúlfar og ljón“ eða „Var Úlfar og ljón“. Miðað við umfjöllunina og þá miklu athygli sem þetta mál fékk hefur því verið fleygt að í þessu máli hafi báðir aðilar unnið! LÍFOG LIFE Margir muna einnig eftir málaferl- um Time Inc. gegn Frjálsu framtaki hf. er hófust árið 1981 og stóðu fram á mitt ár 1985. Ef við riíjum upp gang mála í fyrra máli sömu aðila, þá krafðist stefnandi málsins, Time Inc., þess að stefnda, Frjálsu framtaki hf. yrði dæmt óheim- ilt að nota orðið „líf“ sem nafn á tíma- ritinu „Líf“. Time Inc. áogrekur m.a. þekkt tímarit í Bandaríkjunum sem ber nafnið „Life“. Hæstiréttur féllst á stefnukröfur stefnanda með dómi þann 10. nóvember 1983. Reyndar klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni og mynduðu þrír dómarar meirihlutann en tveir voru á móti. í kjölfar dómsins var nafni tímarits stefnda breytt í Nýtt líf og var orðið „nýtt“ prentað þvert yfir orðið „líf“, en með smærra letri. Hið erlenda stórfyrirtæki taldi enn gengið á rétt sinn og höfðaði því aftur 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.