Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 35
í janúarmánuði kom til harðra
orðahnippinga í fjölmiðlum milli
forsvarsmanna vinnuveitenda
og verkalýðshreyfingarinnar
vegna deilumála milli Flugleiða
og Yerslunarmannafélags Suð-
urnesja eftir að Flugleiðir
stefndu formanni Verslunar-
mannafélagsins vegna meintra
brota í verkfalli verslunar-
manna vorið 1988.
Fyrr en varði höfðu ýmsir forystu-
menn verkalýðshreyfingarinnar
gengið fram fyrir skjöld og látið þung
orð falla. Þeirra á meðal var sjálfur
forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson.
Hann og félagar hans gagnrýndu
stefnu Flugleiða í þessu máli. Ætla
verður að forstjóri Flugleiða, Sigurð-
ur Helgason, hafi tekið lokaákvörðun
um að stefna verslunarmönnum. Þar
með stóðu þeir Ásmundur og Sigurð-
ur andspænis hvor öðrum gráir fyrir
járnum.
TEXTI: HELGI MAGNÚSSON
Þessi grafalvarlega staða fékk
samt ýmsa til að brosa. Þar er átt við
þá sem muna þá tíma þegar þeir Sig-
urður og Ásmundur unnu hlið við hlið
sem ráðgjafar hjá Hagvangi, ásamt
fleiri góðum mönnum, á árunum upp
úr 1970. Af þessu tilefni er meðfylgj-
andi mynd birt hér til gamans, með
leyfi Hagvangs. Á myndinni eru frá
vinstri: Sigurður R. Helgason (nú
framkvæmdastjóri Björgunar), Ósk-
ar S. Óskarsson (nú starfandi í Nor-
egi), Ingibjörg Haraldsdóttir ritari,
Ólafur Örn Haraldsson (nú fram-
kvæmdastjóri Gallup á íslandi), Sig-
urður Helgason forstjóri Flugleiða og
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ.
Þess má geta að fjöldi manna hefur
starfað hjá Hagvangi við ráðgjafastörf
um tíma en farið svo til þýðingarmik-
illa ábyrgðarstarfa úti í atvinnulífmu.
Meðal þeirra eru: Gunnar Helgi Hálf-
dánarsson framkvæmdastjóri Fjár-
festingarfélags íslands, EggertÁgúst
Sverrisson forstöðumaður SÍS í Lon-
don, Sveinbjörn Óskarsson fjármála-
stjóri RARIK, Þorsteinn Þorsteins-
son hjá Norræna fjárfestingarbankan-
um í Finnlandi, Hilmir Hilmirson
framkvæmdastjóri Slippfélagsins í
Reykjavík, Örn Gústafsson hjá SIS,
Guðmundur Sigurðsson yfirvið-
skiptafræðingur Verðlagsstofnunar,
Þórður Hilmarsson forstjóri Glóbus,
Aðalsteinn Helgason aðstoðarfor-
stjóri Álafoss, Kirsten Flygering hjá
SH og Sveinn Hjörtur Hjartarsson
hagfræðingur LÍÚ svo einhverjir séu
nefndir.
Gunnar Maack, Reynir Kristins-
son og fleiri starfsmenn Hagvangs
halda sér við heimaslóðir en Reynir
fór þó um tíma út úr Hagvangi og
gerðist aðstoðarmaður Sverris Her-
mannssonar í menntamálaráðuneyt-
inu en snéri til baka þegar því verki
lauk.
35