Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 34
LOGFRÆÐI
una að aðili hefur látið farast fyrir að
gæta réttar síns. Hann hefur m.ö.o.
liðið notkun annars aðila á líku firma-
nafni í einhvem tíma. Firmalögin
geyma ekkert ákvæði um tómlætis-
verkanir í sambandi við firmarétt og
verður því að líta til dóma Hæstarétt-
ar.
LILLAOG HEKLA
Er þá fyrst að nefna dóm frá árinu
1953, Efnagerð Reykjavíkur gegn
nærfataverksmiðjunni Lillu. Um var
að ræða notkun beggja aðila á nafninu
„Lilla“ á vörur sínar og krafðist Efna-
gerðin þess að Nærfataverksmið-
junni yrði dæmt óheimilt að nota orðið
„Lilla“ í firmanafni sínu. Bæði í undir-
rétti og í Hæstarétti var nærfata-
verksmiðjan sýknuð af kröfum stefn-
anda. í forsendum Hæstaréttar er
sérstaklega vikið að því að stefndi hafi
notað orðið „Lilla“ í firmanafni í nítján
ár án þess að stefnandi hæfist handa
við að fá notkuninni hnekkt.
Svipuð niðurstaða varð uppi á ten-
ingnum í dómi Sjó- og verslunardóms
Reykjavíkur þann 9. október 1967.
Þar freistaði heildverslunin Hekla
þess að fá hnekkt notkun fataverksm-
iðjunnar Heklu á notkun orðsins
Hekla. Niðurstaða dómsins varð sú
að stefnda var heimilt að nota nafnið
áfram m.a. með tilliti til þess að
stefndi hafði átölulaust notað nafnið
um nær tveggja áratuga skeið.
Fræðimenn hafa túlkað þessar nið-
urstöður á þann veg að almennar rétt-
arreglur um afleiðingar athafnaleysis
við gæslu réttar síns eigi við í firma-
réttinum.
LOKAORÐ
Þó þeir dómar sem hér hafa verið
reifaðir séu sumir komnir nokkuð til
ára sinna þýðir það ekki að málaferli
og árekstrar vegna firmanafna heyri
sögunni til. Reyndar er það öðru nær.
Vegna þessa hafa menn velt því fyrir
sér hvort ekki sé affarasælla að
breyta fyrirkomulagi varðandi skrán-
ingu firma hér á landi.
Nú eru firmu skráð á fjölmörgum
stöðum eða hjá sýslumönnum, bæjar-
fógetum um land allt og hjá borgar-
fógeta. Það gefur því augaleið að
sama nafnið eða lík nöfn geta verið
skráð á tveim stöðum sama dag án
þess að nokkur verði þess var fyrr en
um seinan. Er þá hugsanlegt að báðir
aðilar séu búnir að leggja vinnu, fé og
fyrirhöfn í hönnun firmans, markaðs-
setningu og þess háttar.
Bæði Sigurgeir Sigurjónsson hrl., í
grein sinni, „Firma og Firmavernd" í
Úlfljóti árið 1969, og Þórður Eyjólfs-
son, fyrrum hæstaréttardómari, í
grein um félagarétt í sama blaði árið
1969, bentu á nauðsyn þess að taka
upp markvissari skráningu firma-
nafna. Þeir töldu engan vafa á því að
skráning yrði öruggari ef hún færi
fram á einum stað undir eftirliti sér-
fróðra manna og lögðu á það áherslu
að þessi breyting yrði gerð hér sem
fyrst.
Nú tuttugu árum síðar er þessi ósk
þeirra ítrekuð.
TÖLVUBORÐ,
KRISTJAN SIGGEIRSSON
prentaraborö, telefaxborö og fleiri tegundir
smáboröa sem henta öllum fyrirtækjum, stofnunum
og til heimilisnota.
Hjá KÁESS er nú landsins mesta úrval slíkra borða á
sérstaklega hagstæðu verði.
Verið velkomin í sýningarsal
okkar að Hesthálsi 2-4, 110
Reykjavík, eða hringið í sima
91-672110 og fáið frekari upplýs-
ingar.
34